Wednesday, September 30, 2009

HOME SWEET HOME

Ég og litli blómálfurinn minn komum heim í gær eftir aldeilis fínt frí í Mývantssveit. Sveitin skartar sínu fegursta núna í haustlitunum, reyndar finnst mér þetta alltaf vera fallegasti staðurinn hvort sem það er sumar, vetur vor eða haust.

Alma smalastelpa..

Það er eitthvað svo mikil orka í gangi þarna og ég finn hvað batteríin hlaðast með hverjum deginum í kyrrðinni og fegurðinni. Ég vildi óska að það væri örlítið styttra að fara þangað þannig að ég gæti farið oftar. Reyndar fórum við bara með flugi í gær sem er nú ansi ljúft þar sem ferðin tekur bara 45 mín frá Akureyri town til Reykjavík city í staðin fyrir 4-5 tíma..... síðan er nú síðasti klukkutíminn alltaf svo fljótur að líða......
Það var alveg merkilegt í gær að ég var búin að kvíða svo fyrir að fara með stubbinn minn í flug þar sem mér er ekkert sérstaklega vel við að fljúga innanlands þar sem það er oft svo mikil ókyrrð í loftinu. Það var líka alveg þannig í gær sérstaklega í flugtakinu en ég var svo upptekin af því að hugsa um strumpinn minn og passa að honum liði nú vel að ég hafði engan tíma til þess að hugsa um það hvort ég væri eitthvað hrædd eða ekki......alveg magnað!
Það var mjög ljúft að koma heim því ég var farin að sakna betri helmingsins míns mikið enda var ég orðin svo spennt eftir að sjá hann að hjartað hamaðist ......haha alveg eins og við værum ný byrjuð saman.....
Þeim feðgum þótti líka mjög gott að hittast og knúsuðust mikið í gærkveldi.
Að allt öðru..........
Orðatiltækið "nú eru góð ráð dýr" er mér eitthvað ofarlega í huga þar sem allir eða allavega margir sem verða á vegi mínum þessa dagana finna hjá sér óstjórnlega þörf til þess að koma með góð ráð bæði varðandi brjóstagjöfina og eða umönnun ungabarna. Þetta er allt gott og blessað nema það að þessi segir eitthvað, næsti segir annað og hinn alveg akkurat mótsögn við það sem hinir voru búnir að segja ;/ þið skiljið hvað ég meina? Þannig að það sem maður græðir er bara að verða ennþá ráðvilltari í kollinum.
Þetta var líka svona þegar ég var ólétt og ég er orðin alveg rosa þreytt á þessu og ætla að passa mig sjálf þegar vinkonur mínar fara að eiga börn að vera ekki alltaf að segja þú skalt gera þetta svona en ekki hinsegin því það virkaði fyrir mig en........... málið er að það virkar kannski ekki fyrir næsta mann!!! vó þetta er altof flókið hjá mér....
Ég var að lesa bók heima hjá mömmu sem var gefin út árið 1982 um umönnun ungbarna og vá hvað það hefur margt breyst síðan þá. Þar er mikið lagt uppúr sykurvatni fyrir börnin og í dag er ekki einu sinni mælst til þess að gefa þeim venjulegt vatn fyrr en nokkra mánaða....
þar var einnig verið að segja hvernig ætti að blanda mjólk handa þeim börnum sem gætu ekki verið á brjósti og það var einhver x hluti sykurvatn og svo x hluti nýmjólk!! ótrúlegt þar sem börn meiga alls ekki fá kúamjólk fyrr en seint og síðarmeir. En eitt sem er gott að hafa í huga er að okkur varð nú ekkert sérstaklega meint af.... eða hvað??
Gaman að sjá hvað hlutirnir breytast mikið og það þarf nú ekki meira til en bara að það séu nokkur ár á milli barnanna hjá fólki til þess að ráðleggingarnar séu orðnar allt aðrar og má þá t.d nefna svefnstellingar. Fyrir mjög stuttu síðan áttu öll börna að sofa á hliðinni en alls ekki á bakinu en núna eiga öll börn að sofa á bakinu...........
Jæja ekki meira röfl í bili
XXX

5 comments:

ThP said...

skemmtilegt blogg :)
og já litirnir í sveitinni eru bestir!
annars kannast ég aveg við þetta með ráðin, í flestum tilfellum vill fólk náttúrulega vel, það var samt orðið þannig þegar ég var sem verst í húðinni að fólk kom heim til mín með krem til að prófa :) ég á núna 2 plastkassa fulla af húðkremum... æji já.
en þið eruð sæt, og benedikt er súperkrútt. mér finnst leiðinlegt að hafa misst af ykkur! en við reynum alveg pottþétt að hittast í næstu ferð, er þaggi?

kv. Þuríður

Alma said...

Jú endilega reynum það!

Heiða said...

Haha! Þetta með ráðin er ótrúlega fyndið! Skil þig vel með sveitina. Þó mér finnist brill að búa í London þá næ ég hvergi almennilegri jarðtengingu nema upp í sveit. Þar verður allt svo kyrrt og einfalt. Líka hugurinn.

Elísa Dagmar said...

Já ég er alveg sammála þér með ráðleggingarnar... Þó svo að Ásgeir Örn sé ekki eldri en hann er, er einhvernveginn allt annað í gangi í dag en var þá... Og mamma var einmitt að segja mér um daginn að þegar ég var lítil þá var ráðlagt að börn svæfu alltaf á maganum ahahah... Þetta er fljótt að breytast... en gaman að lesa og verð að fara að sjá ykkur sem fyrst... knús í hús... XOXO

Aldís said...

Ég man eftir þessu með ráðin og ráðaleysið sem getur fylgt þeim. En það var fullorðin ljósmóðir sem gaf mér besta ráðið af öllum þegar hún sagði: "Þetta er þitt barn Aldís mín, þú ein veist hvað því er fyrir bestu." Ég held að farsælast sé að trúa því í hjarta sínu og skoða öll önnur ráð með það í huga.