Saturday, December 13, 2008

Jólin nálgast hratt

Jæja það er aldeilis......
Erum búin að vera heima hjúin síðustu daga og reyna að ná einhverri heilsu. Gummi er með lungnabólgu en er nú allur að koma til á pensilín skammti númer 2 og ég kom heim úr vinnunni á fimmtudag alveg eins og aumingi. Þar að leiðandi erum við að missa af desemberskemmtunum sem við stefndum á t.d jólglögg í gær og jólahlaðborð í kvöld enda forgangi að ná heilsunni. Tíminn líður allt of hratt þessa dagana, eigum eftir að gera nokkra hluti áður en við förum norður um næstu helgi.
Jólin koma nú samt hvort sem maður er tilbúin eða ekki!
Á morgun ætla ég að fara í smá laufabrauðsgerð með fændfólki mínu og hlakka ég mikið til þar sem þessi siður virðist ekki tíðkast í öllum fjölskyldum og hef ég alveg misst af þessu síðustu árin. Til stedur að fá gömlu bekkjarfálagana í heimsókn þann 27. des. Höfum ekkert náð að hittast í langan tím og er því mikil tilhlökkun. Verst er að ekki sjá sér allir fært að koma heim á klakann um jólin og því verður margra sárt saknað!
En ...... later!
XXX

3 comments:

Unknown said...

láttu þér batna alma mín! hlakka til að hitta þig um jólin, verðum að spila og hafa það gaman!
bið að heilsa gummaling!
knús

hilda said...

við Gummi náðum held ég samningum um lungnaskipti á facebook....hehe...vonandi er ykkur að batna...veit sko alveg hvað þetta er óþægilegt og leiðinlegt bara....knús í kotið;)

Marta María said...

já þessi lunabólga er frekar skæð og ég er búinn að fá 2 slíkar á þessu ári og þetta er rosaleg... ég vona að Gummi sé búin að jafna sig...svo með 27 des þá á ég eftir að sakna ykkar svo mikið og ég væri alveg til að hoppa upp í næstu flugvél og hitta ykkur