Sunday, October 25, 2009

Draumlandið og sundæfingar...

Í gær fórum við með soninn á sína fyrstu sundæfingu:) Hann var ótrúlega duglegur en honum stökk þó ekki bros á vör. Það var alveg greinilegt að honum þótti þetta notalegt en var samt smá undrandi á þessu öllu saman. Við vorum mikið stollt af honum og ég er viss um að hann verður sundmaður mikill :)

Hérna erum við mæginin í góðum gír

Annars að allt öðru. Ég er mikill lestrarhestur og á megöngunni vissi ég nákvæmlega hvað var að gerast og fylgdist vel með öllum stigum meðgöngunnar. Ég las allar bækur á bókasafninu sem snéru að henni (eflaust allt of mikið).

Núna er ég bara að lesa öðruvísi bækur og eru núna 3 á náttborðinu. Það er Karitas án titils, sem lofar mjög góðu, Árin sem enginn man sem er leiðinlega fræðileg en samt áhugaverð og síðast en ekki síst Draumaland sem mig langar aðeins að segja frá...

Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar Draumaland um svefn og svefnvenjur barna frá 0 til 2 ár aldurs. Hún er ótrúlega fræðandi og skyldueign allra foreldra að mínu mati. Núna erum við að vinna í því að stilla sveftíma blómálfisns aðeins betur þar sem hann fer svo seint að sofa á kvöldin og vill helst láta halda á sér...:)

Í bókinni er margir áhugaverðir punktar og svör við lausnum á hinu ýmsu vandamálum sem geta komið upp. T.d er farið yfir hvenær sé heppilegur tími fyrir börn að fara í sér herbergi, hvernig á að kenna börnum að sofna sjálfum, hverjar ástæðurnar geta verið þegar börn fara að vakna í tíma og ótíma á nóttunni og fl og fl og fl.

Það sem mér þótti mjög merkilegt og ég er viss um að ekki allir geri sér grein fyrir var kafli sem rætt var um hvenær börn eiga alls ekki að sofa uppí hjá foreldrum sínum og var það...

  • annað eða báðir foreldrar hafa drukki áfengi eða neytt annarra sljóvgandi lyfja
  • annað eða báðir foreldrar eru veikir
  • annað eða báðir foreldrar reykja, talið er að efni úr tóbaki geti borist með húð og hári þess sem reykir og geti þannig haft slæm áhrif á barnið.

Ég er rosalega ánægð að vera hætt þessum ósið!

Húrra fyri mér :)

Annars þarf ég að drífa mig til þess að gera góðverk dagsins

XXX

2 comments:

Unknown said...

Ég held að blómálfurinn eigi eftir að verða sundmaður mikill! :)
en gaman að lesa bloggið þitt alma mín, ég er búin að lesa karitas án titils og mér fannst hún mjög góð! Mæli með henni.
Verðum að fara að hittast braðum aftur, endilega að hittast oftar í hádeginu, ég skal næst koma með smá bakkelsi! :) verðum í bandi
kv. Heiða og kannski smá Hinrik

Heiða said...

Já! Húrra fyrir þér að vera hætt að reykja! Trúi vel að það sé 100x þess virði að skipta á barni og reykingum. Gangi ykkur vel í sundinu.
heidaa