Tuesday, October 27, 2009

730 dagar!

Jebb í dag eru 2 ár eða 730 dagar síðan ég hitti McDreamy á Sólon.
Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða!
Það var ekki aftur snúið eftir það þótt þetta hafi nú ekki verið í fyrsta skiptið sem ég sá hann heldur fyrsti planaði hittingurinn hjá okkur.
Það voru sko alveg ljón á veginum hjá okkur en það hafði ekkert að segja.
Þetta var bara einfaldlega meant to be......:)
Mjög svo góðir 730 dagar
more to come...
XXX

Monday, October 26, 2009

facebookið

Vitið þið að það er hægt að ráða því hverjir finna þig í leitinni á facebook?
Hversu fyndið og kjánalegt er það þegar viðkomandi getur hvort eð er ekki séð neitt um þig?
XXX

Sunday, October 25, 2009

Draumlandið og sundæfingar...

Í gær fórum við með soninn á sína fyrstu sundæfingu:) Hann var ótrúlega duglegur en honum stökk þó ekki bros á vör. Það var alveg greinilegt að honum þótti þetta notalegt en var samt smá undrandi á þessu öllu saman. Við vorum mikið stollt af honum og ég er viss um að hann verður sundmaður mikill :)

Hérna erum við mæginin í góðum gír

Annars að allt öðru. Ég er mikill lestrarhestur og á megöngunni vissi ég nákvæmlega hvað var að gerast og fylgdist vel með öllum stigum meðgöngunnar. Ég las allar bækur á bókasafninu sem snéru að henni (eflaust allt of mikið).

Núna er ég bara að lesa öðruvísi bækur og eru núna 3 á náttborðinu. Það er Karitas án titils, sem lofar mjög góðu, Árin sem enginn man sem er leiðinlega fræðileg en samt áhugaverð og síðast en ekki síst Draumaland sem mig langar aðeins að segja frá...

Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar Draumaland um svefn og svefnvenjur barna frá 0 til 2 ár aldurs. Hún er ótrúlega fræðandi og skyldueign allra foreldra að mínu mati. Núna erum við að vinna í því að stilla sveftíma blómálfisns aðeins betur þar sem hann fer svo seint að sofa á kvöldin og vill helst láta halda á sér...:)

Í bókinni er margir áhugaverðir punktar og svör við lausnum á hinu ýmsu vandamálum sem geta komið upp. T.d er farið yfir hvenær sé heppilegur tími fyrir börn að fara í sér herbergi, hvernig á að kenna börnum að sofna sjálfum, hverjar ástæðurnar geta verið þegar börn fara að vakna í tíma og ótíma á nóttunni og fl og fl og fl.

Það sem mér þótti mjög merkilegt og ég er viss um að ekki allir geri sér grein fyrir var kafli sem rætt var um hvenær börn eiga alls ekki að sofa uppí hjá foreldrum sínum og var það...

  • annað eða báðir foreldrar hafa drukki áfengi eða neytt annarra sljóvgandi lyfja
  • annað eða báðir foreldrar eru veikir
  • annað eða báðir foreldrar reykja, talið er að efni úr tóbaki geti borist með húð og hári þess sem reykir og geti þannig haft slæm áhrif á barnið.

Ég er rosalega ánægð að vera hætt þessum ósið!

Húrra fyri mér :)

Annars þarf ég að drífa mig til þess að gera góðverk dagsins

XXX

Tuesday, October 13, 2009

Quality time....

Já þetta er aldeilis ljúft líf sem ég lifi. Í fyrsta lagi er núna seinna í mánuðinum 2 ár síðan ég kynntist mínum McDreamy og eins og allir vita þá leiddi sá hittingur til svo mikils meira..... og síðar til lítils snáða sem er sólargeislinn í lífi okkar! Ég skil núna þegar fólk er að tala um að það viti ekki hvað það var að gera áður en börnin þeirra fæddust, ég veit ekki hvað ég var að gera áður en ég átti litla geimsteininn minn og ekki heldur áður en ég hitti McDreamy og er ég þá að meina hvað lífið er orðið mikið innihaldsríkara núna en það var áður.
Ég var vakin kl 6 í morgun af svöngum blómálfi en þegar hann var búin að drekka þá mundi hann hvað lífið er skemmtilegt og ákvað að hlæja af því í svolitla stund og brosti allan hringinn. Hann bræðir mitt hjarta með einu litlu brosi þanni að ég fór glöð á lappir með honum. Við lögðum okkur svo bara aftur kl 07:30....þetta kalla ég nú ljúft líf!
Þetta er yndislegur tími að vera í fæðingarorlofi og nýt ég hverrar mínútu....
....stundum sakna ég þess samt smá að hitta ekki fleira fólk en það er algjörlega í mínum höndum þar sem ég er eitthvað svo treg að fara út og trufla rútínuna okkar sem er að komast í ágætis skorður núna. Fæ nú reyndar líka alveg góðar heimsóknir inn á milli.
Svínaflensan.........
Hvaða rugl er í gangi með hana? Það er víst fólk að veikjast mjög alvarlega núna.....mér finnst þetta rosa skerí...og þá sérstaklega blómálfsins vegna.
Langar aftir í 2007 ruglið nenni ekki þessu mikið lengur!
.....flytja úr landi kemur sterklega til greina hvað mig varðar....
Sakna.....
Ég sakna þess ótrúlega mikið núna að vera í skóla, furðulegt þar sem fyrir svo mjög stuttu síðan var ég með algjöra ælu og gat ekki hugsað mér að fara aftur í bráð...
Held að ég sakni samt skólafélaganna mest!
Spurning um að skoða hvað er í boði varðandi það.
Jólin....
Mér reiknast svo að það séu 73 dagar til jóla! Og það er ótrúlega fljótt að líða.
Alveg kominn tími til að undirbúa sig og fara að kaupa jólagjafir.
Jólin verða að þessu sinni haldin í Kópavogi og ætlum við að búa til okkar jólasiði.....
Skemmtilegt en jafnframt svoldið blendnar tilfinningar með það.
Kiss kiss
XXX

Wednesday, October 7, 2009

Bleika slaufan


ÉG fór í gær og keypti bleiku slaufuna til þess að styrkja gott málefni en ekki skemmir fyrir að hún er rosalega flott í ár, mun flottari en hún var í fyrra og fer vel á úlpunni minni.
Ert þú búin að kaupa ?
Greys anatomy er að byrja aftur og ég er alveg að deyja úr spenningi. Ég lifi mig svo agalega inní þessa þætti og svo er það náttúrlega Dr McDreamy sem er mjög HEITUR:) En ekki eins og minn McDreamy......
Átak í gangi, ekkert nammi á virkum dögum, hrökkbrauð, tómatar og kotasæla á daginn og það er alveg mega erfitt og leiðinlegt átak haha en...........það gengur bara fjandi vel.
Vigtin er að detta í sömu tölu og fyrir óléttu og þannig að núna er stefna tekin á fyrir Hvanneyri eða 2005!
Hörku æfingar eru ekki komnar inní prógrammið en það stendur allt til bóta.
Fjölskyldustund verður hjá okkur á laugardögum þar sem við ætlum með pjakkinn okkar í ungbarnasund og er mikil tilhlökkun í gangi með það.
Fína lopapeysan er alveg að klárast, hlakka til að monta mig af henni:/
XXX