Wednesday, September 10, 2008

SUMAR, HAUST OG SVO VETUR....

RIGNING, RIGNING, RIGNING
Þá fer að koma að því að sumarið tekur enda, haustið kemur og svo veturinn. Alveg eins á hverju ári, það rignir og rignir og alltaf finnst mér það jafn leiðinlegt. Ég er algjör sumar manneskja, ég elska sumarið, birtuna, veðurfarið, fríið og allt sem að því kemur. Einhverra hluta vegna væri mér alveg sama þótt það kæmi ekki snór nema á jólunum. Reyndar hefur mér verið nokkuð sama þau jól sem hann hefur ekki komið. Snjórinn á bara að vera í fjöllunum fyrir þá sem vilja leika sér í honum. Sumarið í ár var alveg frábært. Við fórum í svo margar skemmtilegar útilegur og ferðalög að ég er strax farin að hlakka til að fara aftur næsta sumar. Draumurinn er að kaupa fellihýsi í vetur og eyða öllum frídögum sem við fáum í að ferðast um landið okkar.
Ég er búin að fara niður í geymslu og ná í dúnúlpuna mína, það er eitthvað svo hrikalega kalt að fara út á morgnanna, og maður finnur alveg hvað maður verður eitthvað þreyttari þegar það er farið að dimma svona.
Ætla nú samt ekkert að vera neitt neikvæð enda ekki líkt mér að láta veðrið hafa einhver ofur áhrif á mig. Setti bara inn nokkrar myndir frá sumrinu sem ég vildi óska að væri allt árið.......


Fagra Mývatn


Gummi minn

Við og regnbogi við Dettifoss

Jökulsárlón...


Og við Gullfoss

Ein sem strax farin að sakna sumarsins...

XXX4 comments:

Sólveig said...

Sammála dóttir góð sumarið er alltof stutt í báða enda......piff barasta.

hilda said...

ahaha var bara að sjá yearbookyourself myndirnar af ykkur núna...hehe æi já þetta er mega fyndið...en Alma...það rann upp fyrir mér ljós þegar ég var að skoða þessar fallegu mydnir af ykkur....humm...æi maður á kannski ekkert að segja það...en hérna sko hugmynd..nei ég ætla ekki að segja það...segi þér bara þegar ég hitti þig í fótboltanum næst;) sorry...veit þetta er óþolandi

Alma said...

Hilda ertu að grínast þetta er bannað, ég er að drepast úr forvitni.....

Unknown said...

ohhh ég er mikið sammála...sumarið mætti sko alveg vera lengra með allri sinni birtu og yl :) frábært hvað þið eruð búin að ferðast mikið um landið í sumar...

Bestu kveðjur :)