Wednesday, August 27, 2008

Byrjuð að blogga

Jæja þá ætla ég að prufa þetta. Á þessari síðu mun ég láta vita aðeins af mér hvað ég er að gera og hvað ég er að hugsa þá stundina. Ég ætla EKKI að skrifa um hvað ég geri frá því ég vakna, hvenær ég vakna og hvað ég geri þangað til ég fer að sofa. Ég ætla heldur ekki að tala illa um fólk eða allt það sem það er að gera sem fer í pirrurnar á mér, ekki heldur um pólitík, íþróttir, viðskiptalífið eða annað sem ég hef ekki hundsvit á ;)
Ég mun væntanlega tala frekar mikið um Gumma minn, hvað hann er að gera og f.l. þar sem ég veit að hann yrði svo glaður með það.... ha ha
............en svona fyrir utan það þá bara það sem liggur mér á hjarta þá stundina

Ég ætla aðeins að sjá til hvort ég læsi síðunni minni eða ekki...

3 comments:

Hulda Birgis said...

Hæ skvís
Takk fyrir komuna áðan. Varð að kvitta til þess að sýna að þú ættir a.m.k. eina vinkonu ;) Vertu nú svo dugleg að blogga um hann Gumma þinn svo hann verði nú glaður :)

Sjáumst fljótlega...

Anonymous said...

Fín síða!

Hlakka til að sjá þig á laugardaginn
Kveðja
Þóra frænka

Alma said...

Já Hulda mín takk sömuleiðis og Þóra við mætum galvösk í kálbögglasúpuna með þann fótbrotna með okkur....XX