Wednesday, October 8, 2008

Flokkun

Er búin að sökkva mér niður í flokkun í dag. Við erum nokkuð dugleg við að flokka en held að við verðum að gera ennþá betur. Það eru svo margar staðreyndir sem koma á óvart og hérna eru nokkrar.....
  • Íslendingar nota um 4 milljónir pizzakassa á ári...
  • Ef þeim væri staflað þá ná þeir til tunglsins
  • Íslendingar henda 75 milljónum ferna á ári, aðeins 5 milljónir fara í endurvinnslu
  • Það fer 95% minni orka í að framleiða áldós úr endurunnu hráefni
  • Það skapast um 95% minni mengun við endurvinnslu á áli heldur en við frum framleiðslu
  • Með því að endurvinna 1 áldós samsvarar það þeirri orku sem fer í að horfa á sjónvarp í 3 klukkustundir!

Þetta var fróðleiksmoli dagsins í boði mín, ég er viss um að þið höfðuð ekki hugmynd um þetta....

Það er miklu auðveldara að flokka heldur en maður heldur og þeir sem nú þegar flokka plast og blöð eru komnir hálfa leið þannig að það er ekki svo miklu að bæta við......

XXX

2 comments:

Ragna said...

Til ad bæta i þekkingarsarpinn, þá hafa einhverjir snillingar fundið ut, að i USA skila þeir um 24% af dósum í endurvinnslu en við um 80% Svo ef þeir stæðu sig betur, og skiluðu eins og við, þá geta þeir lokað ca. 4 stk álverum. Pældu i þvi vinkona

Alma said...

Ragna nákvæmlega !!