Thursday, October 2, 2008

Lán í óláni

Lán í óláni þetta vesen allt með tölvuna. Í gær fékk ég nýja tölvu rosa flotta og fína. Þetta er Acer Aspire Blue og er mikið nýrri og öflugri en sú sem ég átti áður. Hún er með 4GB minni, 250GB harðan disk og 16"HD WXGA skjá svo eitthvað sé nefnt. Ég veit ekki hvort þetta segir ykkur eitthvað en það segir mér ekki neitt! Hún er allavegna rosa flott með töff bláum diskó ljósum út um allt sem skipta náttúlega öllu máli ;) og ég er mjög ánægð með hana.
Þannig að þetta fór allt vel að lokum með smá ákveðni ...

Annars er það að frétta að ég er að fara að halda fyrirlestur á Hvanneyri fyrir 1. árs nema í Uhverfisskipulaginu seinna í mánuðinum. Fyrirlesturinn er um Guðmund Hannesson sem var frumkvöðull í skipulagssmálum og mjög merkilegur kall. Fyrrverandi kennarinn minn og leiðbeinandi sér sér ekki fært að mæta og bað mig þess vegna að gera þetta. Guðmundur var einmittt mitt helsta vifangsefni i Bs rigterðinni og er þetta allt því voða spennandi.
Ofurparið Katla og Gunnar Páll eru að koma í mat til okkar annaðkvöld þannig að það verður alveg pottþétt mikið stuð hjá okkur.............
XXX

3 comments:

Elísa Dagmar said...

Þú neglir það, hef fulla trú á þér :D en hvenar eigum við að fara út?????? Im sosososososososo bored heheh kiss kiss

Hulda Birgis said...

Þú ert svo dugleg að blogga og ég er svo dugleg að kikja inn ;) Kíktu í hádegismat í næsu viku.. :*

Sólveig said...

Þú ert nottlega svooo dugleg....... en þetta með að fá nýja tölvu með ákveðni hummmm jæja þá látum það heita það :)
Knús mammsa gamla.