Thursday, December 25, 2008

Gleðileg Jól
Ég óska ykkur öllu gleðilegra Jóla kæru vinir!
XXX 

Wednesday, December 17, 2008

Það er algjör vitleysa að reykja......

....brennir peninga með því að kveikja, sígarettunni í ójá brennir heilsunni heheeheh
(Syng þetta stundum fyrir Elísu því þá er ég mega pirrandi :)
Já í dag eru 130 dagar síðan ég hætti mesta ósið sem ég hef tekið upp!
Það gera rúmlega 4 mánuði!
Og ég hef sparað mér hátt í 70.000.- kr váá!!!
...Og bara fyrir ykkur sem eruð að hugsa um þetta þá er þetta minna mál en þið haldið og svo mikið þess virði!
Go for it!!
XXX

Tuesday, December 16, 2008

ALLT UPPÁVIÐ ......EÐA HVAÐ?

Jú ég held það. Allir eru að verða hressari. Gummi er farin að vinna aftur eftir lugnabólguna endalausu sem engan endi ætlaði að taka. Móðir mín yndisleg er reyndar enn á sjúkrahúsinu. Var að vonast til að hún fengi að fara heim í dag en það er víst ekki.
Ég vildi gjarnar gefa henni lifrina mína.....já eða allavgna hluta af henni, ef ég gæti.
En vonandi kemur hún heim fyrir helgi hressari sem aldrei fyrr!
Svo er það náttúrlega Ásgeir brotna löpp. Hann er núna búin að vera á hækjum í ca 5 mánuði og er nú orðin nett eða eignlega mega pirraður á því! Hann er nú samt allur að koma til og löppin jafnvel farin að hlíða fyrirmælum, Þökk sé sjúkraþjálfaranum sem er á lausu:)
Ég var að flétta í gengum myndir á facebook og fann þessa af okkur vinkonunum, hef reyndar sett hana áður, langaði bara að setja hana með í tilefni dagsins og...... af því að við erum svo sætar!

Glittering skvísur!!!

Það styttist óðum í brottför norður í fögru Mývatnssveit. Þar verða batteríin hlaðin. Gummi ætlar að taka með sér sleðann svo honum leiðist ekki sem er vel til fundið hjá honum. Hann kannski býður mér mér með sér í fyrsta skiptið :)
En ég á náttúrlega engan sleða eins og ég hef stundum fengið að heyra (meira í gríni en alvöru) og mér skilst að það sé ekki skemmtilegast að hafa taugaveiklaðan farþega með...... Kannski fæ ég sleða í skóinn aldrei að vita.
Ég ætla að skella mér í smá fegrunarðagerð á eftir eða þar að segja klippingu og er að spá í að lita það ljóst. Gerði það reyndar einu sinni og var þá eins og litli ljóti andarunginn en ég er viss um að það verður betra núna því síðast var það stutt!
XXX

Saturday, December 13, 2008

Jólin nálgast hratt

Jæja það er aldeilis......
Erum búin að vera heima hjúin síðustu daga og reyna að ná einhverri heilsu. Gummi er með lungnabólgu en er nú allur að koma til á pensilín skammti númer 2 og ég kom heim úr vinnunni á fimmtudag alveg eins og aumingi. Þar að leiðandi erum við að missa af desemberskemmtunum sem við stefndum á t.d jólglögg í gær og jólahlaðborð í kvöld enda forgangi að ná heilsunni. Tíminn líður allt of hratt þessa dagana, eigum eftir að gera nokkra hluti áður en við förum norður um næstu helgi.
Jólin koma nú samt hvort sem maður er tilbúin eða ekki!
Á morgun ætla ég að fara í smá laufabrauðsgerð með fændfólki mínu og hlakka ég mikið til þar sem þessi siður virðist ekki tíðkast í öllum fjölskyldum og hef ég alveg misst af þessu síðustu árin. Til stedur að fá gömlu bekkjarfálagana í heimsókn þann 27. des. Höfum ekkert náð að hittast í langan tím og er því mikil tilhlökkun. Verst er að ekki sjá sér allir fært að koma heim á klakann um jólin og því verður margra sárt saknað!
En ...... later!
XXX

Sunday, December 7, 2008

Hvítt jólatré á 2 í aðventu........

Hvíta jólatréið er komið upp!
Lítil prinsessa var hjá okkur um helgina og fékk að skreyta það i dag.
Það er voða fínt hjá henni og kemur bara rosalega vel út.
Það eru reyndar fullt af ljósum á því sem sjást voða illa á myndunum þannig að það er ennþá flottara en á myndunum!
Gátum reyndar ekki notað allar jólakúlurnar, þær voru allt of margar:)


Blogga meira fjlótlega nenni því ekki núna ætla að hafa það notalegt með sæta mínum í kvöld.

XXX

Thursday, December 4, 2008

Ísland í dag....


Hvað er að gerast eiginlega? Dabbi kóngur neitar að greina frá því sem hann veit um af hverju Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann! Hann ber fyrir sig bankaleynd!

Og hvað? Getur hann það bara? Helvítis bananalýðveldi. Ég er nú ekki mikið að velta þessum hlutum fyrir mér en er samt sem áður búin að fá mig fullsadda á þessum bjánaskap sem þetta allt saman er. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar spila kreppuskpilið raunverulega þá eru fullt af fólki að missa heimilin sín og stefna í gjaldþrot! Er það bara allt í lagi?


Annars svo ég haldi nú áfram á auglýsa Stefán Pétur þá var að koma í sölu eftir hann þessi Íslands platti sem er hér fyrir ofan. Þetta er svona pottleppi, þolir mikinn hita og uppþvottavélina. Bara flottur.....

Jæja það sem er helst að frétta......
 • Signý sæta kemur til okkar í dag sem er bara gaman.

 • Ætla að hitta Mývatnssveitarpíurnar annaðkvöld yfir jólglöggi og konfekti líka bara gaman.

 • Í vinnunni minni fá allir einn bökunardag í frí í desember, algjör snilld.

 • Ætla með Ásgeiri brotnu löpp að verlsa jólagjafir í dag.........

Þannig er það nú bara


XXX

Sunday, November 30, 2008

Fyrsti í aðventu !

Jæja það er ótrúlega gaman að vera til þessa dagana. Mikið að gera og allt eitthvað svo frábært. Ég er búin að vera að undirbúa jólin hérna heima ( við náttúrlega). Eins og ég sagði ykkur frá þá keypti ég hvítt jólatré og hlakka rosa til að skreyta það og sjá hvernig það kemur út. Tók saman allar jólakúlur á heimilinu og er húsmóðirin aðeins búin að missa sig í því þannig að hér fylgir mynd af herlegheitunum. Ég vildi setja upp jólátréð um helgina en minn heittelskaði tók það ekki í mál ! He he hann hélt að núna væri ég alvg búin að missa það. En samkomulagið var næsta helgi, sjáum til með það.......
Hérna er fína nýja rúmið okkar sem við fengum í vikunni. Þvílíkur munur sofum núna alveg eins og englar. Erum þar að leiðandi með 2 önnur rúm til sölu. Viljum gjarnar losna við þau sem fyrstþar sem ekki er hægt að koma fyrir tannstöngli í geymslunni núna......Gott að eiga mann sem er smiður og reddar öllu sjálfur þarf aldrei að hafa áhyggur að hann sé að gera eitthvað vitlaust eins og sumir :)
(nefni engin nöfn)

Jólaskórnir!! Ég elska þá! Þetta eru glimmerskór aldarinar. Mér líður eins og öskubusku í þeim .....Jólakransinn sem má kveikja á í dag. Enföld og góð leið:
Skál, kerti, jólakúlur
XXX

Friday, November 28, 2008

Flöskudagur ! Jóla hvað?


Smá spurning

Það eru nokkrir búina að hafa samband við mig af því að þeir geta ekki commentað á bloggið mitt. Veit einhver af hverju það er ? Þarf fólk að vera með gmail reikning? Þetta er eiginlega smá pirrandi! Endilega látið mig vita.......

Thursday, November 27, 2008

Gerumst umhverfisvæn í kreppunni

Nú er rétti tíminn til þess að skoða venjur sína og draga úr á eins mörgum stöðum og hægt er. Hér læt ég fylgja einfalda hluti sem hjálpa ykkur að lækka rafmagnsreikninginn um heilan helling svo verðið þið líka agalega umhverfisvæn sem er stór kostur......

Slökkvið ljósin
Ljós loga oft að óþörfu þar sem enginn hefst við. Þeir, sem gleyma að slökkva á eftir sér, eru nánast að kasta peningum út um gluggann.
Notið rétt ljós og réttar perur
Við val á ljósum er nauðsynlegt að hafa í huga hversu mikillar lýsingar er þörf. Veljið ljós sem gefa þá lýsingu sem þið þurfið og notið ekki sterkari perur en nauðsynlegt er því orkunotkunin eykst eftir því sem peran er sterkari. Notið flúrpípur þar sem þess er kostur, þær gefa mikla birtu án þess að eyða miklu rafmagni. Gætið þess að skermar og ljósakúplar dragi ekki úr birtunni

Uppþvottavélin
Fyllið uppþvottavélina. Hún notar jafnmikla orku hvort sem mikið eða lítið er þvegið í einu. Notið sparnaðarhnappinn (E) eins oft og kostur er. Pottar og önnur áhöld, sem taka mikið rými, er ekki hagkvæmt að þvo í uppþvottavélinni. Þvoið upp sem fyrst svo að matarleifar nái ekki að þorna. Þá nægir styttra þvottakerfi og lægra hitastig.

Þvottavélin
Fyllið vélina af þvotti. Það kostar álíka mikið að því lítinn og mikinn þvott. Veljið ekki of hátt hitastig. Vélin notar 30% minni orku ef hitinn er lækkaður um þriðjung. Sleppið forþvotti ef þvotturinn er lítið óhreinn. Það sparar 20 % orku. Skolun með köldu vatni fyrir þvott getur sparað orku.
Þurrkarinn
Vindið þvottinn sem best áður en hann er settur í þurrkarann og hreinsið ló úr síunni eftir hverja notkun. Setjið hæfilegt magn af þvotti í þurrkarann, hvorki of mikið né of lítið. Hvort tveggja veldur meiri orkunotkun en ef þurrkað er hæfilegt magn í einu. Notið sparnaðarstillingu þegar henni verður við komið.

Örbylgjuofninn
Tími og orka sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það tekur til dæmis 7 mínútur (0, 14 kWh) að matreiða 250 g af kartöflum í örbylgjuofni en 25 mínútur (O,22 kWh) á eldavél. Notið eldunaráhöld sem hentar örbylgjuofninum. Sjóðið eða hitið matinn í lokuðum ílátum, þannig helst hitinn betur á matnum og orkan sparast. Með því að nota lítið vatn þarf styttri suðutíma. Oft er hægt að sleppa vatninu aleg þegar matreitt er í örbylgjuofni.
Eldavélin
Gætið þess að potturinn sé hæfilega stór á helluna. Ef potturinn er 2 sentímetrum minni en hellan sem hann er á fara 20% orkunnar til spillis. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Notið þétt lok á pottinn og takið það ekki af meðan soðið er. Loklaus pottur þarf tvöfalt meiri orku en lokaður. Það þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku til að glóðarsteikja í ofninum en að steikja á hefðbundinn hátt.
Frystikistan
Æskilegt er að frystikistan sé á köldum stað. Hún notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishitinn er lægri. Gætið þess að kæliristin á bakhlið kistunnar sé hrein og að nóg loft geti leikið um hana. Innilokuð og rykug kælirist getur valdið 30% meira rafmagnsnotkun. Látið frystikistuna ekki ganga tóma. Tóm kista notar jafn mikið rafmagn og full.
Ísskápurinn
Hæfilegt hitastig í ísskápnum er 4-5° C. Rafmagnsnotkun eykst um 4 % fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Gætið þess að loftræsting sé nægileg bak við kæliskápinn. Léleg loftræsting getur valdið 5-10% meiri rafmagnsnotkun. Kæliskápa, sem ekki eru með sjálfvirka afhrímingu, þarf að þíða reglulega.
Kaffivélin
Það þarf um 30% minni orku ef kaffi er lagað í kaffivél í stað þess að nota hraðsuðuketil og hella uppá á gamla mátann. Notið hitakönnu til að halda kaffinu heitu en ekki hitaplötu kaffivélarinnar.
Gleymd notkun
Mörg heimilistæki nota rafmagn jafnvel þó að þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu og eru tilbúin að hlýða skipun frá henni, t.d. sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki o.fl. Öll þessi tæki auka orkunotkunina. Þó svo að þau taki lítið afl er oftast kveikt á þeim allan sólahringinn allan ársins hring. Sem dæmi má nefna að myndbandtæki, sem stjórnað er með fjarstýringu, notar um 100 kWh á
ári. Það er að slökkva alveg á myndbandstækinu hefur bæði8 kosti og galla. Ef slökkt er alveg á tækinu sparast þessi 100 kWh en á móti þarf oft að endurstilla klukku og dagsetningu þegar kveikt er næst.
Jæja þá vitið þið það
XXX

Monday, November 24, 2008

Mánudagur til mæðu og Mánuður í Jólin

Jæja frábær helgi að baka og ný vinnuvika hafin. Helgin fór í jólaundirbúning að mestu og afslöppun. Náði að kaupa nokkrar jólagjafir, búa til aðventukransinn, skreyta smá og kaupa jólaspariskóna! (sem eru btw öskubusku glimmerskór, GEGGJAÐIR)
Hendi inn myndum af því seinna.
Allt mjög gott að frétta. Er alveg búin að jafna mig á veikindunm sem betur fer. Í kvöld er stefnan að fara út að borða með nokkrum vel völdum vinum. Hún Íríni er að fara heim til Grikklands fljótlega og viljum við vera með smá kveðjuhitting fyrir hana, vonandi kemur hún bara aftur sem allra fyrst.
Í dag er akkurat mánuður í Jólin sem þýðir að við förum norður eftir enn styttri tíma.
Það verður ótrúlega ljúft að komast í sveitina mína, er farin að sakna hennar mikið.
Frétti áðan að ein af mínum kæru vinkonum var að missa vinnuna. Æi þetta er eitthvað allt svo ömurleg. Það er lítið sem maður getur sagt nema vonandi færðu eitthvað að gera sem er náttúlega svo súrt þar sem allir vita að líkurnar eru frekar litlar á því. En það þýðir ekki neitt að gefast upp, bara fara þetta á hörkunni og ef einhver getur það þá er það hún!
Annars stefnir allt í það að það verður óbúanlegt hérna á þessu blessaði landi okkar bla bal var búin að skrifa margar línum um þetta þjóðfélagsástand en strokaðið það út, ætla að eyða minni orku í fallega hluti og það góða í lífinu (æl) !
Fékk sent frábæran póst um daginn um hvað ást er í hugum barna og læt hér fylgja með nokkur gullkorn í tilefni dagsins..........
 • "Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki lengur beygt sig niður til að lakka táneglurnar, svo að afi gerði það alltaf fyirir hana jafnvel eftir að hans hendur fengu liðagigt líka. það er Ást" (4. ára )
 • "Ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi" (7. ára)
 • #Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira. Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast" (8. ára)
 • Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar" (7.ára)
 • "Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður og litlar stjörnur koma út úr þér" (7.ára)

Og síðasta gullkornið að lokum

4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína. Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar. Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hefði sagt við gamla manninn svaraði hann "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"

Eigið góðan dag elskurnar mína

XXX

Friday, November 21, 2008

Slappleiki & Partýgleraugu

Það er búin að vera alvarleg bloggleti í gangi enda flensa og óhressleiki búin að eiga hug minn allan síðustu daga. Mætti til vinnu í dag en hefði sjálfsagt haft meira gagn af því að liggja bara áfram heima. Helgin framundan verður tileinkuð rólegheitum. Þrátt fyrir allt þá er ég í mega jólaskapi og hlakka til að fara að nota helgina í að skreyta aðeins......
Annars er frekar lítið að frétta enda gerðist ekkert krassandi í veikindunum gæti samt rakið fyrir ykkur Greys anatomy 3 seríu, ég hef alltaf einn McDreamy við hendina ef hinn er upptekinn...
Síðasta helgi var tekin með trompi, hitti Elísu, Valdimar og Ásdísi heima hjá elísu og spiluðum Partý og co nýju útgáfuna sem er vægast sagt mun súrari en sú fyrri. Appelsínugul partýgleraugu og trélitur einkenndu það kvöld.
Annars var Mývetningapartýið á laugardagskvöld og var það að sjálfsögðu hin mesta skemmtun, eignaðist meir að segja fyrverandi kærasta sem ég kannast ekkert við að hafa átt......
já alveg furðulegt það og mjög svo fyndið:)
Heiða og Hörður uppháldin mín voru í bæjarferð og átti ég gott kvöld með þeim, Takk fyrir það elskurnar mínar.
Annars er mér efst í huga núna hvað hann Dabbi kóngur er nú helvíti mikið fífl .....afsakið mér bara finnst það. Er engin leið að láta hann segja af sér. Hvað var hann að grúska í fyrverandi ástarlífi hennar Dorritar vinkonu minnar? Ég held hann ætti að taka inn lyfin sín........
En allavegna........... later.
XXX

Monday, November 17, 2008

Ágætis hugleiðing inn í nýja viku

Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti. Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum. Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn. Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð. Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt. Það leit út fyrir að vera að svelta í hel.
Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni. En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig. Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti. Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.' Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.
Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.
Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn. Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja. Þetta er einfald, sagði Guð. En þetta krefst eins hæfileika. Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.

Thursday, November 13, 2008

Forvitnin að drepa alla...og þá sérstaklega Elísu

Jæja ég skal leysa frá skjóðunni. Ég vissi nú vel að einhverjir yrðu að fá að vita hvað væri eignlega að gerast en 27 des.... það er ekki brúðkaupið mitt!
Það verður partý og ykkur er ekki boðið! Ha ha
Þeim sem verður boðið hafa þegar fengið boðsmail um það
Nú verða einhverjir fúlir....
(gaman að halda ykkur forvitnum)
Annars var gærkvöldið aldeilis frábært.
Minn yndislegi maður var búin að kaupa miða fyrir okkur á tónleika í Háskólabíó...
Þar voru meðal annar að spila, Ragnheiður Gröndal, Páll Rósinkrans, Hera Björk, Buff, Laddi og Sálin svo eitthvað sé nefnt...
Hann kann þetta þessi elska...
XXX

Wednesday, November 12, 2008

Hvítt jólatré

Skjótt skipast......
Ég skrifaði hérna langan pistil um daginn um umhverfisvæn jólatré......
...ég er innilega sammála því öllu ennþá en....
því miður get ég ekki verið með lifandi tré í ár en langar samt sem áður að vera með tré heima sem ég get þá bara sett upp snemma og notið þess.
Ég ætla að kaupa hvítt plasttré!
Mig langar svo að prufa að skreyta hvítt tré, ég er alveg viss um að það verður mjög töff, samt kannski ekki eins og maður á að venjast. Ég hef alltaf verið hálf hneyksluð á því fólki sem er með hvít jólatré þannig að nú er komið að mér að hneyksla ykkur :)

Annars er allt gott að frétta af mér átti frábærlega skemmtilega helgi í Grímsnesinu um síðustu helgi. Veðrið var engu likt, á föstudagskvöldið vorum við McDreamy í pottinum það var 8* hiti og blankalogn, svo mikið að við vorum með kveikt á sprittkertum hjá okkur.
Á laugardaginn komu svo gestirnir og breyttist því stemningin ansi fljótt.
Var borðaður dýrindis matur, farið reglulega í pottinn og skemmtunin eftir því.....
Fréttir...
 • Stefán Pétur verður meira CELEB með hverjum deginum
 • Það eru 43 dagar í jólin
 • Pétur litli étur prótein eins og engin sé morgundagurinn
 • Stjórnvöldum gengur ekki neitt að rétta úr kútnum
 • Fólk er misgott í að senda tölvupóst
 • 27. des
Annars er eitthvað surprise í kvöld og ég er alveg að drepast úr forvitni
XXX

Friday, November 7, 2008

Hús og híbýli....

Viðtal við Stefán Pétur í Hús og híbýli.......

Thursday, November 6, 2008

smá blogg fyrir helgina

Jæja best að blogga aðeins. Er eitthvað ekki að nenna að blogga þessa dagana. Er reyndar að undirbúa aðra síðu sem ég kem til með að færa mig yfir á sem verður læst. Ástæðan er sú að ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hverjir eru að lesa hérna inni og það eru alveg til manneskur sem ég kæri mig ekkert um að viti hvað ég er að gera. Spurning að þið kvittið bara fyrir innlitið þá veit ég hverjir lesa :)
En meira um það síðar....
Helgin nálgast og ætlum við að bregða okkur úr fyrir höfuðborgina í sæluna í Grímsnesinu. Vonadi getum við bara slökkt á símunum og haft það notalegt. Bræður mínir tveir ætla að kikja á Laugardaginn og mín sæta mágkona, hlakka ég mikið til því ég veit að það verður gaman.
Góður matur, svladrykkir og heitur pottur er alveg toppurinn á tilverunni......

Stal þessari mynd á netinu
Annars er ekki rætt annað en krepputal þessa dagana sama hvert maður fer.
Þetta er nú meira bananalýðveldið sem við búum í, ég segi ekki annað.
Það væri réttast að flytja bara úr landi og gerast erlendur ríkisborgari. Þessir grísakóngar eru búnir að eyðilegga orðspor okkar hvort eð er. Það er nú bara þannig því miður að sú tíð er liðin að maður sé eitthvað sérstaklega stoltur af því að vera Íslendingur.
Ég vona svo innilega að mínir kæru vinir sem harka í mastersnámi erlendis nái nú að klóra í bakkann því ekkert er fyrir þau heim að sækja núna, enga vinnu að fá.
Nóg af þessu röfli í bili...
Lenti annars í ansi skemmtilegu atviki í Sporthúsinu um daginn. Ég og Mc Dreamy vorum búin að fara inn í klefa, klæða okkur í íþróttafötin og vorum að fylla vatn á brúsana okkar, þá litum við á hvort annað og hvað haldið þið...... Við vorum í eins bolum!
Frekar leim hefði kannski fundist það töff ef við hefðum verið í eins krumpugöllum:)
Annars er það náttúrlega oft brandari fyrir sig að vera þarna. Maður verður vitni af fáránlegustu atvikum. Um daginn var ein að hlaupa alveg á fullu og hrundi af brettinu frekar skondið. Svo eru nátturlega þeir sem eru að hnykkla vöðvana í speglunum og halda að engin sjái...
En vonadi hafið þið það rosa gott um helgina
XXX

Saturday, November 1, 2008

Góður dagur í dag

Búin að taka allt í gegn hérna heima, ætla að drullast í ræktina, og stefnan síðan sett á Partý á Selfossi.......það er víst málið í dag.
Fór í rosa skemmtilegt hvítvínspartý í gær með Mörtu og Írisi, þær í Danmörku, ég í Kópavogi. Skypið er alveg meika það...
XXX

Thursday, October 30, 2008

Helgin nálgast....


Jæja þá er enn ein vikan senn á enda og aftur að koma helgi. Þessi helgi átti að fara í rólegheit og rómantík hjá okkur skötuhjúum en ....... nei .... síðusta daga hefur ringt inn tilkynningum um afmæli, innflutningspartý, hjálparsveitarstarf og verkefni í vinnunni sem þarf að klára. Þetta er allt að sjálfsögðu á vegum míns yndislega upptekna kærasta.
Við sjáum bara til hvað tíminn leyfir okkur en í forgangi hjá mér er að mæta í ræktina enda búin að standa mig með endæmum vel þessa vikuna og á þar að leiðandi sérstaklega erfitt með allar hreyfingar í dag:)

Helst að frétta þessa dagana...

...er frekar lítið þar sem ekki mikið annað er gert en vinna og mæta í ræktina.

Næstu helgi ætlum við út úr bænum sem verður bara yndislegt.......
-Það eru 55 dagar til jóla
-Ég er búin að kaupa slatta af jólaskrauti....
-Á alveg eftir nánast allar jólagjafir :(
-Marta og Elísa er ótrúlega lélegir bloggarar :)
-Hilda er hætt að blogga...
...og ég er áfram rosa heppin!

XXX

Wednesday, October 29, 2008

Ég mæli með....

.....Fyrir allar skvísur að kíkja niður á Skúlagötu í búð sem heitir Volcano Design.
Hún heitir Katla ofurskvísan sem hannar og framleiðir þessi eðal pæju-föt.
Ég eignaðist svona peysu eins og er hérna á myndinni nema bara rauða og
ég er alveg súper ánægð með hana. Ef ykkur langar að skoða hvað er í boði þá er síðan hennar hér.

Ég er líka alveg ákveðin í að fá mér svona glamúr-ermar fyrir jólin/áramótin.

Það fæst einnig þarna hellingur af glingri á mjög góðu verði..
Munið að við eigum að versla Íslenskt, svo er það líka bara miklu meira töff!
XXX

Monday, October 27, 2008

1. ÁR....

Í dag er akkurat eitt ár liðið síðan ég fór á fyrsta alvöru stefnumótið með
draumaprinsinum mínum. Það var á Sólon 27. okt 2007.
Ég man að ég var alveg að drepast úr stressi.....
......og hann var eitthvað svo hrikalega sætur.
Mér er búið að finnast rosalega gaman að vera til þetta árið...
XXX

Saturday, October 25, 2008

Hawaii partý

Fór í gær Hawaii partý með frænkum mínum. Við hittumst alltaf þessi hópur einu sinni á ári og borðum og skemmtum okkur saman. Hvert ár hefur sitt þema t.d hefur verið gull-þema hatta-þema, bleikt-þema og f.l. og var þetta boð nr 9.
vá 9 ár!
Þær gömlu systur sjá algjörlega um allt tilstand og klikkar það að sjálfsögðu aldrei.
Það er alltaf hægt að treysta á að það er mikið hlegið og hlakka ég til allt árið af fara í næsta boð....
Sumir lögðu meira á sig en aðrir í að skapa stemningu eins og sjá má á myndunum.

Hérna erum við mæðgurnar, við erum náttúrlega alveg eins (haha)..Og við frænkurnar,Allur hópurinn saman
XXX


Thursday, October 23, 2008

Sláturgerð í sveitinni

Sét hérna inn nokkrar myndir frá síðustu helgi, fórum upp í sveit í sláturgerð.
Hérna eru allir mjög mikið að vanda sig við að sauma,
takið eftir frábærlega flottu svuntunni :)


Hérna eru sætu frænkur mínar Sigurrós og Rebekka

Pabbi að hjálpa til við að klæða prinsessuna í "sveitagallan" fyrir smölunina


Hrærimeistarinn undir eftirliti ættmóðurinnar

Ásgeir saumði að mikilli snilli enda kínverskur meistari í þæfingu að eign sögn...

Hann var alveg örugglega með nógu langan spotta


Núna er helgin að nálgas og er margt skemmtilegt framundan.
Bíð eftir morgundeginum með mikilli eftirvæntingu,
verður mikið fjör og mikið gaman.....
Nánar um það seinna
XXX
Tuesday, October 21, 2008

64. DAGAR TIL JÓLA

Jólatréð í ár....Ég er mikið að velta fyrir mér jólunum þessa dagana og þykir sjálfsagt sumum að það sé heldur snemmt. Til stendur að vera í fyrsta skiptið ekki í foreldrahúsum í ár og því safna ég jólaskrauti og hugleiði hvern einast hlut vandlega t.d hvaða litur verður alsráðandi og fl. því allt skal þetta verða fullkomið að sjálfsögðu :)
Mig langaði að fræða ykkur aðeins um jólatré ef einhverjir eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa plastjólatré. Það virkar sjálfsagt rosa sniðugt og halda margir að þeir séu að gera umhverfinu gott með þeim. Raunin er ekki sú og samkvæmt rannsóknum þá eru lifandi tré allt að 5 sinnum umhverfisvænni. Þetta kemur til að því að mikla orku þarf til að framleiða plasttrén og til að flytja þau á markað. Flest þeirra eru nefnilega framleidd í Asíu.
Ef þið viljið vera sérstaklega umhverfisvæn þá er best að velja Íslensk tré og þá helst Stafafuru. Við ræktun hennar eru ekki notuð nein aukefni en við ræktun trjá sem koma t.d frá Danmörku er notað mikið af spilliefnum s.s illgresislyf og skordýraeitur. Ofaná þetta bætist svo flutingur, eldsneytisnotkun og útblástur.
Svo er alltaf verið að brýna fyrir okkur að kaupa Íslenskt í kreppunni!
Þetta var bara aðeins til umhugsunar....
XXX

Monday, October 20, 2008

Vetrarblogg

Hverfjall í vetarbúningi, já fjall ekki fell....;)


Jæja þá er enn ein rólegheita helgin að baki, Vetur konungur er svo sannalega mættur og skilst mér að við eigum eftir að finna betur fyrir honum þegar líður á vikuna. Ég er svo heppin að hafa yndislegan mann sem hugsar um mig og er ég því komin á vetardekkin og tilbúin að mæta honum.

Grunar að það séu margir ekki tilbúnir og komi til með að þurfa að skafa með debet kortinu sínu næstu daga.

Trúið mér ég þekki það vel.....

Gerðum ýmislegt um helgina og þar á meðal tókum við slátur í sveitinni og í fjölskylduboð á laugardag.... semsagt góð helgi.

Litla prinsessan fór heim snemma á sunnudagsmorgun sem öllum þótti mjög leiðinlegt, hefðum viljað hafa hana lengur. Það koma sjálfsagt betri tíma í þeim efnum sem í öðrum málum, vonandi bara með hækkandi sól.

Ég setti hérna inn um daginn spá völvu vikunnar fyrir árið og heyrði ég í morgun að hún hafi verið fengin til þess að gera aðra fyrir næstu mánuði. Mér skilst að sú spá sé ekkert til þess að hlakka til, ætla mér að kaupa blaðið á eftir og lesa hana betur svo ég sé ekki að setja einhverja vitleysu hérna inn. Hef fulla trú á henni, hef samt ekki ennþá komist að því hvaða spákona þetta er.

Ég veit það bara að ég hef farið sjálf til Sigríðar Klingenberg tvisvar mér til gaman en það hefur undantekningarlaust allt ræst sem hún hefur sagt við mig. Held að það sé einmitt komin tími til þess að kikja á hana aftur, svo er hún líka bara svo hrikalega skemmtileg.


 • Erum komin í átakið Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN............

Við fórum og keyptum okkur kort í Sporthúsinu og er stefnan að mæta kl 06:00 :(

Það á örugglega eftir að ganga mjög vel.......

-Annars er ég alveg orðin viðþolslaus því mig langar svo norður hef ekki farið síðan í ágúst.

Er einhver á leiðinni í nóvember ?


Eitt að lokum, veit einhver hvort það er hægt að setja teljara inn á þessi bloggsvæði ?XXX

Thursday, October 16, 2008

Hvanneyri town

Jæja þá er ég komin til baka frá Hvanneyri og búin að flytja fyrirlesturinn sem gékk að sjálfsögðu ljómandi vel. Það var rosa gaman að koma þarna uppeftir og hitta fullt af krökkum sem ég hef ekki séð lengi, gerði mér samt alveg fljótlega grein fyrir því að ég er mjög sátt með að Hvanneyrartímabilið er búið hjá mér. Við Sólvegi vorum mættar eldsnemma í morgun upp í Keldnaholt til þess að fá lykla af bíl sem skólinn á til þess að fara á uppeftir. Var okkur líka úthlutað þessum fína sveita jeppa, veit ekki alveg hvað þau voru að pæla að láta okkur skvísurnar keyra þetta......en það hafðist nú hjá okkur
........................ allavegna takk fyrir daginn Rósa og Sólveig XXX
Helst á dagskrá ....
 • Fríið mitt á morgun, get ekki beðið!

Flleira var ekki í fréttum

XXX

Tuesday, October 14, 2008

Særð jörð
Ég er undanfarna daga búin að vera að undirbúa mig aðeins fyrir fyrirlseturinn sem ég verð með á Hvanneyri núna á fimmtudaginn. Þurfti þar að leiðandi að fara yfir myndirnar úr gömlu tölvunni minni sem eru inn á flakkaranum. Rakst þar á þetta skemmtilega verkefni sem ég gerði í sjónmenntum hjá henni Helllu ég held alveg örugglega á 2. ári. Verkefnið hét særð jörð og var hugsunin á bakvið það að ef jörðinni myndi blæða vegna ágangi okkar manna á hana þá myndi henni kannski blæa svona.......?
Marta "smarta" kom og hjálpaði mér að keyra um Borgarfjörðinn í jökulkulda í leit að
heppilegri á/sprænu sem við gætum hellt nokkrum brúsum af matarlit í til þess að fá þessa skemmtilegu samlíkingu. Verkefnið hét Særð jörð.
Þetta var nú bara eitt af fáu sem við þurftum að bralla í sambandi við skólann á þessum 3 árum okkar þar en mikið var þetta nú skemmtilegt.

Margi af bekkjarfélögunum eru farnir erlendis í áframhaldandi nám og eiga nú ekkert sérstaklega auðvellt þessa dagana, ég vona bara innilega að þetta bjargist allt saman hjá þeim og þau þurfi nú ekki að snúa heim út af þessu leiðindar ástandi í þjóðfélaginu.

Annars er allt gott að frétta, eins og ég sagði um daginn þá er lítil prinsessa hjá okkur þessa dagana og er það bara rosa gaman, frábært tilbreyting frá hversdagsleikanum.
Settum í gær upp heljarinnar prinsessuhöll eða eitthvað í þá áttina er ekki alveg viss um hvor hafði meira gaman af því ég eða hún ;)

Næst á dagskrá er að klára af fyrirlesturinn á fimmtudaginn og verður það mikill léttir þegar það er búið. Er svo búin að taka mér frí á föstudaginn til að gera eitthvað skemmtilegt og fara svo upp að Hellum og taka slátur um helgina.
Ýmislegt fleira skemmtilegt er á planinu um helgina þannig að okkur á ekki eftir að leiðast, vonandi ykkur ekki heldur .........
Veitir ekki af að dreifa huganaum og gera eitthvað skemmtilegt þessa dagana, ekki gleyma því.


Helsta pæling dagsins er ...............

.....af hverju verðum við að borga fyrir mistök annarra?

...................Það er alveg víst að ég borga alltaf fyrir mín eigin, engin hefur gert það fyrir mig...


Þetta er ósanngjarnt


XXX

Friday, October 10, 2008

Ísland til sölu á ebay...

Ísland er til sölu á ebay en Grænland og Björk eru ekki innifalin í verðinu.
Linkurinn er hér
Iceland.
Established in 874 by Ingólfur Arnarson Iceland is the least populous of the Nordic countries with a population of about 320,000 and a total area of 103,000 km²..
Located on the Mid-Atlantic Ridge in the North Atlantic Ocean, Iceland will provide the winning bidder with - a habitable environment, Icelandic Horses and admittidly a somewhat sketchy financial situation.
Big Towns and Cities including: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri & Reykjanesbær.
PLEASE NOTE: GREENLAND AND Björk ARE NOT INCLUDED IN THIS AUCTION!
Offered at 99p start price and without reserve!!!!!
If you want more pictures or have any questions just drop me an email:

Á síðunni eru einnig nokkrar spurningar sem tilvonandi kaupendur eru með til seljanda s.s hvort það sé hægt að greiða með paypal, nú þegar eru 58 spurningar þarna inni.
Hvað er grínið ?
XXX

Thursday, October 9, 2008

Creeeepy

Þetta sagði völva Vikunnar m.a. um síðustu áramót:

„Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.“
Shit... þetta er náttúlega rosalegt. En hver er völva vikunnar veit einhver það?
Er það ekki Sigríður Klingenberg ?
XXX

Wednesday, October 8, 2008

Flokkun

Er búin að sökkva mér niður í flokkun í dag. Við erum nokkuð dugleg við að flokka en held að við verðum að gera ennþá betur. Það eru svo margar staðreyndir sem koma á óvart og hérna eru nokkrar.....
 • Íslendingar nota um 4 milljónir pizzakassa á ári...
 • Ef þeim væri staflað þá ná þeir til tunglsins
 • Íslendingar henda 75 milljónum ferna á ári, aðeins 5 milljónir fara í endurvinnslu
 • Það fer 95% minni orka í að framleiða áldós úr endurunnu hráefni
 • Það skapast um 95% minni mengun við endurvinnslu á áli heldur en við frum framleiðslu
 • Með því að endurvinna 1 áldós samsvarar það þeirri orku sem fer í að horfa á sjónvarp í 3 klukkustundir!

Þetta var fróðleiksmoli dagsins í boði mín, ég er viss um að þið höfðuð ekki hugmynd um þetta....

Það er miklu auðveldara að flokka heldur en maður heldur og þeir sem nú þegar flokka plast og blöð eru komnir hálfa leið þannig að það er ekki svo miklu að bæta við......

XXX

Tuesday, October 7, 2008

Stelpukvöld í kvöld

Ég og Elísa mín ætlum að gera okkur dagamun í kvöld og hittast. Það gerist orðið ansi sjaldan að við frænkurnar gefum okkur tíma til þess. Fyrir aðeins einu ári síðan virtumst við ekki hafa neitt betra að gera heldur en að hanga saman, síðasta haust kom ég til hennar allar helgar. Áttum við mörg góð móment saman....
Við vorum að hugsa um að fá okkur að borða saman ef við höfum tíma og skella okkur svo í bíó. Það er reyndar ekkert í kvikmyndahúsunum þessa dagana nema þá Reykjavík - Rotterdam eða Mamma mía.
Ég reyndar gæti alveg gubbað yfir söngleikjamyndum en hef samt heyrt að þessi sé fín, er einhver til þess að staðfesta það?

Annars er það að frétta að....
 • Lítil prinsessa kemur til okkar næstu helgi og verður í viku.
 • Mamma gamla kemur í bæinn og verður í 5 vikur
 • Marta smarta í Danaveldi er byrjuð að blogga loksins
 • Pétur litli krúnurakaður og lyftir lóðum á fullu
 • Fjármálakerfið í heild sinni er í klessu
 • Allir eru að spara og hamstra mat í bónus
  XXX

Monday, October 6, 2008

Þú veist að það er árið 2008 .....

Þú veist að það er 2008 ef....
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því að þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace, facebook og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýtabaraá takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

Thursday, October 2, 2008

Lán í óláni

Lán í óláni þetta vesen allt með tölvuna. Í gær fékk ég nýja tölvu rosa flotta og fína. Þetta er Acer Aspire Blue og er mikið nýrri og öflugri en sú sem ég átti áður. Hún er með 4GB minni, 250GB harðan disk og 16"HD WXGA skjá svo eitthvað sé nefnt. Ég veit ekki hvort þetta segir ykkur eitthvað en það segir mér ekki neitt! Hún er allavegna rosa flott með töff bláum diskó ljósum út um allt sem skipta náttúlega öllu máli ;) og ég er mjög ánægð með hana.
Þannig að þetta fór allt vel að lokum með smá ákveðni ...

Annars er það að frétta að ég er að fara að halda fyrirlestur á Hvanneyri fyrir 1. árs nema í Uhverfisskipulaginu seinna í mánuðinum. Fyrirlesturinn er um Guðmund Hannesson sem var frumkvöðull í skipulagssmálum og mjög merkilegur kall. Fyrrverandi kennarinn minn og leiðbeinandi sér sér ekki fært að mæta og bað mig þess vegna að gera þetta. Guðmundur var einmittt mitt helsta vifangsefni i Bs rigterðinni og er þetta allt því voða spennandi.
Ofurparið Katla og Gunnar Páll eru að koma í mat til okkar annaðkvöld þannig að það verður alveg pottþétt mikið stuð hjá okkur.............
XXX

Tuesday, September 30, 2008

Helgin liðin

Krónan er í frjálsu falli og virðist ekkert ætla að stoppa hana og Glitnir er farin á hausinn, ég ætla framvegis að geyma mína peninga í koddanum...
Þrátt fyrir allt þetta þá áttum við frábær helgi sem er að baki. Hér á myndini er hægt að sjá hvar við eyddum helginni og get ég tvímælalasut mælt með því fyrir alla að fara þarna og slappa af. Við vorum svo heppin að vera boðið í mat hjá uppáhaldsfólkinu mínu í Hveragerði og fengum "hátíðarveislu" hjá þeim, ekki við öðru að búast þar sem húsmóðirin er til mikillar fyrirmyndar.
Takk fyrir okkur XX
Annars fórum við 9 saman stelpurnar í sund í gærkvöldi í Kópavogslaugina nýju. Þetta er frábær hópur þar sem allar eru á einn eða annan hátt eitthvað tengdar Mývatnssveitinni fögru.
Ég mætti að sjálfsögðu tímanlega og tók kílómeterinn á þetta. Síðan fórum við í rennibrautirnar og skemmtum okkur konunglega. Held við höfum verið ansi skrautlegar sem gerir ekkert til. Ætlum að halda áfram að hittasta alltaf á mándagskvöldum og verðum ennþá fleiri þar sem nokkrar vantaði uppá.... Hlakka mikið til
Elísa mín er byrjðu að blogga aftur á nýjum og betri stað og getið þið skoðað það hér !
Þessi tölvumál ætla engan enda að taka ég er búin að fá nýja tölvu sem ég neita að taka við þar sem hún er eitthvað sýningareintak úr búðinni come on! Held þeim finnist ég vera ótrúlega frek að heimta tölvu úr kassanum .... þeir eru búnir að samþykkja að láta mig hafa aðra sem er bara ekki til.......
Fæ að vita í dag hvernig þetta fer ef ég fæ ekki aðra nýja upp úr kassanum í dag þá held ég að þeir geti ekki neitað mér um að fá bara peninginn og versla við einhverja aðra....
XXX

Thursday, September 25, 2008

Skrauti & rómantík með Mcdreamy

Þetta er Skrauti ala Stefán Pétur alveg hrikalega flottur. Ég er búin að ákveða að fá mér einn en get ekki ákveðið hvort hann á að vera rauður eða svartur......
Þeir sem hafa komið heim til okkar vita að það er ekki gífurleg litagleði í gangi þannig að ég held að rauði væri of mikið....
Hvað finnst ykkur?


Er að fara að ná í nýju tölvuna mína á eftir sem er reyndar eins og sú gamla. Ég er alveg að kafna yfir þeim þarna í Tölvulistanum það er eins og þeir haldi að þeir séu að gera með einhvern greiða með því að láta mig hafa aðra tölvu í staðin fyrir hina sem var by the way gölluð.
Smá skilaboð til Sigrúnar: Já ég veit ég var svo vitlaus en ég reyndi að fá hana endurgreidda en það var ekki í boði.

Erum að fara út úr bænum á Laugardag á alveg geggjaðan stað. Erum búin að eiga inni gistingu síðan í desember en ekki haft tíma til þess að nota hana.

Held að veðurguðirnir ætli að vera okkur hliðhollir og sleppa rigningunni um helgina það væri nú lovely........
.........Þannig að það er bara kósíheit framundan hjá mér og mínum Mcdreamy....
XXX


Wednesday, September 24, 2008

Eitthvað lítið að gerast.....

Það eru rosa lægðir yfir landinu þessa dagana og virðist ekki sjá fyrir endann á því. Það er alveg ótrúlegt hvað þessar lægðir hafa mikil áhrif á okkur líka. Ég finn roslega mikið fyrir því er alveg að drepast úr leti og nenni alls ekki að gera neitt og ekki heldur að blogga. Enda gerist ekki neitt hjá mér þannig að það er frá litlu að segja. Held að öllum sé nákvæmlega sama um hvað er að gerast í vinnunni minni.
Talvan mín er í viðgerð í 3 sinn og ég er ekki búin að eiga hana í ár þannig að ég er að vonast til að fá nýja í dag eða á morgun. Er orðin frekar pirruð á þessu bún að vera sérlega óheppin með tölvur þessi yrði þá númer 3 á 3 árum. Allt er þegar 3 er, er það ekki?

Fótbrotni maðurinn sem er búin að vera heima hjá okkur í dáldin tíma núna er farinn. Ég veit ekki hvert....... mamma hanns tók hann.....

XXX

Friday, September 19, 2008

Rauðhetta og svifryk

Þar sem það rignir eldi og brennisteini þessa dagana þá fór ég í gær og keypti mér killer regnkápu ..........
Hún er eins og þessi, nema

Svona á litinn...

Hrikalega töff

Annars er ég í hálfgerður áfalli eftir gærkvöldið. Fór á málþing í Iðnó sem var með yfirskriftinni "Hreint loft fyrir alla" Málefnið er mjög áhugavert og þarft. Þar var verið að ræða svifryk og áhrif þess á heilsu manna. Einnig hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessari þróun sem er að verða. Eins og við öll vitum þá er hreina loftið ímynd okkar á alþjóðvettvangi. Það er ekki eitthvað sem er sjálfgefið og því mikilvægt að við leggjum okkar að mörkum til þess að viðhalda því. En það var ekki þetta sem ég er svo undrandi á heldur hvað það var fjölmennt á málþinginu eða...... 15 manns. Jamm ekki grín 15 manns sem sýndu málefninu áhuga og 5 fyrirlesarar, margir þeirra þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu. Samt var þetta auglýst nokkuð vel í 3 sveitafélögum.

Alveg glatað.

Er kannski bara öllum alveg sama ég bara spyr?

Við ætlum okkur kannski bara í framtýðinni að vera þekkt fyrir álver en ekki hreint loft !

XXX


Wednesday, September 17, 2008

Hjóladagur & fótboltaandinn


Eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá hafðist samgönguvikan i dag. Þannig að núna ættu allir að huga að því að nota aðra ferðamáta heldur en bílinn næstu vikuna, ekki það að ég ætla ekki að gera það, enda hef ég engan áhuga á að stofna lífi mínu í hættu með að hjóla Reykjanesbratina snemma morguns.
Á laugaraginn er svo hjóladagurinn og verður hjólað frá úthverfum höfðuborgarinnar t.d Hafnarfirði, Mosfellsbæ og f.l. og niður að tjörn þar sem tjarnarspretturinn fer fram. Við ætlum að leggja af stað héðan úr Hafnarfirðinum kl 11:30 og veit ég að allir mínir vinir ætla að sameinsast og hjóla þessa leið með mér alveg er ég viss um það...
Lét líka fylgja með veðurspána sem bregst okkur að sjálfsögðu ekki, ekkert frekar en síðustu daga.
Rigning og rok svoooo hressandi........
Ég er alveg búin að vera að svíkja liðið mitt í fótbolta síðustu vikurnar og þyki frekar lélegur liðsmaður. Fótboltaandinn hefur bara eitthvað lítið látið sjá sig enda er hann mjög fátíður gestur hjá mér. Hann poppar alltaf upp á svipuðum tíma ár hvert í tilefni að þjóðhátíðardeginum okkar, þá hefst einnig leiktíðin sem stendur reyndar ekki lengi yfir.
Nú er svo komið eftir öll þessi ár að það er farin að færast mikill keppnisandi yfir liðið og stelpurnar ákveðnar í að standa uppi sem sigurvegarar að ári. Ég verð því að fara að standa mig betur og æfa sendingar og annað sem ég hef heyrt að sé gott að kunna fyrir svona leiki.....
Langaði annars að a.t.h hvort fleiri horfðu á þáttin í gær NUNNAN ?
Mér fannst þetta svo hræðilegt hlutverk sem greyið stelpan telur að hún hafi fengið í þessu lífi.
Ennþá verra hvað foreldurum hennar þótti hún vera að gera frábæra hluti.
Hún var 18 ára þegar hún tók þá ákvörðun að eyða öllu sínu lífi í klaustri þar sem þögn ríkir alla daga nema 2 tíma á dag, hún fær að hitta fjölskylduna sína 7 sinnum á ári og þá með rimla á milli, og hún má aldrei yfirgefa klaustrið.
Ég veit það ekki ég er bara fegin að hafa ekki þurft að taka ákvarðanir fyrir lífstíð þegar ég var 18 ára því ég held ég hafi ekki haft þroska til þess og ég held að hún hafi ekki haft hann heldur. Enda var hún frekar sorgmædd greyið reyndi nú samt að minnast á hversu heppin hún væri að fá að verja lífinu þarna come on!!!
xxx

Friday, September 12, 2008

solson.is

Mig langaði að benda ykkur á nýju síðuna hjá Stefáni bróðir sem er hér. Þar er hægt að skoða hvað hann hefur verið að gera og ég mæli með að þið skoðið Skrauta mér finnst hann alveg geggjaður (óska hér með eftir honum í gjöf seinna) hehe.
XXX

Thursday, September 11, 2008

Alma fræga

Jæja þá er ég orðin fræg haha
http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2008-34-skjar.pdf
xxx

Krabbinn ég
Fann þetta á stjörnuspeki.is

Það er svo marg sem á mjög vel við mig en annað alveg langt frá því. Ég er kannski ekki rétta manneskjan til að meta það enda segi ég bara að það slæma sé vitlaust en það góða allt rétt...

Dæmi hver fyrir sig....


Krabbinn
Krabbinn er varkár og íhaldssamur tilfinningamaður. Hann fæðist í byrjun sumars og því ríkt í eðli hans að hlúa að nýgræðingi, rækta, hjálpa og ala upp. Aðhlynning er því lykilorð fyrir Krabbann. Þessi eiginleiki getur birst á margvíslegan hátt eftir aðstæðum. Krabbinn í viðskiptalífinu tekur að sér yngri skjólstæðinga og hjálpar þeim áfram og leikstjórinn í Krabbanum velur ungt fólk í lykilhlutverk.

Seigla og útsjónarsemi
Krabbinn er varkár og frekar hlédrægur um eigin hagi, en eigi að síður fastur fyrir og ákveðinn þegar á þarf að halda. Hann býr yfir hæglátri seiglu og er séður og útsjónarsamur. Varkárni Krabbans birtist þegar hann er að skoða ný mál. Hann opnar dyrnar til hálfs og tekur eitt skref fram á við til að kynna sér aðstæður. Síðan tekur hann tvö skref afturábak, dregur sig í hlé og skoðar málið í rólegheitunum. Hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig og þreifa sig áfram. Það getur því tekið langan tíma að kynnast honum og þótt hann sýni áhuga bítur hann ekki endilega strax á agnið. Þegar hann hefur hins vegar tekið endanlega ákvörðun um að ganga í ákveðið verk berst hann með kjafti og klóm og gefst ekki auðveldlega upp.

Ábyrgðarkennd
Krabbinn hefur sterka ábyrgðarkennd og er yfirleitt traustur og samviskusamur. Hann vill leysa þau verk sem hann tekur að sér. Fyrir vikið er honum oft treyst fyrir ábyrgðarstörfum. Hann er einnig frumkvæður sem birtist í því að Krabbar taka oft að sér forystu á þeim sviðum sem þeir velja sér.

Íhaldssemi
Íhaldssemi Krabbans birtist m.a. í því að hann er fastheldinn á þær skoðanir sem hann temur sér eða á þá hluti sem honum eru kærir. Hann vill oft búa í gömlu húsi með sál, andrúmslofti og grónum garði. Það nýja og sálarlausa lítur hann hornauga. Íhaldssemin birtist einnig í sterkri öryggisþörf og því að hann safnar að sér hlutum, á erfitt með að henda því gamla og hugsar til þess að eiga varasjóð. Honum finnst óþægilegt að skulda eða búa við óvissu í sambandi við heimili, vinnu og fjármál. Oftast nær er Krabbinn mikill heimilismaður og fjölskylda, börn og nánir vinir skipta hann meira máli en gengur og gerist. Yngri Krabbar fela oft þessa eiginleika, enda ekki svalt að vera íhaldssamur heimilismaður á unglingsárum. Þá er hin fræga Krabbaskel sett upp, og svalt yfirborð látið hylja innri viðkvæmni.

Tunglsveiflur
Krabbinn er oft misjafn í skapi og framkomu. Karlmenn í merkinu eiga stundum til að vera hranalegir og fráhrindandi í framkomu, ekki vegna slæms upplags, heldur til að fela feimni. Tilfinningaríkum og næmum manni finnst oft að hann þurfi að verja sig og geti ekki hleypt hverjum sem er nálægt sér. Hann býr því til töff skel til að verja sig. Til að skilja skapgerð Krabbans er ágætt að líta á flóð og fjöru og kvartilaskipti Tunglsins. Tunglið er dimmt og ósýnilegt þegar það er nýtt en bjart og áberandi þegar það er í fyllingu. Skapgerð Krabbans er svipuð, stundum vill hann draga sig í hlé og vera einn með sjálfum sér, stundum er hann opinskár, hlýr og gefandi, jafnvel allra manna hressastur. Það getur því verið erfitt að reikna hann út. Eina stundina vill hann vera heima hjá sér, en þá næstu er hann reiðubúinn að fara út á lífið og rabba við fólk um daginn og veginn.

Náttúrubarn
Krabbinn er náttúrumaður, nýtur sín nálægt hafi eða vatni og þarf að hafa tré og gróður í umhverfi sínu. Sund og göngutúrar niður í fjöru eða út í sveit eru meðal þeirra íþróttagreina sem Krabbinn ætti helst að leggja stund á. Vatn og útivera hreinsa og endurnæra orku hans.
Þegar talað er um 'Krabbann' og 'Krabba', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Krabbamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.

XXX

Wednesday, September 10, 2008

SUMAR, HAUST OG SVO VETUR....

RIGNING, RIGNING, RIGNING
Þá fer að koma að því að sumarið tekur enda, haustið kemur og svo veturinn. Alveg eins á hverju ári, það rignir og rignir og alltaf finnst mér það jafn leiðinlegt. Ég er algjör sumar manneskja, ég elska sumarið, birtuna, veðurfarið, fríið og allt sem að því kemur. Einhverra hluta vegna væri mér alveg sama þótt það kæmi ekki snór nema á jólunum. Reyndar hefur mér verið nokkuð sama þau jól sem hann hefur ekki komið. Snjórinn á bara að vera í fjöllunum fyrir þá sem vilja leika sér í honum. Sumarið í ár var alveg frábært. Við fórum í svo margar skemmtilegar útilegur og ferðalög að ég er strax farin að hlakka til að fara aftur næsta sumar. Draumurinn er að kaupa fellihýsi í vetur og eyða öllum frídögum sem við fáum í að ferðast um landið okkar.
Ég er búin að fara niður í geymslu og ná í dúnúlpuna mína, það er eitthvað svo hrikalega kalt að fara út á morgnanna, og maður finnur alveg hvað maður verður eitthvað þreyttari þegar það er farið að dimma svona.
Ætla nú samt ekkert að vera neitt neikvæð enda ekki líkt mér að láta veðrið hafa einhver ofur áhrif á mig. Setti bara inn nokkrar myndir frá sumrinu sem ég vildi óska að væri allt árið.......


Fagra Mývatn


Gummi minn

Við og regnbogi við Dettifoss

Jökulsárlón...


Og við Gullfoss

Ein sem strax farin að sakna sumarsins...

XXXMonday, September 8, 2008

EXTREME MAKEOVER

Okkur leiddis aðeins í kvöld og ákváðum að það væri komin tími til að breyta aðeins til. Fórum þess vegna i aðeins makeover og var þetta útkoman........


XXX