Sunday, January 17, 2010

Kreppuljóð

Ah ég bara varð þetta er eitthvað svo fyndið en jafnframt sorglegt
2007

Ég á minnsta húsið í götunni,
húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn rennir í pottinn hjá sér
kólna allir ofnarnir hjá mér.

Eftir að granninn gerði upp garðinn hjá sér
skín ekki sólin lengur í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherrana í grillið til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.

Granninn á jeppa af flottustu sort,
en ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinnuna með rútunni,
en hann með einkaþyrlunni.

2008

Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.

Þegar granninn er með veislu hjá sér,
býður hann öllum, öllum - nema mér.
Elton John skemmti lýðnum í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.

Óþolandi er oft, vel stæði granninn minn,
Það trúa því fáir, að hann sé sonur minn.

2009

Nú er hann kominn á heimilið mitt
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.

Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.

Höfundur ókunnur

Vettlingar!

Hérna eru vettlingarnir sem ég gerði handa Stefáni og Hildi í jólagjöf. Ég gleymdi að taka myndir af 3 öðrum pörum sem ég gerði :(

Kindur já eða hrútar handa Stefáni
Blóm handa Hildi.

Annars vorum við að koma heim úr Grímsnesinu þar sem við áttum frábæra helgi með góðum vinum. Rauðvín, heitur pottur, spil og góður félagsskapur getur ekki klikkað.

Blómálfurinn minn lærði að sitja alveg sjálfur í dag og vá hvað ég er stolt af honum. Hann er náttúrlega bara bestur.

Hildur uppáhalds mágkona mín á afmæli í dag. Innilega til hamingju yndisleg!

Annáll 2009 er ennþá í vinnslu en kemur

XXX


Friday, January 8, 2010

Nýtt ár


Gleðilegt ár elsku þið og takk fyrir það gamla.

Fyrir mér þýðir nýtt ár nýtt upphaf á einhverju skemmtilegu og endalok á einhverju öðru.
Hvað fylgir 2010 verður spennandi að sjá....
Síðasta ár var án efa mitt besta og afkastamesta til þessa.

Benedikt Þór kom í heiminn!

Ótrúlega fallegur drengur sem ég er svo heppin að eiga :)


Annáll síðasta árs verður póstaður inn fljótlega já eða þegar ég finn mér nægan tíma til þess að skrifa hann...

Jólin liðu með mikilli gleði, nammiáti og öllu sem þeim fylgir... já kannski fyrir utan mikinn svefn ....


Áramótaheitin að þessu sinni voru meiri hamingja og betri lífstíll.

Ég held að ég verði í engum vandræðum með það fyrra þar sem strákarnir mínir sjá alveg um þann hluta :) en það síðarnefnda á það til að leggjast í dvala með hækkandi sól hjá mér eins og svo mörgum öðrum en kannski verð ég sérlega dugleg þar sem ég nálgast þrítugsaldurinn skuggalega hratt núna....

Eins gott að halda sér í góðu formi því ekki fækkar gráu hárunum...
Gráhært svín hljómar frekar illa :)

Ætla mér aftur af stað með bloggið, þetta er orðin fín pása.
Fylgist með..
XXX


Tuesday, November 10, 2009

Sá síðasti slekkur í Leifstöð!

Ég held svei mér þá að þetta endi svona! Án gríns. Ætli það sé einhver til í að taka á móti 370.000 blönkum Íslendingum???
Getum við kannski bara flutt öll til Vestmannaeyja og stofnað nýtt ríki?
Allavega er ég alveg komin með nóg og miklu meira en það af öllu þessu bulli.
Og afsakið að ég segi það þá er Steingrímur Joð óvinsælasti maður lansins um þessar mundir.
En hvað ég er nú fegin að hafa ekki kosið hann......
McDreamy fór að heiman í nokkra dag til Danaveldis og var ég því grasekkja á meðan. Mamma og var með okkur á meðan og áttum við mjög svo notalegan tíma saman.
ÉG og blómálfurinn minn fengum fullt af fínum pökkum frá útlandinu og brosum bara allann hringinn núna. Ekki samt yfir pökkunum heldur að vera búin að fá heimilisfaðirnn heim aftur:)
Það er sem betur fer eitthvað eftir til að brosa yfir og alveg nóg af því :)
ÉG vona að þið hafið það líka
Jólin nálgast hratt og hlakka ég mikið til þeirra. Fengum góðar fréttir varðandi þau sem gerir eftirvæntinguna ennþá meiri.
Ég er samt að spá hvort það sé einhver yfir höfuð að lesa þetta blogg?
Ef svo er þá endilega kvitta því annars held ég að ég hætti þessu bara í bili.
Er hvort eð er frekar ódugleg þessa dagana.
Knús á ykkur
XXX

Monday, November 2, 2009

svín eða ekki svín?

Báðir strákarnir mínir eru veikir:(
Hundfúlt!
Þurftum þar að leiðandi að sleppa sundæfingu í dag......
Við mæðgin ein heima næstu helgi.....
....heimilisfaðirinn ætlar að hitta prinsessuna sína í Danaveldi.
Amma Solla verður hjá okkur á meðan....
....vonandi stoppar flensan stutt hjá okkur, henni var ekki boðið og er mjög svo óvelkomin.
Erfitt að sjá litla blómálfinn hálfómögulegan með hor í nös...:(
52 dagar í jólin!
XXX

Tuesday, October 27, 2009

730 dagar!

Jebb í dag eru 2 ár eða 730 dagar síðan ég hitti McDreamy á Sólon.
Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða!
Það var ekki aftur snúið eftir það þótt þetta hafi nú ekki verið í fyrsta skiptið sem ég sá hann heldur fyrsti planaði hittingurinn hjá okkur.
Það voru sko alveg ljón á veginum hjá okkur en það hafði ekkert að segja.
Þetta var bara einfaldlega meant to be......:)
Mjög svo góðir 730 dagar
more to come...
XXX

Monday, October 26, 2009

facebookið

Vitið þið að það er hægt að ráða því hverjir finna þig í leitinni á facebook?
Hversu fyndið og kjánalegt er það þegar viðkomandi getur hvort eð er ekki séð neitt um þig?
XXX