Tuesday, September 30, 2008

Helgin liðin

Krónan er í frjálsu falli og virðist ekkert ætla að stoppa hana og Glitnir er farin á hausinn, ég ætla framvegis að geyma mína peninga í koddanum...
Þrátt fyrir allt þetta þá áttum við frábær helgi sem er að baki. Hér á myndini er hægt að sjá hvar við eyddum helginni og get ég tvímælalasut mælt með því fyrir alla að fara þarna og slappa af. Við vorum svo heppin að vera boðið í mat hjá uppáhaldsfólkinu mínu í Hveragerði og fengum "hátíðarveislu" hjá þeim, ekki við öðru að búast þar sem húsmóðirin er til mikillar fyrirmyndar.
Takk fyrir okkur XX
Annars fórum við 9 saman stelpurnar í sund í gærkvöldi í Kópavogslaugina nýju. Þetta er frábær hópur þar sem allar eru á einn eða annan hátt eitthvað tengdar Mývatnssveitinni fögru.
Ég mætti að sjálfsögðu tímanlega og tók kílómeterinn á þetta. Síðan fórum við í rennibrautirnar og skemmtum okkur konunglega. Held við höfum verið ansi skrautlegar sem gerir ekkert til. Ætlum að halda áfram að hittasta alltaf á mándagskvöldum og verðum ennþá fleiri þar sem nokkrar vantaði uppá.... Hlakka mikið til
Elísa mín er byrjðu að blogga aftur á nýjum og betri stað og getið þið skoðað það hér !
Þessi tölvumál ætla engan enda að taka ég er búin að fá nýja tölvu sem ég neita að taka við þar sem hún er eitthvað sýningareintak úr búðinni come on! Held þeim finnist ég vera ótrúlega frek að heimta tölvu úr kassanum .... þeir eru búnir að samþykkja að láta mig hafa aðra sem er bara ekki til.......
Fæ að vita í dag hvernig þetta fer ef ég fæ ekki aðra nýja upp úr kassanum í dag þá held ég að þeir geti ekki neitað mér um að fá bara peninginn og versla við einhverja aðra....
XXX

6 comments:

Elísa Dagmar said...

glæsilegur staður segi ekki annað.... :) já um að gera að geyma peninginn undir koddanum, hann er víst ekki save annarstaðar... :D Já ég er sko alveg til í að gera eitthvað... hlakka til kisss kisss

hilda said...

hey....hvar er þessi staður nákvæmlega og hvað heitir hann....díteils plís;)

Alma said...

Hilda mín þetta er Frost og Funi í Hveragerði, mæli með því að þið Stefán farið rómó helgarferð...
XX

Elísa Dagmar said...

Kella, þú hóar bara, ég er alveg orðin þannig að ég get farið að hreyfa miog aðeins :D kiss kiss

hilda said...

úúú ok...já við erum alltaf á leiðinni í svoleiðis ferð...vilji þið Mcdreamy fá stelpurnar í láni á meðan? ;) hehe....
sjáumst á mánudaginn Alma mín...hlakka til;)

Rósa said...

Já tek undir það með þér - æðislegur staður!!! Það er rosa inn hjá mér að gefa gjafabréf þangað í stórar gjafir, brúðkaupsgjafir og svoleiðis.