Wednesday, October 7, 2009

Bleika slaufan


ÉG fór í gær og keypti bleiku slaufuna til þess að styrkja gott málefni en ekki skemmir fyrir að hún er rosalega flott í ár, mun flottari en hún var í fyrra og fer vel á úlpunni minni.
Ert þú búin að kaupa ?
Greys anatomy er að byrja aftur og ég er alveg að deyja úr spenningi. Ég lifi mig svo agalega inní þessa þætti og svo er það náttúrlega Dr McDreamy sem er mjög HEITUR:) En ekki eins og minn McDreamy......
Átak í gangi, ekkert nammi á virkum dögum, hrökkbrauð, tómatar og kotasæla á daginn og það er alveg mega erfitt og leiðinlegt átak haha en...........það gengur bara fjandi vel.
Vigtin er að detta í sömu tölu og fyrir óléttu og þannig að núna er stefna tekin á fyrir Hvanneyri eða 2005!
Hörku æfingar eru ekki komnar inní prógrammið en það stendur allt til bóta.
Fjölskyldustund verður hjá okkur á laugardögum þar sem við ætlum með pjakkinn okkar í ungbarnasund og er mikil tilhlökkun í gangi með það.
Fína lopapeysan er alveg að klárast, hlakka til að monta mig af henni:/
XXX

1 comment:

Edda Soffía said...

Hæ Alma mín, datt hér inn og ætla bara að kvitta fyrir mig. Indislegur lítill snáði sem þú átt.
Kv Edda