Tuesday, October 13, 2009

Quality time....

Já þetta er aldeilis ljúft líf sem ég lifi. Í fyrsta lagi er núna seinna í mánuðinum 2 ár síðan ég kynntist mínum McDreamy og eins og allir vita þá leiddi sá hittingur til svo mikils meira..... og síðar til lítils snáða sem er sólargeislinn í lífi okkar! Ég skil núna þegar fólk er að tala um að það viti ekki hvað það var að gera áður en börnin þeirra fæddust, ég veit ekki hvað ég var að gera áður en ég átti litla geimsteininn minn og ekki heldur áður en ég hitti McDreamy og er ég þá að meina hvað lífið er orðið mikið innihaldsríkara núna en það var áður.
Ég var vakin kl 6 í morgun af svöngum blómálfi en þegar hann var búin að drekka þá mundi hann hvað lífið er skemmtilegt og ákvað að hlæja af því í svolitla stund og brosti allan hringinn. Hann bræðir mitt hjarta með einu litlu brosi þanni að ég fór glöð á lappir með honum. Við lögðum okkur svo bara aftur kl 07:30....þetta kalla ég nú ljúft líf!
Þetta er yndislegur tími að vera í fæðingarorlofi og nýt ég hverrar mínútu....
....stundum sakna ég þess samt smá að hitta ekki fleira fólk en það er algjörlega í mínum höndum þar sem ég er eitthvað svo treg að fara út og trufla rútínuna okkar sem er að komast í ágætis skorður núna. Fæ nú reyndar líka alveg góðar heimsóknir inn á milli.
Svínaflensan.........
Hvaða rugl er í gangi með hana? Það er víst fólk að veikjast mjög alvarlega núna.....mér finnst þetta rosa skerí...og þá sérstaklega blómálfsins vegna.
Langar aftir í 2007 ruglið nenni ekki þessu mikið lengur!
.....flytja úr landi kemur sterklega til greina hvað mig varðar....
Sakna.....
Ég sakna þess ótrúlega mikið núna að vera í skóla, furðulegt þar sem fyrir svo mjög stuttu síðan var ég með algjöra ælu og gat ekki hugsað mér að fara aftur í bráð...
Held að ég sakni samt skólafélaganna mest!
Spurning um að skoða hvað er í boði varðandi það.
Jólin....
Mér reiknast svo að það séu 73 dagar til jóla! Og það er ótrúlega fljótt að líða.
Alveg kominn tími til að undirbúa sig og fara að kaupa jólagjafir.
Jólin verða að þessu sinni haldin í Kópavogi og ætlum við að búa til okkar jólasiði.....
Skemmtilegt en jafnframt svoldið blendnar tilfinningar með það.
Kiss kiss
XXX

3 comments:

Elísa Dagmar said...

Skemmtilegt blogg sæta mín.. Gaman að koma í dag, verðum að fara að hittast meira... knús og kosss

Aldís said...

Sammála Alma mín. Eins og maður var kominn með upp í kok á skólanum sér maður nú hvað það var gaman að hitta ykkur öll á hverjum degi, fíflast og hlæja í góðum félagsskap. Einhvernveginn stendur það upp úr. En gott að þú nýtur lífsins, haltu því bara áfram.

ThP said...

skemmtilegt hjá þér :)
já, við ætlum líka að vera bara þrjú heima hjá okkur um jólin, okkar eigin jól, það er svona spennandi og skrítið á sama tíma einhvern veginn...
kvitt fyrir mig :)