Thursday, October 30, 2008

Helgin nálgast....


Jæja þá er enn ein vikan senn á enda og aftur að koma helgi. Þessi helgi átti að fara í rólegheit og rómantík hjá okkur skötuhjúum en ....... nei .... síðusta daga hefur ringt inn tilkynningum um afmæli, innflutningspartý, hjálparsveitarstarf og verkefni í vinnunni sem þarf að klára. Þetta er allt að sjálfsögðu á vegum míns yndislega upptekna kærasta.
Við sjáum bara til hvað tíminn leyfir okkur en í forgangi hjá mér er að mæta í ræktina enda búin að standa mig með endæmum vel þessa vikuna og á þar að leiðandi sérstaklega erfitt með allar hreyfingar í dag:)

Helst að frétta þessa dagana...

...er frekar lítið þar sem ekki mikið annað er gert en vinna og mæta í ræktina.

Næstu helgi ætlum við út úr bænum sem verður bara yndislegt.......
-Það eru 55 dagar til jóla
-Ég er búin að kaupa slatta af jólaskrauti....
-Á alveg eftir nánast allar jólagjafir :(
-Marta og Elísa er ótrúlega lélegir bloggarar :)
-Hilda er hætt að blogga...
...og ég er áfram rosa heppin!

XXX

Wednesday, October 29, 2008

Ég mæli með....

.....Fyrir allar skvísur að kíkja niður á Skúlagötu í búð sem heitir Volcano Design.
Hún heitir Katla ofurskvísan sem hannar og framleiðir þessi eðal pæju-föt.
Ég eignaðist svona peysu eins og er hérna á myndinni nema bara rauða og
ég er alveg súper ánægð með hana. Ef ykkur langar að skoða hvað er í boði þá er síðan hennar hér.

Ég er líka alveg ákveðin í að fá mér svona glamúr-ermar fyrir jólin/áramótin.

Það fæst einnig þarna hellingur af glingri á mjög góðu verði..
Munið að við eigum að versla Íslenskt, svo er það líka bara miklu meira töff!
XXX

Monday, October 27, 2008

1. ÁR....

Í dag er akkurat eitt ár liðið síðan ég fór á fyrsta alvöru stefnumótið með
draumaprinsinum mínum. Það var á Sólon 27. okt 2007.
Ég man að ég var alveg að drepast úr stressi.....
......og hann var eitthvað svo hrikalega sætur.
Mér er búið að finnast rosalega gaman að vera til þetta árið...
XXX

Saturday, October 25, 2008

Hawaii partý

Fór í gær Hawaii partý með frænkum mínum. Við hittumst alltaf þessi hópur einu sinni á ári og borðum og skemmtum okkur saman. Hvert ár hefur sitt þema t.d hefur verið gull-þema hatta-þema, bleikt-þema og f.l. og var þetta boð nr 9.
vá 9 ár!
Þær gömlu systur sjá algjörlega um allt tilstand og klikkar það að sjálfsögðu aldrei.
Það er alltaf hægt að treysta á að það er mikið hlegið og hlakka ég til allt árið af fara í næsta boð....
Sumir lögðu meira á sig en aðrir í að skapa stemningu eins og sjá má á myndunum.

Hérna erum við mæðgurnar, við erum náttúrlega alveg eins (haha)..Og við frænkurnar,Allur hópurinn saman
XXX


Thursday, October 23, 2008

Sláturgerð í sveitinni

Sét hérna inn nokkrar myndir frá síðustu helgi, fórum upp í sveit í sláturgerð.
Hérna eru allir mjög mikið að vanda sig við að sauma,
takið eftir frábærlega flottu svuntunni :)


Hérna eru sætu frænkur mínar Sigurrós og Rebekka

Pabbi að hjálpa til við að klæða prinsessuna í "sveitagallan" fyrir smölunina


Hrærimeistarinn undir eftirliti ættmóðurinnar

Ásgeir saumði að mikilli snilli enda kínverskur meistari í þæfingu að eign sögn...

Hann var alveg örugglega með nógu langan spotta


Núna er helgin að nálgas og er margt skemmtilegt framundan.
Bíð eftir morgundeginum með mikilli eftirvæntingu,
verður mikið fjör og mikið gaman.....
Nánar um það seinna
XXX
Tuesday, October 21, 2008

64. DAGAR TIL JÓLA

Jólatréð í ár....Ég er mikið að velta fyrir mér jólunum þessa dagana og þykir sjálfsagt sumum að það sé heldur snemmt. Til stendur að vera í fyrsta skiptið ekki í foreldrahúsum í ár og því safna ég jólaskrauti og hugleiði hvern einast hlut vandlega t.d hvaða litur verður alsráðandi og fl. því allt skal þetta verða fullkomið að sjálfsögðu :)
Mig langaði að fræða ykkur aðeins um jólatré ef einhverjir eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa plastjólatré. Það virkar sjálfsagt rosa sniðugt og halda margir að þeir séu að gera umhverfinu gott með þeim. Raunin er ekki sú og samkvæmt rannsóknum þá eru lifandi tré allt að 5 sinnum umhverfisvænni. Þetta kemur til að því að mikla orku þarf til að framleiða plasttrén og til að flytja þau á markað. Flest þeirra eru nefnilega framleidd í Asíu.
Ef þið viljið vera sérstaklega umhverfisvæn þá er best að velja Íslensk tré og þá helst Stafafuru. Við ræktun hennar eru ekki notuð nein aukefni en við ræktun trjá sem koma t.d frá Danmörku er notað mikið af spilliefnum s.s illgresislyf og skordýraeitur. Ofaná þetta bætist svo flutingur, eldsneytisnotkun og útblástur.
Svo er alltaf verið að brýna fyrir okkur að kaupa Íslenskt í kreppunni!
Þetta var bara aðeins til umhugsunar....
XXX

Monday, October 20, 2008

Vetrarblogg

Hverfjall í vetarbúningi, já fjall ekki fell....;)


Jæja þá er enn ein rólegheita helgin að baki, Vetur konungur er svo sannalega mættur og skilst mér að við eigum eftir að finna betur fyrir honum þegar líður á vikuna. Ég er svo heppin að hafa yndislegan mann sem hugsar um mig og er ég því komin á vetardekkin og tilbúin að mæta honum.

Grunar að það séu margir ekki tilbúnir og komi til með að þurfa að skafa með debet kortinu sínu næstu daga.

Trúið mér ég þekki það vel.....

Gerðum ýmislegt um helgina og þar á meðal tókum við slátur í sveitinni og í fjölskylduboð á laugardag.... semsagt góð helgi.

Litla prinsessan fór heim snemma á sunnudagsmorgun sem öllum þótti mjög leiðinlegt, hefðum viljað hafa hana lengur. Það koma sjálfsagt betri tíma í þeim efnum sem í öðrum málum, vonandi bara með hækkandi sól.

Ég setti hérna inn um daginn spá völvu vikunnar fyrir árið og heyrði ég í morgun að hún hafi verið fengin til þess að gera aðra fyrir næstu mánuði. Mér skilst að sú spá sé ekkert til þess að hlakka til, ætla mér að kaupa blaðið á eftir og lesa hana betur svo ég sé ekki að setja einhverja vitleysu hérna inn. Hef fulla trú á henni, hef samt ekki ennþá komist að því hvaða spákona þetta er.

Ég veit það bara að ég hef farið sjálf til Sigríðar Klingenberg tvisvar mér til gaman en það hefur undantekningarlaust allt ræst sem hún hefur sagt við mig. Held að það sé einmitt komin tími til þess að kikja á hana aftur, svo er hún líka bara svo hrikalega skemmtileg.


 • Erum komin í átakið Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN............

Við fórum og keyptum okkur kort í Sporthúsinu og er stefnan að mæta kl 06:00 :(

Það á örugglega eftir að ganga mjög vel.......

-Annars er ég alveg orðin viðþolslaus því mig langar svo norður hef ekki farið síðan í ágúst.

Er einhver á leiðinni í nóvember ?


Eitt að lokum, veit einhver hvort það er hægt að setja teljara inn á þessi bloggsvæði ?XXX

Thursday, October 16, 2008

Hvanneyri town

Jæja þá er ég komin til baka frá Hvanneyri og búin að flytja fyrirlesturinn sem gékk að sjálfsögðu ljómandi vel. Það var rosa gaman að koma þarna uppeftir og hitta fullt af krökkum sem ég hef ekki séð lengi, gerði mér samt alveg fljótlega grein fyrir því að ég er mjög sátt með að Hvanneyrartímabilið er búið hjá mér. Við Sólvegi vorum mættar eldsnemma í morgun upp í Keldnaholt til þess að fá lykla af bíl sem skólinn á til þess að fara á uppeftir. Var okkur líka úthlutað þessum fína sveita jeppa, veit ekki alveg hvað þau voru að pæla að láta okkur skvísurnar keyra þetta......en það hafðist nú hjá okkur
........................ allavegna takk fyrir daginn Rósa og Sólveig XXX
Helst á dagskrá ....
 • Fríið mitt á morgun, get ekki beðið!

Flleira var ekki í fréttum

XXX

Tuesday, October 14, 2008

Særð jörð
Ég er undanfarna daga búin að vera að undirbúa mig aðeins fyrir fyrirlseturinn sem ég verð með á Hvanneyri núna á fimmtudaginn. Þurfti þar að leiðandi að fara yfir myndirnar úr gömlu tölvunni minni sem eru inn á flakkaranum. Rakst þar á þetta skemmtilega verkefni sem ég gerði í sjónmenntum hjá henni Helllu ég held alveg örugglega á 2. ári. Verkefnið hét særð jörð og var hugsunin á bakvið það að ef jörðinni myndi blæða vegna ágangi okkar manna á hana þá myndi henni kannski blæa svona.......?
Marta "smarta" kom og hjálpaði mér að keyra um Borgarfjörðinn í jökulkulda í leit að
heppilegri á/sprænu sem við gætum hellt nokkrum brúsum af matarlit í til þess að fá þessa skemmtilegu samlíkingu. Verkefnið hét Særð jörð.
Þetta var nú bara eitt af fáu sem við þurftum að bralla í sambandi við skólann á þessum 3 árum okkar þar en mikið var þetta nú skemmtilegt.

Margi af bekkjarfélögunum eru farnir erlendis í áframhaldandi nám og eiga nú ekkert sérstaklega auðvellt þessa dagana, ég vona bara innilega að þetta bjargist allt saman hjá þeim og þau þurfi nú ekki að snúa heim út af þessu leiðindar ástandi í þjóðfélaginu.

Annars er allt gott að frétta, eins og ég sagði um daginn þá er lítil prinsessa hjá okkur þessa dagana og er það bara rosa gaman, frábært tilbreyting frá hversdagsleikanum.
Settum í gær upp heljarinnar prinsessuhöll eða eitthvað í þá áttina er ekki alveg viss um hvor hafði meira gaman af því ég eða hún ;)

Næst á dagskrá er að klára af fyrirlesturinn á fimmtudaginn og verður það mikill léttir þegar það er búið. Er svo búin að taka mér frí á föstudaginn til að gera eitthvað skemmtilegt og fara svo upp að Hellum og taka slátur um helgina.
Ýmislegt fleira skemmtilegt er á planinu um helgina þannig að okkur á ekki eftir að leiðast, vonandi ykkur ekki heldur .........
Veitir ekki af að dreifa huganaum og gera eitthvað skemmtilegt þessa dagana, ekki gleyma því.


Helsta pæling dagsins er ...............

.....af hverju verðum við að borga fyrir mistök annarra?

...................Það er alveg víst að ég borga alltaf fyrir mín eigin, engin hefur gert það fyrir mig...


Þetta er ósanngjarnt


XXX

Friday, October 10, 2008

Ísland til sölu á ebay...

Ísland er til sölu á ebay en Grænland og Björk eru ekki innifalin í verðinu.
Linkurinn er hér
Iceland.
Established in 874 by Ingólfur Arnarson Iceland is the least populous of the Nordic countries with a population of about 320,000 and a total area of 103,000 km²..
Located on the Mid-Atlantic Ridge in the North Atlantic Ocean, Iceland will provide the winning bidder with - a habitable environment, Icelandic Horses and admittidly a somewhat sketchy financial situation.
Big Towns and Cities including: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri & Reykjanesbær.
PLEASE NOTE: GREENLAND AND Björk ARE NOT INCLUDED IN THIS AUCTION!
Offered at 99p start price and without reserve!!!!!
If you want more pictures or have any questions just drop me an email:

Á síðunni eru einnig nokkrar spurningar sem tilvonandi kaupendur eru með til seljanda s.s hvort það sé hægt að greiða með paypal, nú þegar eru 58 spurningar þarna inni.
Hvað er grínið ?
XXX

Thursday, October 9, 2008

Creeeepy

Þetta sagði völva Vikunnar m.a. um síðustu áramót:

„Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.“
Shit... þetta er náttúlega rosalegt. En hver er völva vikunnar veit einhver það?
Er það ekki Sigríður Klingenberg ?
XXX

Wednesday, October 8, 2008

Flokkun

Er búin að sökkva mér niður í flokkun í dag. Við erum nokkuð dugleg við að flokka en held að við verðum að gera ennþá betur. Það eru svo margar staðreyndir sem koma á óvart og hérna eru nokkrar.....
 • Íslendingar nota um 4 milljónir pizzakassa á ári...
 • Ef þeim væri staflað þá ná þeir til tunglsins
 • Íslendingar henda 75 milljónum ferna á ári, aðeins 5 milljónir fara í endurvinnslu
 • Það fer 95% minni orka í að framleiða áldós úr endurunnu hráefni
 • Það skapast um 95% minni mengun við endurvinnslu á áli heldur en við frum framleiðslu
 • Með því að endurvinna 1 áldós samsvarar það þeirri orku sem fer í að horfa á sjónvarp í 3 klukkustundir!

Þetta var fróðleiksmoli dagsins í boði mín, ég er viss um að þið höfðuð ekki hugmynd um þetta....

Það er miklu auðveldara að flokka heldur en maður heldur og þeir sem nú þegar flokka plast og blöð eru komnir hálfa leið þannig að það er ekki svo miklu að bæta við......

XXX

Tuesday, October 7, 2008

Stelpukvöld í kvöld

Ég og Elísa mín ætlum að gera okkur dagamun í kvöld og hittast. Það gerist orðið ansi sjaldan að við frænkurnar gefum okkur tíma til þess. Fyrir aðeins einu ári síðan virtumst við ekki hafa neitt betra að gera heldur en að hanga saman, síðasta haust kom ég til hennar allar helgar. Áttum við mörg góð móment saman....
Við vorum að hugsa um að fá okkur að borða saman ef við höfum tíma og skella okkur svo í bíó. Það er reyndar ekkert í kvikmyndahúsunum þessa dagana nema þá Reykjavík - Rotterdam eða Mamma mía.
Ég reyndar gæti alveg gubbað yfir söngleikjamyndum en hef samt heyrt að þessi sé fín, er einhver til þess að staðfesta það?

Annars er það að frétta að....
 • Lítil prinsessa kemur til okkar næstu helgi og verður í viku.
 • Mamma gamla kemur í bæinn og verður í 5 vikur
 • Marta smarta í Danaveldi er byrjuð að blogga loksins
 • Pétur litli krúnurakaður og lyftir lóðum á fullu
 • Fjármálakerfið í heild sinni er í klessu
 • Allir eru að spara og hamstra mat í bónus
  XXX

Monday, October 6, 2008

Þú veist að það er árið 2008 .....

Þú veist að það er 2008 ef....
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því að þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace, facebook og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýtabaraá takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

Thursday, October 2, 2008

Lán í óláni

Lán í óláni þetta vesen allt með tölvuna. Í gær fékk ég nýja tölvu rosa flotta og fína. Þetta er Acer Aspire Blue og er mikið nýrri og öflugri en sú sem ég átti áður. Hún er með 4GB minni, 250GB harðan disk og 16"HD WXGA skjá svo eitthvað sé nefnt. Ég veit ekki hvort þetta segir ykkur eitthvað en það segir mér ekki neitt! Hún er allavegna rosa flott með töff bláum diskó ljósum út um allt sem skipta náttúlega öllu máli ;) og ég er mjög ánægð með hana.
Þannig að þetta fór allt vel að lokum með smá ákveðni ...

Annars er það að frétta að ég er að fara að halda fyrirlestur á Hvanneyri fyrir 1. árs nema í Uhverfisskipulaginu seinna í mánuðinum. Fyrirlesturinn er um Guðmund Hannesson sem var frumkvöðull í skipulagssmálum og mjög merkilegur kall. Fyrrverandi kennarinn minn og leiðbeinandi sér sér ekki fært að mæta og bað mig þess vegna að gera þetta. Guðmundur var einmittt mitt helsta vifangsefni i Bs rigterðinni og er þetta allt því voða spennandi.
Ofurparið Katla og Gunnar Páll eru að koma í mat til okkar annaðkvöld þannig að það verður alveg pottþétt mikið stuð hjá okkur.............
XXX