Thursday, December 4, 2008

Ísland í dag....


Hvað er að gerast eiginlega? Dabbi kóngur neitar að greina frá því sem hann veit um af hverju Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann! Hann ber fyrir sig bankaleynd!

Og hvað? Getur hann það bara? Helvítis bananalýðveldi. Ég er nú ekki mikið að velta þessum hlutum fyrir mér en er samt sem áður búin að fá mig fullsadda á þessum bjánaskap sem þetta allt saman er. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar spila kreppuskpilið raunverulega þá eru fullt af fólki að missa heimilin sín og stefna í gjaldþrot! Er það bara allt í lagi?


Annars svo ég haldi nú áfram á auglýsa Stefán Pétur þá var að koma í sölu eftir hann þessi Íslands platti sem er hér fyrir ofan. Þetta er svona pottleppi, þolir mikinn hita og uppþvottavélina. Bara flottur.....

Jæja það sem er helst að frétta......
  • Signý sæta kemur til okkar í dag sem er bara gaman.

  • Ætla að hitta Mývatnssveitarpíurnar annaðkvöld yfir jólglöggi og konfekti líka bara gaman.

  • Í vinnunni minni fá allir einn bökunardag í frí í desember, algjör snilld.

  • Ætla með Ásgeiri brotnu löpp að verlsa jólagjafir í dag.........

Þannig er það nú bara


XXX

2 comments:

Elísa Dagmar said...

Já vá maður verður svo reiður.. Það er alltaf þessi helvítis bankaleynd búllshitttttttt..... Það er bara svo þeir þurfi ekki að segja frá sínum mistökum og ekkert annað..
En hlakka til að sjá þig á morgun sæta mín kisss kisss

Rósa said...

Dabbi er og hefur alltaf verið glataður gaur!!!

Góða skemmtun í jólainnkaupunum :)