Wednesday, September 17, 2008

Hjóladagur & fótboltaandinn


Eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá hafðist samgönguvikan i dag. Þannig að núna ættu allir að huga að því að nota aðra ferðamáta heldur en bílinn næstu vikuna, ekki það að ég ætla ekki að gera það, enda hef ég engan áhuga á að stofna lífi mínu í hættu með að hjóla Reykjanesbratina snemma morguns.
Á laugaraginn er svo hjóladagurinn og verður hjólað frá úthverfum höfðuborgarinnar t.d Hafnarfirði, Mosfellsbæ og f.l. og niður að tjörn þar sem tjarnarspretturinn fer fram. Við ætlum að leggja af stað héðan úr Hafnarfirðinum kl 11:30 og veit ég að allir mínir vinir ætla að sameinsast og hjóla þessa leið með mér alveg er ég viss um það...
Lét líka fylgja með veðurspána sem bregst okkur að sjálfsögðu ekki, ekkert frekar en síðustu daga.
Rigning og rok svoooo hressandi........
Ég er alveg búin að vera að svíkja liðið mitt í fótbolta síðustu vikurnar og þyki frekar lélegur liðsmaður. Fótboltaandinn hefur bara eitthvað lítið látið sjá sig enda er hann mjög fátíður gestur hjá mér. Hann poppar alltaf upp á svipuðum tíma ár hvert í tilefni að þjóðhátíðardeginum okkar, þá hefst einnig leiktíðin sem stendur reyndar ekki lengi yfir.
Nú er svo komið eftir öll þessi ár að það er farin að færast mikill keppnisandi yfir liðið og stelpurnar ákveðnar í að standa uppi sem sigurvegarar að ári. Ég verð því að fara að standa mig betur og æfa sendingar og annað sem ég hef heyrt að sé gott að kunna fyrir svona leiki.....
Langaði annars að a.t.h hvort fleiri horfðu á þáttin í gær NUNNAN ?
Mér fannst þetta svo hræðilegt hlutverk sem greyið stelpan telur að hún hafi fengið í þessu lífi.
Ennþá verra hvað foreldurum hennar þótti hún vera að gera frábæra hluti.
Hún var 18 ára þegar hún tók þá ákvörðun að eyða öllu sínu lífi í klaustri þar sem þögn ríkir alla daga nema 2 tíma á dag, hún fær að hitta fjölskylduna sína 7 sinnum á ári og þá með rimla á milli, og hún má aldrei yfirgefa klaustrið.
Ég veit það ekki ég er bara fegin að hafa ekki þurft að taka ákvarðanir fyrir lífstíð þegar ég var 18 ára því ég held ég hafi ekki haft þroska til þess og ég held að hún hafi ekki haft hann heldur. Enda var hún frekar sorgmædd greyið reyndi nú samt að minnast á hversu heppin hún væri að fá að verja lífinu þarna come on!!!
xxx

3 comments:

hilda said...

oh ég væri alveg til í að hjóla með þér og þínum á laugardaginn...en ég bara á ekkert hjól! á ég að biðja Lalla Johns að stela einu fyrir mig? hann var víst eitthvað að hjóla um daginn kallinn...eníveis...vildi að ég hefði séð þennan Nunnuþátt...MEN hvað sumt er klikkað....en já...ég held að þú sért aðeins að taka fótboltaæfingunum of alvarlega Alma mín...þurfum nú ekkert að vera að æfa einhverjar stoðsendingar eða hvað það nú heitir allt saman....bara hafa gaman og hreyfa okkur saman;) en mig grunar nú að við vinnum strákana næst sko...með yfirburðum:)

Hulda Birgis said...

Á ekki hjól, verð með þér í anda;) Einu sinni ætlaði ég að verða nunna, en það tókst ekki því miður:)

Britta said...

Nunna smunna... hverjum dettur þvílíkur óskapnaður í hug. Fara sjálfviljugur í fangelsi! Æjhh skil ekki svona. Finnst líka rosalegt að sjá múhameðstrúar konurnar hérna úti á götu alveg dekkaðar frá toppi til táar með smá rifu fyrir augun og hanska... má sko ekki sjást í neitt. Ég hjóla bara í Köben fyrir þig í staðinn ;)