Tuesday, October 7, 2008

Stelpukvöld í kvöld

Ég og Elísa mín ætlum að gera okkur dagamun í kvöld og hittast. Það gerist orðið ansi sjaldan að við frænkurnar gefum okkur tíma til þess. Fyrir aðeins einu ári síðan virtumst við ekki hafa neitt betra að gera heldur en að hanga saman, síðasta haust kom ég til hennar allar helgar. Áttum við mörg góð móment saman....
Við vorum að hugsa um að fá okkur að borða saman ef við höfum tíma og skella okkur svo í bíó. Það er reyndar ekkert í kvikmyndahúsunum þessa dagana nema þá Reykjavík - Rotterdam eða Mamma mía.
Ég reyndar gæti alveg gubbað yfir söngleikjamyndum en hef samt heyrt að þessi sé fín, er einhver til þess að staðfesta það?

Annars er það að frétta að....
  • Lítil prinsessa kemur til okkar næstu helgi og verður í viku.
  • Mamma gamla kemur í bæinn og verður í 5 vikur
  • Marta smarta í Danaveldi er byrjuð að blogga loksins
  • Pétur litli krúnurakaður og lyftir lóðum á fullu
  • Fjármálakerfið í heild sinni er í klessu
  • Allir eru að spara og hamstra mat í bónus
    XXX

7 comments:

Elísa Dagmar said...

Já úfff það var sko gaman hjá okkur þá, vorum alltaf að brala eitthvað.... :D Það verður gaman hjá okkur í kvöd hlakka til að sjá þig sæta mín... kisssss

Ragna said...

Farðu á Mamma Mia. Manni líður bara vel eftir það, þ.e.a.s. ef maður horfir framhj´aaulahrollinum sem maður fær þegar að James Bond fer að syngja ástarsöng. Passar honum engan vegin! Skemmtið ykkur vel í kvöld.

hilda said...

oh Mamma mía er bara æði...ég var með kökkinn í hálsinum allan tímann...en sá svo Rvk-Rotterdam um daginn og hún er góð bara...svo er ein en sem mig langar að sjá en það er Burn after reading...með brad Pitt...George Clooney og John Malcovish og fleiri góðum...ætla að kíkja á hana við tækifæri...en já góða skemmtun;)

Unknown said...

...ég get tekið undir það með Hildu minni að Mamma Mia er bara æði (við fórum nefninlega saman á hana)

...sá einmitt þennan krúnurakaða Pétur í dag og jesús minn einasti, drengurinn er með sogbletti á hálsinum!!!
- er hann virkilega kominn með aldur til að fá svoleiðis?!?! **púff**

Vonandi verður kvöldið ykkar Elísu skemmtilegt :)

Alma said...

Takk stelpur mínar en ég var farin í bíó þegar commentin komu þannig að við fórum á Rvk-Rotterdam og hún er alveg frábær..... Guðrún hann er 16 og á ekki að vera með sogblett þarf greinilega að fara að hringja í hann:) Mamma mia verður greinilega næst sumir verða nú aldeilis glaðir að fá að koma með á hana ( right) ;)

Elísa Dagmar said...

Við förum bara aftur heheheheheh

Sólveig said...

He he er ég ekki örugglega sumir ?
Kveðja mammsa.