Sunday, September 13, 2009

Aftur hingað...


Já ég hef ákveðið að færa mig aftur hingað. Það voru hvort sem er svo margir farnir að kíkja hinumegin og fáir sem kvitta þannig að ég hafði ekki hugmynd um hverjir voru að fylgjast með. Fólk blaðrar þessum lykilorðum villt og galið :) Er greinilega ekki alveg að fatta ástæðuna fyrir að bloggið er læst en well ekki meira um það........

Margt búið að gerast hjá okkur og höfum við það aldeilis fínt. Strumpur litli fékk nafn um síðustu helgi og heitir hann Benedikt Þór. Hann er skírður í höfuðið á báðum öfum sínum og pabba sínum.. ekki amarlegt það!

Ég nýt þess að vera heima í fæðingarorlofi, þvæ þvott, laga til, fer í göngutúra, horfi á sjónvarp, hangi allt of mikið í tölvunni, baka, þvæ meiri þvott, en fyrst og fremst hugsa ég um strumpinn minn og knúsa hann eins mikið og ég get....:=)

Hérna er hann....klárlega sætastur!

Innipúkinn hefur tekið öll völd hjá mér og er íbúðin okkar mín veröld þessa dagana. Ég nota þó tækifærið þegar MC dreamy er heima og fer í búðina eða eitthvað bara til að fara aðeins út.

Leiðarljós, Bolding og Grannar taka sinn tíma......

Er að prjóna mér lopapeysu sem á eftir að koma sér vel þegar Vetur konungur mætir á svæðið, ekki verður biðin efir honum mjög löng, því miður.

Reyni að vera dugleg uppdeita hérna inni fyrir ykkur sem ennþá nennið að fylgjast með.

Knús

XXX


2 comments:

Elísa Dagmar said...

Gaman að fá þig aftur hingað sæta mín.... :=) Knús og koss

ThP said...

skilja eftir spor, er það ekki alltaf gaman :)
hlakka til að fylgjast með ykkur og sæta Benedikt Þór!