Thursday, December 25, 2008

Gleðileg Jól




Ég óska ykkur öllu gleðilegra Jóla kæru vinir!
XXX 

Wednesday, December 17, 2008

Það er algjör vitleysa að reykja......

....brennir peninga með því að kveikja, sígarettunni í ójá brennir heilsunni heheeheh
(Syng þetta stundum fyrir Elísu því þá er ég mega pirrandi :)
Já í dag eru 130 dagar síðan ég hætti mesta ósið sem ég hef tekið upp!
Það gera rúmlega 4 mánuði!
Og ég hef sparað mér hátt í 70.000.- kr váá!!!
...Og bara fyrir ykkur sem eruð að hugsa um þetta þá er þetta minna mál en þið haldið og svo mikið þess virði!
Go for it!!
XXX

Tuesday, December 16, 2008

ALLT UPPÁVIÐ ......EÐA HVAÐ?

Jú ég held það. Allir eru að verða hressari. Gummi er farin að vinna aftur eftir lugnabólguna endalausu sem engan endi ætlaði að taka. Móðir mín yndisleg er reyndar enn á sjúkrahúsinu. Var að vonast til að hún fengi að fara heim í dag en það er víst ekki.
Ég vildi gjarnar gefa henni lifrina mína.....já eða allavgna hluta af henni, ef ég gæti.
En vonandi kemur hún heim fyrir helgi hressari sem aldrei fyrr!
Svo er það náttúrlega Ásgeir brotna löpp. Hann er núna búin að vera á hækjum í ca 5 mánuði og er nú orðin nett eða eignlega mega pirraður á því! Hann er nú samt allur að koma til og löppin jafnvel farin að hlíða fyrirmælum, Þökk sé sjúkraþjálfaranum sem er á lausu:)
Ég var að flétta í gengum myndir á facebook og fann þessa af okkur vinkonunum, hef reyndar sett hana áður, langaði bara að setja hana með í tilefni dagsins og...... af því að við erum svo sætar!

Glittering skvísur!!!

Það styttist óðum í brottför norður í fögru Mývatnssveit. Þar verða batteríin hlaðin. Gummi ætlar að taka með sér sleðann svo honum leiðist ekki sem er vel til fundið hjá honum. Hann kannski býður mér mér með sér í fyrsta skiptið :)
En ég á náttúrlega engan sleða eins og ég hef stundum fengið að heyra (meira í gríni en alvöru) og mér skilst að það sé ekki skemmtilegast að hafa taugaveiklaðan farþega með...... Kannski fæ ég sleða í skóinn aldrei að vita.
Ég ætla að skella mér í smá fegrunarðagerð á eftir eða þar að segja klippingu og er að spá í að lita það ljóst. Gerði það reyndar einu sinni og var þá eins og litli ljóti andarunginn en ég er viss um að það verður betra núna því síðast var það stutt!
XXX

Saturday, December 13, 2008

Jólin nálgast hratt

Jæja það er aldeilis......
Erum búin að vera heima hjúin síðustu daga og reyna að ná einhverri heilsu. Gummi er með lungnabólgu en er nú allur að koma til á pensilín skammti númer 2 og ég kom heim úr vinnunni á fimmtudag alveg eins og aumingi. Þar að leiðandi erum við að missa af desemberskemmtunum sem við stefndum á t.d jólglögg í gær og jólahlaðborð í kvöld enda forgangi að ná heilsunni. Tíminn líður allt of hratt þessa dagana, eigum eftir að gera nokkra hluti áður en við förum norður um næstu helgi.
Jólin koma nú samt hvort sem maður er tilbúin eða ekki!
Á morgun ætla ég að fara í smá laufabrauðsgerð með fændfólki mínu og hlakka ég mikið til þar sem þessi siður virðist ekki tíðkast í öllum fjölskyldum og hef ég alveg misst af þessu síðustu árin. Til stedur að fá gömlu bekkjarfálagana í heimsókn þann 27. des. Höfum ekkert náð að hittast í langan tím og er því mikil tilhlökkun. Verst er að ekki sjá sér allir fært að koma heim á klakann um jólin og því verður margra sárt saknað!
En ...... later!
XXX

Sunday, December 7, 2008

Hvítt jólatré á 2 í aðventu........

Hvíta jólatréið er komið upp!
Lítil prinsessa var hjá okkur um helgina og fékk að skreyta það i dag.
Það er voða fínt hjá henni og kemur bara rosalega vel út.
Það eru reyndar fullt af ljósum á því sem sjást voða illa á myndunum þannig að það er ennþá flottara en á myndunum!
Gátum reyndar ekki notað allar jólakúlurnar, þær voru allt of margar:)






Blogga meira fjlótlega nenni því ekki núna ætla að hafa það notalegt með sæta mínum í kvöld.

XXX

Thursday, December 4, 2008

Ísland í dag....


Hvað er að gerast eiginlega? Dabbi kóngur neitar að greina frá því sem hann veit um af hverju Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann! Hann ber fyrir sig bankaleynd!

Og hvað? Getur hann það bara? Helvítis bananalýðveldi. Ég er nú ekki mikið að velta þessum hlutum fyrir mér en er samt sem áður búin að fá mig fullsadda á þessum bjánaskap sem þetta allt saman er. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar spila kreppuskpilið raunverulega þá eru fullt af fólki að missa heimilin sín og stefna í gjaldþrot! Er það bara allt í lagi?


Annars svo ég haldi nú áfram á auglýsa Stefán Pétur þá var að koma í sölu eftir hann þessi Íslands platti sem er hér fyrir ofan. Þetta er svona pottleppi, þolir mikinn hita og uppþvottavélina. Bara flottur.....

Jæja það sem er helst að frétta......
  • Signý sæta kemur til okkar í dag sem er bara gaman.

  • Ætla að hitta Mývatnssveitarpíurnar annaðkvöld yfir jólglöggi og konfekti líka bara gaman.

  • Í vinnunni minni fá allir einn bökunardag í frí í desember, algjör snilld.

  • Ætla með Ásgeiri brotnu löpp að verlsa jólagjafir í dag.........

Þannig er það nú bara


XXX