Thursday, September 4, 2008

Helgin nálgast.....Ég sé fyrir mér erfiðan dag á morgun af völdum strengja í lærum og rassi:)

Hjólaði heim úr vinnunni í dag, fór meðfram strandlengjunni í Hafnarfirði og gegnum Arnarnesið og Garðabæ, hjólaði svo frá íþróttahúsinu í Kopavogi og framhjá Smáralind. Þaðan heim upp í Kórahverfi sem var laaaang erfiðasti hlutinn, allt upp í móti. Ég þakka nú samt fyrir að ég hef verið dugleg að hlaupa og synda svo þetta hafðist. Erum að undirbúa hjóladag 20. sept frá Hafnarfirði og niður í bæ. Ég skora á alla að taka þátt því leiðin er rosalega falleg og mestur hluti leiðarinnar er á göngustígum laus við umferð. Það eru ekki margar brekkur á leiðinni og því getur öll fjöskyldan tekið þátt í þessu. Það verða gerð stutt stopp bæði í Garðabæ og Kópvaogi þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Marta vinkona mín er flutt til Köben í mastersnám í landslagsarkitekt reyndar ásamt fleiri vinkonum mínum úr skólanum. Allavegna ég var að spjalla við hana í dag á msn og hún var að segja mér aðeins frá skólanum og f.l. Hún er svo mikil hetja að fara út með strákana sína og skella sér í þetta ég eigininlega hálf öfunda hana og finnst hálfpartinn að við ættum að vera í þessu saman því við hjálpuðumst svo mikið að í Bs náminu. Ekki það að ég vildi skipta því ég hef aldrei verið hamingjusamari heldur en ég er akkurat núna. Bara gangi þér vel Marta mín og ég kem og heimsæki þig í vetur:)´

Mér skilst að á morgun sé Mývetninga-hittingur og ætlum við að skella okkur í keilu. Hlakka ekkert smá til því ég veit að það verður ótrúlega gaman. Hef reyndar heyrt að nokkrir hafi afboðað sig enda aldrei hægt að ná öllum saman.

Helst í fréttum er kannski að ég ætla að fara æfa fótbolta ;) byrja næsta mánudag. Er það ekki stelpur? Stefnum að sjálfsögðu á að vinna leikinn næsta sumar enda eru strákarnir ekkert að gera. Við getum verið vissar um það að Ásger á ekki eftir að brillera þannig að þeir þurfa kanski að fara að fjölga........

Er farin að hlakka til helgarinnar. Vikurnar líða rosalega hratt þessa dagana þar sem það er brjálað að gera í vinnunni sem mér líkar orðið mjög vel við.

Reyndar verð ég örugglega frekar einmanna um helgina þannig að ef ykkur leiðist...............

XXX

2 comments:

hilda said...

duglegi bloggarinn....djöfull er ég ánægð með þetta framtak hjá þér Alma....og já ef ég ætti hjól þá kæmi ég pottþétt með í hjólaferð...svo gaman að hjóla.
Annars er ég líka í átaki...svona lífátaki sko...bara að byrja að hreyfa mig aftur...og jú við mætum í boltann á mánudaginn....svaðalega eigum við eftir að rústa strákunum næsta sumar...jesú minn...það verður gaman....
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld í keilunni...hafðu það gott í dag;)

Marta María said...

Hæ sæta mín...og mikið vildi ég að þú væri hér með mér, ég er hálf vængbrotinn á þín kæra vínkona, ég finn það núna hvað við vorum góðar saman á hvanneyri. Ég og strákarnir sakna þín rosalega mikið og þá sérstaklega þegar við erum að baka pizzu he he...
ég og íris erum búna að vera rosalega duglegar að hjóla í skólann og það er 11 km fram og til baka svo við erum ornar svo danskar alltaf að hjóla
jæja ég verð að fara að læra og ég skal vera duglegri að lesa bloggið þitt sæta mín
K. Marta Co.