Friday, January 8, 2010

Nýtt ár


Gleðilegt ár elsku þið og takk fyrir það gamla.

Fyrir mér þýðir nýtt ár nýtt upphaf á einhverju skemmtilegu og endalok á einhverju öðru.
Hvað fylgir 2010 verður spennandi að sjá....
Síðasta ár var án efa mitt besta og afkastamesta til þessa.

Benedikt Þór kom í heiminn!

Ótrúlega fallegur drengur sem ég er svo heppin að eiga :)


Annáll síðasta árs verður póstaður inn fljótlega já eða þegar ég finn mér nægan tíma til þess að skrifa hann...

Jólin liðu með mikilli gleði, nammiáti og öllu sem þeim fylgir... já kannski fyrir utan mikinn svefn ....


Áramótaheitin að þessu sinni voru meiri hamingja og betri lífstíll.

Ég held að ég verði í engum vandræðum með það fyrra þar sem strákarnir mínir sjá alveg um þann hluta :) en það síðarnefnda á það til að leggjast í dvala með hækkandi sól hjá mér eins og svo mörgum öðrum en kannski verð ég sérlega dugleg þar sem ég nálgast þrítugsaldurinn skuggalega hratt núna....

Eins gott að halda sér í góðu formi því ekki fækkar gráu hárunum...
Gráhært svín hljómar frekar illa :)

Ætla mér aftur af stað með bloggið, þetta er orðin fín pása.
Fylgist með..
XXX


1 comment:

Edda Soffía said...

Gleðilegt ár Alma mín og mikið er hann fallegur litli kúturinn þinn. Já það má nú segja að þú hafir átt gott ár, að fá svona fallegan dreng í hendurnar.
Kv Edda