Tuesday, September 2, 2008

Upp í sveit

Um síðustu helgi fórum við "upp í sveit" til ömmu og afa og áttum þar frábæra helgi með fjölskyldunni minni. Þar var margt um manninn þar sem Þóra frænka var þrítug og bauð í tilefni af því til heljarinnar veislu á Laugardagskvöldið. Ágeir brotna löpp kom með og kvartaði yfir lélegu aðgengi fyrir fatlaða í sveitinni en skrölti samt á milli húsa á hækjunum í mölinni.
Á leiðinni í sveitina komum við við hjá Rósu vinkonu í Borgarnesi að skoða nýja fína húsið hennar og Ingólfs sem er ekkert smá flott. Spurning um að flytja í Borgarnes eða eitthvað annað út á land og fá hellings pláss fyrir mun minni pening, hvað segið þið um það?
Meðan við biðum eftir veislunni fórum við í göngutúr um hlaðið og kiktum meðal annars í gróðurhúsið sem er einn af uppáhalds stöðunum mínum enda ekki annað hægt þar sem allt er fullt af vínberjum, tómötum og fleira góðgæti sem við gæddum okkur á. Skelltum síðan nokkrum egó myndum af okkur í leiðinni sem fylgja hér með. Var reyndar búin að setja inn fullt af fleiri myndum í gær sem duttu svo allar út aftur, nenni ekki að setja nema nokkrar þar sem það tekur svo langan tíma. Spurning um að vera bara með myndasíðu og sleppa þessari........


Egó mynd af sæta parinu :)
Sæti minn í ótrúlega töff umhverfi...
Og ég með vínberjunum


Annars var ég í gær að kíkja í æðislega bók sem ég fékk í afmælisgjöf í sumar og heitir Ástar spor. Ég opna hana oft áður en ég fer að sofa því í henni eru alskonar málshættir og frasar sem tengjast ástinni á einn eða annan hátt, margir ótrúlega fallegir en því miður margir frekar furðulegir.
Hvað með t.d ..........
Ef ástin fer illa er það eins og
að horfa upp á Mjallhvít umbreytast í vondu stjúpuna
eða....
Ást kvenna er mun
fágætari en karla,
því konan
elskar mikið og
sjaldan en karlinn
elskar lítið og oft.
............er þetta ekki smá ósanngjarnt?
Svo er hérna einn sem er sjálfsagt nokkuð mikið til í .......
Ástin er allt það sem hún er lofuð fyrir.
Þess vegna er fólk svo vantrúað á hana.
og einn frekar fyndin.....
Óendurgoldnust er sjálfsástin.
Ég verð reyndar að segja að ég held að þessi fyrsti málsháttur um Mjallhvíti er eitthvað sem á sér mjög gjarnan stað í raunveruleikanum....
Hvað finnst ykkur annars?
Góða nótt XXX

4 comments:

hilda said...

ahaha væri gaman að glugga í þessa bók...já sammála þér með Mjallhvíti...og skemmtilegar myndir...þið eruð svo flott saman;) og ummmmm vínberin eru svooo girnileg´á myndinni...slef mig langar í gróðurhús!

Unknown said...

Jeij, gaman að þú sért byrjuð að blogga gella :) er sko búin að bæta þér við á "rúnntinn" minn ;) Gaman að sjá myndirnar sem eru komnar...þú og Gumminn ekkert smá krúttleg í sveitinni og svo eru myndirnar af Elísu auðvitað dásamlegar...skilaðu kveðjur til hennar frá mér!

Well...ég held allavega áfram að lesa og kvitta :)

Hulda Birgis said...

Voðalega ertu orðin væmin með aldrinum;) Nei, nei bara grín, þetta er allt saman ótrúlega sætt og rómantískt. Haltu áfram að blogga og ég hlakka til haustrómantíkurinnar:)

Alma said...

Hulda ég veit það er alveg satt:)