Tuesday, November 10, 2009

Sá síðasti slekkur í Leifstöð!

Ég held svei mér þá að þetta endi svona! Án gríns. Ætli það sé einhver til í að taka á móti 370.000 blönkum Íslendingum???
Getum við kannski bara flutt öll til Vestmannaeyja og stofnað nýtt ríki?
Allavega er ég alveg komin með nóg og miklu meira en það af öllu þessu bulli.
Og afsakið að ég segi það þá er Steingrímur Joð óvinsælasti maður lansins um þessar mundir.
En hvað ég er nú fegin að hafa ekki kosið hann......
McDreamy fór að heiman í nokkra dag til Danaveldis og var ég því grasekkja á meðan. Mamma og var með okkur á meðan og áttum við mjög svo notalegan tíma saman.
ÉG og blómálfurinn minn fengum fullt af fínum pökkum frá útlandinu og brosum bara allann hringinn núna. Ekki samt yfir pökkunum heldur að vera búin að fá heimilisfaðirnn heim aftur:)
Það er sem betur fer eitthvað eftir til að brosa yfir og alveg nóg af því :)
ÉG vona að þið hafið það líka
Jólin nálgast hratt og hlakka ég mikið til þeirra. Fengum góðar fréttir varðandi þau sem gerir eftirvæntinguna ennþá meiri.
Ég er samt að spá hvort það sé einhver yfir höfuð að lesa þetta blogg?
Ef svo er þá endilega kvitta því annars held ég að ég hætti þessu bara í bili.
Er hvort eð er frekar ódugleg þessa dagana.
Knús á ykkur
XXX

Monday, November 2, 2009

svín eða ekki svín?

Báðir strákarnir mínir eru veikir:(
Hundfúlt!
Þurftum þar að leiðandi að sleppa sundæfingu í dag......
Við mæðgin ein heima næstu helgi.....
....heimilisfaðirinn ætlar að hitta prinsessuna sína í Danaveldi.
Amma Solla verður hjá okkur á meðan....
....vonandi stoppar flensan stutt hjá okkur, henni var ekki boðið og er mjög svo óvelkomin.
Erfitt að sjá litla blómálfinn hálfómögulegan með hor í nös...:(
52 dagar í jólin!
XXX

Tuesday, October 27, 2009

730 dagar!

Jebb í dag eru 2 ár eða 730 dagar síðan ég hitti McDreamy á Sólon.
Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða!
Það var ekki aftur snúið eftir það þótt þetta hafi nú ekki verið í fyrsta skiptið sem ég sá hann heldur fyrsti planaði hittingurinn hjá okkur.
Það voru sko alveg ljón á veginum hjá okkur en það hafði ekkert að segja.
Þetta var bara einfaldlega meant to be......:)
Mjög svo góðir 730 dagar
more to come...
XXX

Monday, October 26, 2009

facebookið

Vitið þið að það er hægt að ráða því hverjir finna þig í leitinni á facebook?
Hversu fyndið og kjánalegt er það þegar viðkomandi getur hvort eð er ekki séð neitt um þig?
XXX

Sunday, October 25, 2009

Draumlandið og sundæfingar...

Í gær fórum við með soninn á sína fyrstu sundæfingu:) Hann var ótrúlega duglegur en honum stökk þó ekki bros á vör. Það var alveg greinilegt að honum þótti þetta notalegt en var samt smá undrandi á þessu öllu saman. Við vorum mikið stollt af honum og ég er viss um að hann verður sundmaður mikill :)

Hérna erum við mæginin í góðum gír

Annars að allt öðru. Ég er mikill lestrarhestur og á megöngunni vissi ég nákvæmlega hvað var að gerast og fylgdist vel með öllum stigum meðgöngunnar. Ég las allar bækur á bókasafninu sem snéru að henni (eflaust allt of mikið).

Núna er ég bara að lesa öðruvísi bækur og eru núna 3 á náttborðinu. Það er Karitas án titils, sem lofar mjög góðu, Árin sem enginn man sem er leiðinlega fræðileg en samt áhugaverð og síðast en ekki síst Draumaland sem mig langar aðeins að segja frá...

Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar Draumaland um svefn og svefnvenjur barna frá 0 til 2 ár aldurs. Hún er ótrúlega fræðandi og skyldueign allra foreldra að mínu mati. Núna erum við að vinna í því að stilla sveftíma blómálfisns aðeins betur þar sem hann fer svo seint að sofa á kvöldin og vill helst láta halda á sér...:)

Í bókinni er margir áhugaverðir punktar og svör við lausnum á hinu ýmsu vandamálum sem geta komið upp. T.d er farið yfir hvenær sé heppilegur tími fyrir börn að fara í sér herbergi, hvernig á að kenna börnum að sofna sjálfum, hverjar ástæðurnar geta verið þegar börn fara að vakna í tíma og ótíma á nóttunni og fl og fl og fl.

Það sem mér þótti mjög merkilegt og ég er viss um að ekki allir geri sér grein fyrir var kafli sem rætt var um hvenær börn eiga alls ekki að sofa uppí hjá foreldrum sínum og var það...

  • annað eða báðir foreldrar hafa drukki áfengi eða neytt annarra sljóvgandi lyfja
  • annað eða báðir foreldrar eru veikir
  • annað eða báðir foreldrar reykja, talið er að efni úr tóbaki geti borist með húð og hári þess sem reykir og geti þannig haft slæm áhrif á barnið.

Ég er rosalega ánægð að vera hætt þessum ósið!

Húrra fyri mér :)

Annars þarf ég að drífa mig til þess að gera góðverk dagsins

XXX

Tuesday, October 13, 2009

Quality time....

Já þetta er aldeilis ljúft líf sem ég lifi. Í fyrsta lagi er núna seinna í mánuðinum 2 ár síðan ég kynntist mínum McDreamy og eins og allir vita þá leiddi sá hittingur til svo mikils meira..... og síðar til lítils snáða sem er sólargeislinn í lífi okkar! Ég skil núna þegar fólk er að tala um að það viti ekki hvað það var að gera áður en börnin þeirra fæddust, ég veit ekki hvað ég var að gera áður en ég átti litla geimsteininn minn og ekki heldur áður en ég hitti McDreamy og er ég þá að meina hvað lífið er orðið mikið innihaldsríkara núna en það var áður.
Ég var vakin kl 6 í morgun af svöngum blómálfi en þegar hann var búin að drekka þá mundi hann hvað lífið er skemmtilegt og ákvað að hlæja af því í svolitla stund og brosti allan hringinn. Hann bræðir mitt hjarta með einu litlu brosi þanni að ég fór glöð á lappir með honum. Við lögðum okkur svo bara aftur kl 07:30....þetta kalla ég nú ljúft líf!
Þetta er yndislegur tími að vera í fæðingarorlofi og nýt ég hverrar mínútu....
....stundum sakna ég þess samt smá að hitta ekki fleira fólk en það er algjörlega í mínum höndum þar sem ég er eitthvað svo treg að fara út og trufla rútínuna okkar sem er að komast í ágætis skorður núna. Fæ nú reyndar líka alveg góðar heimsóknir inn á milli.
Svínaflensan.........
Hvaða rugl er í gangi með hana? Það er víst fólk að veikjast mjög alvarlega núna.....mér finnst þetta rosa skerí...og þá sérstaklega blómálfsins vegna.
Langar aftir í 2007 ruglið nenni ekki þessu mikið lengur!
.....flytja úr landi kemur sterklega til greina hvað mig varðar....
Sakna.....
Ég sakna þess ótrúlega mikið núna að vera í skóla, furðulegt þar sem fyrir svo mjög stuttu síðan var ég með algjöra ælu og gat ekki hugsað mér að fara aftur í bráð...
Held að ég sakni samt skólafélaganna mest!
Spurning um að skoða hvað er í boði varðandi það.
Jólin....
Mér reiknast svo að það séu 73 dagar til jóla! Og það er ótrúlega fljótt að líða.
Alveg kominn tími til að undirbúa sig og fara að kaupa jólagjafir.
Jólin verða að þessu sinni haldin í Kópavogi og ætlum við að búa til okkar jólasiði.....
Skemmtilegt en jafnframt svoldið blendnar tilfinningar með það.
Kiss kiss
XXX

Wednesday, October 7, 2009

Bleika slaufan


ÉG fór í gær og keypti bleiku slaufuna til þess að styrkja gott málefni en ekki skemmir fyrir að hún er rosalega flott í ár, mun flottari en hún var í fyrra og fer vel á úlpunni minni.
Ert þú búin að kaupa ?
Greys anatomy er að byrja aftur og ég er alveg að deyja úr spenningi. Ég lifi mig svo agalega inní þessa þætti og svo er það náttúrlega Dr McDreamy sem er mjög HEITUR:) En ekki eins og minn McDreamy......
Átak í gangi, ekkert nammi á virkum dögum, hrökkbrauð, tómatar og kotasæla á daginn og það er alveg mega erfitt og leiðinlegt átak haha en...........það gengur bara fjandi vel.
Vigtin er að detta í sömu tölu og fyrir óléttu og þannig að núna er stefna tekin á fyrir Hvanneyri eða 2005!
Hörku æfingar eru ekki komnar inní prógrammið en það stendur allt til bóta.
Fjölskyldustund verður hjá okkur á laugardögum þar sem við ætlum með pjakkinn okkar í ungbarnasund og er mikil tilhlökkun í gangi með það.
Fína lopapeysan er alveg að klárast, hlakka til að monta mig af henni:/
XXX

Wednesday, September 30, 2009

HOME SWEET HOME

Ég og litli blómálfurinn minn komum heim í gær eftir aldeilis fínt frí í Mývantssveit. Sveitin skartar sínu fegursta núna í haustlitunum, reyndar finnst mér þetta alltaf vera fallegasti staðurinn hvort sem það er sumar, vetur vor eða haust.

Alma smalastelpa..

Það er eitthvað svo mikil orka í gangi þarna og ég finn hvað batteríin hlaðast með hverjum deginum í kyrrðinni og fegurðinni. Ég vildi óska að það væri örlítið styttra að fara þangað þannig að ég gæti farið oftar. Reyndar fórum við bara með flugi í gær sem er nú ansi ljúft þar sem ferðin tekur bara 45 mín frá Akureyri town til Reykjavík city í staðin fyrir 4-5 tíma..... síðan er nú síðasti klukkutíminn alltaf svo fljótur að líða......
Það var alveg merkilegt í gær að ég var búin að kvíða svo fyrir að fara með stubbinn minn í flug þar sem mér er ekkert sérstaklega vel við að fljúga innanlands þar sem það er oft svo mikil ókyrrð í loftinu. Það var líka alveg þannig í gær sérstaklega í flugtakinu en ég var svo upptekin af því að hugsa um strumpinn minn og passa að honum liði nú vel að ég hafði engan tíma til þess að hugsa um það hvort ég væri eitthvað hrædd eða ekki......alveg magnað!
Það var mjög ljúft að koma heim því ég var farin að sakna betri helmingsins míns mikið enda var ég orðin svo spennt eftir að sjá hann að hjartað hamaðist ......haha alveg eins og við værum ný byrjuð saman.....
Þeim feðgum þótti líka mjög gott að hittast og knúsuðust mikið í gærkveldi.
Að allt öðru..........
Orðatiltækið "nú eru góð ráð dýr" er mér eitthvað ofarlega í huga þar sem allir eða allavega margir sem verða á vegi mínum þessa dagana finna hjá sér óstjórnlega þörf til þess að koma með góð ráð bæði varðandi brjóstagjöfina og eða umönnun ungabarna. Þetta er allt gott og blessað nema það að þessi segir eitthvað, næsti segir annað og hinn alveg akkurat mótsögn við það sem hinir voru búnir að segja ;/ þið skiljið hvað ég meina? Þannig að það sem maður græðir er bara að verða ennþá ráðvilltari í kollinum.
Þetta var líka svona þegar ég var ólétt og ég er orðin alveg rosa þreytt á þessu og ætla að passa mig sjálf þegar vinkonur mínar fara að eiga börn að vera ekki alltaf að segja þú skalt gera þetta svona en ekki hinsegin því það virkaði fyrir mig en........... málið er að það virkar kannski ekki fyrir næsta mann!!! vó þetta er altof flókið hjá mér....
Ég var að lesa bók heima hjá mömmu sem var gefin út árið 1982 um umönnun ungbarna og vá hvað það hefur margt breyst síðan þá. Þar er mikið lagt uppúr sykurvatni fyrir börnin og í dag er ekki einu sinni mælst til þess að gefa þeim venjulegt vatn fyrr en nokkra mánaða....
þar var einnig verið að segja hvernig ætti að blanda mjólk handa þeim börnum sem gætu ekki verið á brjósti og það var einhver x hluti sykurvatn og svo x hluti nýmjólk!! ótrúlegt þar sem börn meiga alls ekki fá kúamjólk fyrr en seint og síðarmeir. En eitt sem er gott að hafa í huga er að okkur varð nú ekkert sérstaklega meint af.... eða hvað??
Gaman að sjá hvað hlutirnir breytast mikið og það þarf nú ekki meira til en bara að það séu nokkur ár á milli barnanna hjá fólki til þess að ráðleggingarnar séu orðnar allt aðrar og má þá t.d nefna svefnstellingar. Fyrir mjög stuttu síðan áttu öll börna að sofa á hliðinni en alls ekki á bakinu en núna eiga öll börn að sofa á bakinu...........
Jæja ekki meira röfl í bili
XXX

Sunday, September 13, 2009

Aftur hingað...


Já ég hef ákveðið að færa mig aftur hingað. Það voru hvort sem er svo margir farnir að kíkja hinumegin og fáir sem kvitta þannig að ég hafði ekki hugmynd um hverjir voru að fylgjast með. Fólk blaðrar þessum lykilorðum villt og galið :) Er greinilega ekki alveg að fatta ástæðuna fyrir að bloggið er læst en well ekki meira um það........

Margt búið að gerast hjá okkur og höfum við það aldeilis fínt. Strumpur litli fékk nafn um síðustu helgi og heitir hann Benedikt Þór. Hann er skírður í höfuðið á báðum öfum sínum og pabba sínum.. ekki amarlegt það!

Ég nýt þess að vera heima í fæðingarorlofi, þvæ þvott, laga til, fer í göngutúra, horfi á sjónvarp, hangi allt of mikið í tölvunni, baka, þvæ meiri þvott, en fyrst og fremst hugsa ég um strumpinn minn og knúsa hann eins mikið og ég get....:=)

Hérna er hann....klárlega sætastur!

Innipúkinn hefur tekið öll völd hjá mér og er íbúðin okkar mín veröld þessa dagana. Ég nota þó tækifærið þegar MC dreamy er heima og fer í búðina eða eitthvað bara til að fara aðeins út.

Leiðarljós, Bolding og Grannar taka sinn tíma......

Er að prjóna mér lopapeysu sem á eftir að koma sér vel þegar Vetur konungur mætir á svæðið, ekki verður biðin efir honum mjög löng, því miður.

Reyni að vera dugleg uppdeita hérna inni fyrir ykkur sem ennþá nennið að fylgjast með.

Knús

XXX


Tuesday, March 31, 2009

Aftur þetta blogg?

Ég er mikið að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að færa mig bara aftur yfir á þetta blogg. Þetta bloggsvæði er svo mikið skemmtilegra í alla staða fyrir utan læsinguna. Ef ég læsi þessu þá verð ég að bjóða öllum þeim sem eiga að fá að lesa og ég nenni því ekki þannig að spurning um að hafa bara bloggið opið........
Eins og áður hefur komið fram þá er ég ekki alveg til í að hver sem er lesi en við nánari athugun þá kannski skiptir það ekki neinu máli.
Þetta eru nú ekki margar manneskjur ..........
Kjánalegt að láta eina mannesku hafa áhrif á hvar ég er að blogga......
Ætla að hugsa málið aðeins betur....
XXX

Tuesday, January 27, 2009

NÝTT BLOGG

JÆJA búin að færa mig yfir á almabene.bloggar.is Endilega sendið mér póst á almadrofn@gmail.com eða fáið aðgangsorðið hjá mér á msn eða facebook.
Annar smá vísbending Ég, Ólöf og Elísa erum allar með þannig........ (eingungis þeir þekkja mig vel skilja þetta).
Sjáumst þar
XXX

Monday, January 26, 2009

Bóndagur & Lítill Ljónsungi

Takk fyrir allar kveðjurnar yndislega fólk!
Bóndagurinn var góður dagur, var reyndar heima smá lasin ekkert til að tala um samt. Gaf elskunni minn pakka í rúmið þegar við vökunuðum, sendi honum svo kort og við Signý fórum svo og keyptum handa honum blóm sem honum finnst reyndar ekki lykta vel! Hehe þetta voru hvítar RisaLiljur, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en jú það er dáldið sterk lykt af þeim. Eldaði svo góðan mat þannig að þetta var allt voða notalegt!
Annars var ég að lesa um stjörnumerkin og litla krílið okkar verður að öllum líkindum Ljón.
Það lítur út fyrir að það verði stuð hjá okkur miðað við lýsingarnar


Ljónið
23. júlí - 22. ágúst


Konungurinn í frumskóginum er mættur og vill einmitt vera meðhöndlaður í samræmi við tign sína. Litla ljónið þarfnast athygli (við erum að tala um að vera alltaf miðdepill athyglinnar!) og vill láta taka eftir sér og láta dást að sér. Það getur verið mikil vinna að eiga börn í ljónsmerkinu. Börnin eru oft hávaðasöm og mjög opin í tjáningu. Ef barnið er ánægt er það yndislegasta og fallegasta barn í heimi en ef það er óánægt öskrar það og lætur öllum illum látum. Heimilislífið kemur til með að snúast mikið í kringum kraftmikinn ljónsungann sem getur verið mjög stjórnsamur og frekur. Það þýðir ekki að segja ljóninu að læðast meðfram veggjum því slíkt er andstætt eðli þess og er ekki til annars en að brjóta það niður. Vingjarnleg ákveðni er það sem dugar best. Ljónið er merki stjórnunar og foreldrar þurfa að virða þörf þess fyrir persónulegt sjálfstæði og því er gott að fela því snemma ábyrgð. Mikilvægt er að kenna því að taka tillit til annarra. Það þarf að taka tillit til þess í uppeldi að ljónið er einstakt og veita því athygli, hvatningu og ekki síst að hrósa því þegar það hefur gert eitthvað jákvætt.
Er að undirbúa síðuna nýju.... almabene.bloggar.is
Læt ykkur vita þegar ég hef sett inn fyrstu færslu og þá hætti ég með þetta blogg.
XXX

Wednesday, January 21, 2009

Lítill bumbubúi!

Ég sagði frá því að ég hefði farið í myndatöku á mánudaginn og hérna er ein af myndunum:)
Litla krílið er væntanlegt í heiminn næsta sumar eða um mánaðarmótin júlí-ágúst.
Mér sýnist það vera alveg eins og ég heeh eða hvað finnst ykkur?
XXX

Tuesday, January 20, 2009

Rómantík í myrkrinu

jæja ég held að ég hafi ekki unnið í lottóinu að þessu sinni en vinningsmiðinn var samt keyptur í Firðinum þar sem ég keypti minn......
En það verður seinna alveg er ég viss um það :)
Ég átti yndislega helgi á Hellum hjá ömmu og afa um síðustu helgi. Það er hvergi betra að vera og hlaða rafhlöðurnar. Þar var mikið borðað eins og vanalega og lítið annað gert nema spjalla við heimilisfólkið. Las reyndar eina bók sem heitir "Eins manns kona" og er endurminningar Tove Engilberts og er hin skemmtilegasta bók, mæli alveg með henni. Svo er náttúlega alltaf 30 stiga hiti þarna inni þannig að maður er hálf meðvitundalaus á milli máltíða:)
Prinsessan hans Gumma kemur til okkar um helgina þannig að það er mikið tilhlökkunarefni, alltaf jafn gaman að hafa hana hún er svo yndisleg eins og pabbi sinn :)
Hildur mágkona mín átti afmæli á laugardaginn þannig að ég óska henni innilega til hamingju mað daginn! Missti því miður af veislunni kem bara og heimta köku í vikunni í skiptum fyrir pakka....
Bóndadagurinn er á föstudag og Þorrablót í sveitinni minni fögru sem ég missi af. Þetta er í annað skiptið síðan ég var 16 ára sem ég missi af þessum ótrúlega skemmtilega viðburði, í fyrra skiptið bjó ég í Englandi en í þetta skiptið höfum við bara ákveðið að fara ekki. Þetta á eftir að reynast mér mjög erfitt eins gott að Gummi sé búin að æfa eitthvað skemmtiatriði/leikrit til að bæta mér þetta upp:)
Annars langar mig svo að gera eitthvað skemmtileg í tilefni bóndagdagsin hann á það svo skilið, ég bara veit ekki hvað, einhverjar hugmyndir????
Ég fór í myndatöku í gær rosa flotta ég skal henda inn einhverjum myndum fyrir ykkur fljótlega..
Mér finnst vera svo rómantískur tími núna í vændum Bóndadagur, Konudagurinn og Valentínusardagurinn allir á einum mánuði.
Um að gera að gleðja hvort annað í myrkrinu...
XXX

Thursday, January 15, 2009

$$$$$$$$$$$$$$$$


Mig dreymdi fyrir peningum í nótt! jamm dreymdi mannaskít eins geðslegt og það er sem er eins og allir vita fyrir peningum. Á draumur.is segir: Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Vúhú

Þannig að nú er spurning hvort ég eigi að fara og kaupa fullt af happaþrennum, lottómiða og víkingalottó eða bara ekki neitt.....

Hvað segið þið um það?

En það er alveg spurning hvort ég sé nokkuð berdreyminn....

Mig dreymdi reyndar draum um daginn sem rættist, segi kannski frá honum síðar......
en nú reynir á það hvort ég sé draumspök manneskja :)
Ekkert annað að gera nema bara bíða eftir peningunum haha
XXX

Monday, January 12, 2009

lífið í dag

Jæja enn ein helgin að baki. Fórum í jóga hjónaleysin á Laugardagsmorgun og höfðum gaman af. Stóðum okkur bæði eins og hetjur. Held reyndar að Gummi ætli að láta þennan tíma duga í bili þar sem hann ætlar að skella sér í mánaðar CrossFit námsekið frá og með deginum í dag. Ég segi bara verði honum að góðu.......
Kannski verður hann farinn að spegla sig með Gilz og félögum fyrir páska........hver veit.
Ég ætla allavegna að fara aftur í jóga í kvöld þrátt fyrir mega strengi frá síðasta tíma.
Annars fékk ég leiðinlegar fréttir áðan. Sverrir Heiðar kennari í LBHI (Hvanneyri) lést í nótt. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli sumarið 2007. Hann var þá ný orðinn fertugur og lætur eftir sig konu og börn. Margir eiga um mjög sárt að binda núna.
Þetta er ótrúlega ósanngjarnt.......
Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér hamingju,
ég las það áðan einhverstaðar að hamingjan kemur ekki með fjár.
Við vitum öll að það er vissulega rétt en ég er t,.d hamingjusöm og ég er alveg viss um að ég hefði orðið pínulítið hamingjusamari ef ég hefði unnið í lottó um helgina:)
Bara pínulítið.....
En ég vinn nú ekki einu sinni fanta flösku í Bingó þannig að væntingarnar voru ekki miklar.
Ég er samt alltaf að vinna......
XXX

Friday, January 9, 2009

ANDLAUS

........þessa dagana eitthvað.
Fyrsta vinnuvikan á nýju ári senn á enda. Mikið verður gott að fara í helgarfrí, maður er alveg uppgefin eftir vikuna. Það ætti að vera bannað að skella á mann heilli vinnuviku eftir svona langt frí. Væri gott að vinna bara fyrst 2 daga svo 3 og svo framvegis.............
Ég get nú ekki sagt að við séum uppbókuð um helgina, ekkert sérstakt á dagskrá nema taka niður jólin og kveðja þau ooooo ekki gaman.
Framundan er mikið mirkur í margar vikur ekki það að ég sé eitthvað svartsýn langt því frá þetta er bara staðreynd. Það eina sem er gott við þessa mánuði tvo eða janúar og febrúar er hækkandi sól og þar að leiðandi styttist alltaf í sumarið. Ég er algjört sumarbarn eins og þeir vita sem mig þekkja. Ég elska sólina, birtuna og allt sem því fylgir. Fyrir mér mætti alltaf vera bjart og bara snjór í fjöllunum, veit að sumir eru alls ekki sammála mér sem byrjar á G haha
Þar sem það er skylda að taka alltaf upp eitthvað heilsusamlegt athæfi á nýju ári þá ætla ég að skella mér í jóga á morgun og draga kallin með. Hann er svo móttækilegur þessi elska og sagði bara strax já þegar ég spurði hann hvort hann kæmi ekki með. Það verður sjálfsagt smá fyndið en ég er örugglega ekkert sérstaklega góð lengur hef ekki farið í nokkur ár.
Á nýju ári ætla ég að vera dugleg í jóga, synda meira og jafnframt að mæta í Sporthúsið. Ég hef verið að ýta því á undan mér þar sem allir þeir sem æfa ekki hina 11 mánuði ársins eru þar í janúar og ég einhvernvegin sé það ekki í hyllingum.
Ég ætla einnig að halda áfram að eiga yndislegt líf árið 2009
og halda áfram að vera svona hrikalega heppin eins og ég tel mig vera ;)
Ég skrifa eitthvað þegar ég hef frá einhverju að segja, kannski lendi ég í mega partýi um helgina.......
..........aldrei að vita.
XXX

Thursday, January 1, 2009

2009

Gleðilegt nýtt ár elsku sykursnúðarnir mínir! Takk fyrir allt gamalt og gott.
Árið 2008 var mjög viðburðarríkt í mínu lífi og alveg frábært í alla staði, ég get ekki beðið eftir að upplifa 2009!
Það verður örugglega ennþá betra, alveg er ég viss um það........

Þessi áramótin voru í rólegri kanntinum hjá okkur, enda var lítil prinsessa hjá okkur
Þrátt fyrir rólegheitin skemmtum við okkur konunglega í góðum félagsskap.
Í partýinu var hattaþema og farið í ABBA singstar, sem ég sló ekki í gegn í :)
Það var borðuð humarsúpa og kalkúnn og svo allt hitt nammið á eftir.
Ég hef aldrei farið í gamlárspartý með lægri meðalaldri og vorum við sofnuð um 2....


Við hjónaleysin á miðnætti...

Ég er búin að vera hrikalega léleg að blogga enda held ég að ég sé alveg ákveðin í að færa mig yfir á bloggar.is og hafa síðuna læsta......

En allavegna búin að hafa það rosalega gott yfir jólin og verður átak að fara að vinna aftur, byrja aftur í ræktinni (ekki veitir af), hætta að borða nammi, hætta að drekka jólaöl, vakna snemma, fara snemma að sofa, taka niður jólskrautið...... og allt sem því fylgir.
Annars langar mig að óska Rósu og Ingólfi til hamingju með að vera orðin hjón,
Umskurum fyrir frábært kvöld þann 27. des,
og ykkur vinir mínir fyrir að vera til!
Nýárskveðjur
Alma XXX