Tuesday, October 21, 2008

64. DAGAR TIL JÓLA

Jólatréð í ár....Ég er mikið að velta fyrir mér jólunum þessa dagana og þykir sjálfsagt sumum að það sé heldur snemmt. Til stendur að vera í fyrsta skiptið ekki í foreldrahúsum í ár og því safna ég jólaskrauti og hugleiði hvern einast hlut vandlega t.d hvaða litur verður alsráðandi og fl. því allt skal þetta verða fullkomið að sjálfsögðu :)
Mig langaði að fræða ykkur aðeins um jólatré ef einhverjir eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa plastjólatré. Það virkar sjálfsagt rosa sniðugt og halda margir að þeir séu að gera umhverfinu gott með þeim. Raunin er ekki sú og samkvæmt rannsóknum þá eru lifandi tré allt að 5 sinnum umhverfisvænni. Þetta kemur til að því að mikla orku þarf til að framleiða plasttrén og til að flytja þau á markað. Flest þeirra eru nefnilega framleidd í Asíu.
Ef þið viljið vera sérstaklega umhverfisvæn þá er best að velja Íslensk tré og þá helst Stafafuru. Við ræktun hennar eru ekki notuð nein aukefni en við ræktun trjá sem koma t.d frá Danmörku er notað mikið af spilliefnum s.s illgresislyf og skordýraeitur. Ofaná þetta bætist svo flutingur, eldsneytisnotkun og útblástur.
Svo er alltaf verið að brýna fyrir okkur að kaupa Íslenskt í kreppunni!
Þetta var bara aðeins til umhugsunar....
XXX

8 comments:

obbosi said...

Furutré eru æðisleg fyrir jólatré, það er svo mikil sál í þeim :)

(þau bara kosta svo mikið) Ætli maður fari ekki bara og hökkvi þau sjálfur í kreppuni þessi jólin :D

-Sigrún Haf-

Unknown said...

ég er gengin til liðs við votta jehóva í tilefni af kreppunni...þeir halda engin jól og þurfa þar af leiðandi ekkert að kaupa jólatré sem nottlega umhverfisvænast af öllu og svo fer það svo vel með veskið að þurfa ekkert að spá í neinu jólastússi ;) hihihihiii...
Þetta var auðvitað grín ;D en ég á þetta fíííína gervi-jólatré oní geymslu, býst ekkert við að breyta til og nota annað en það :)

Heiða said...

Vá! Alma! Þú ert orðin safnhaugur af fróðleik um þessi mál. Maður fer að geta leitað í þig eins og wikipedia :) Algjör snilld.

Sólveig said...

Gerfitré piff !!!!! Ég vel Íslenskann fjallaþyn og ekkert múður með það......ég hef auðvitað allataf verið meðvituð um að það væri umhverfisvænast he he.
já og ég er örugglega doltið fyrir jólaskraut bara nógu mikið og með helling af glimmeri :)
Líkar þar við mæðgurnar.

Unknown said...

alma mín, vildi bara segja þér að ég og hinrik erum að fara norður í nóvember...eða okkur langar rosa mikið! hinrik getur ekki hætt að tala um sveitina...greyið strákurinn!;) við verðum bæði komin mjög snemma í jólafrí, þannig að við verðum alveg 3 vikur í des fyrir norðann.
en komið þið endilega með okkur norður í nóv! getum spilað og haft kósý!;)

Unknown said...

okey, alma mín, ég var ekki alveg búin að lesa þessa jólafærslu þína alveg í gegn,en fróðleikurinn lekur af þér, og ég ætla sko alls ekki að kaupa plast tré eftir þessa lesningu, lofa því!!
sá svo líka að þið verðið ekki í sveitinni um jólin, ykkar verður sárt saknað!

Rósa said...

En Alma.. ef þú ert með lifandi blóm hjá þér í stofunni, þá þola þau ekki lifandi jólatré, þ.e.a.s. jólatréð tekur alla orku frá þeim og flest drepast eða verða mjög ljót. Það er ekki umhverfisvænt :)
En samt ótrúlega gaman að lesa þennan fróðleik þinn!

Alma said...

Í alvöru Rósa þetta hef ég aldrei heyrt áður verð með vísindalega tilraun á þessu um jólin. En Heiða beauty já förum saman norður í nóv finnum tíma!!