Thursday, August 28, 2008

Herra og frú Sesar

Síðasliðin laugardag var haldin mikil veisla í Kópavoginum þar sem Elísa frænka, vinkona og uppeldissystir gékk í það heilaga með honum Guðna sínum. Athöfnin fór fram í Digraneskirkju og var hin glæsilegasta. Eitthvað hafa brúðhjónin (aðallega brúðurin) horft á Amerískar bíómyndir því heill hópur fylgdi þeim upp að altarinu.
Það voru 4. brúðarmeyjar (þar á meðal ég), 4 brúðarsveinar, tvær blómarósir (dætur Guðna), og hringaberi sem var Ásgeir Örn sonur Elísu.
Athöfnin var hin fallegasta og var svo efnt til heljarinnar veislu á eftir sem stóð lang fram á nótt.

TIL HAMINGJU ELSKURNAR MÍNAR OG TAKK FYRIR MIG!

Brúðurin stórglæsileg

Herra og frú Sesar :)


....stigin brúðarvalsinn

....sem reyndist síðan ekki vera vals


Skál fyrir ykkur elskurnar mínar

Annars var ég að kom úr endajaxlatöku í dag og var því í fríi í vinnunni eftir hádegi. Fékk endjaxlinn með mér heim í boxi og ætla að sjálfsögðu að setja hann undir koddann í nótt til þess að fá pening frá tannálfinum.

En hvað er það að vera ennþá að taka tennur á þrítugsaldrinum sem við höfum hvorki not fyrir né pláss?

4 comments:

hilda said...

Hæ....vei gaman gaman...hlakka til að lesa hjá þér Alma;)
Já Stefán fór líka í endajaxlatöku í vor og fékk sinn með heim í boxi líka...hvað er það...haha....en hann gleymdi að setja hann undir koddann samt...Annars er frábært að sjá myndirnar úr brúðkaupinu...úú hefði verið gaman að vera lítil fluga á vegg að fylgjast með...brúðkaup eru svo heillandi eitthvað...Elísa glæsileg og falleg eins og alltaf...áttu engar myndir af ykkur brúðarmeyjunum???

Elísa Dagmar said...

Þakka þér sömuleiðis ástin mín... P:S glæsileg brúðhjón þarna á ferð heheheheheh kissssssss luv

Alma said...

Nei Hilda mín ég gleymdi að taka myndir í kirkjunni en þær koma væntanlega þegar ljósmyndarinn skilar af sér og ég set nokkrar inn þá. En segðu stefáni að ég hafi hvort eð er ekki fengið neinn pening fyrir tönnina;)

Rósa said...

Gaman að þú sért byrjuð að blogga :)
Vá hvað Elísa er falleg brúður!!!!