Sunday, November 30, 2008

Fyrsti í aðventu !

Jæja það er ótrúlega gaman að vera til þessa dagana. Mikið að gera og allt eitthvað svo frábært. Ég er búin að vera að undirbúa jólin hérna heima ( við náttúrlega). Eins og ég sagði ykkur frá þá keypti ég hvítt jólatré og hlakka rosa til að skreyta það og sjá hvernig það kemur út. Tók saman allar jólakúlur á heimilinu og er húsmóðirin aðeins búin að missa sig í því þannig að hér fylgir mynd af herlegheitunum. Ég vildi setja upp jólátréð um helgina en minn heittelskaði tók það ekki í mál ! He he hann hélt að núna væri ég alvg búin að missa það. En samkomulagið var næsta helgi, sjáum til með það.......
Hérna er fína nýja rúmið okkar sem við fengum í vikunni. Þvílíkur munur sofum núna alveg eins og englar. Erum þar að leiðandi með 2 önnur rúm til sölu. Viljum gjarnar losna við þau sem fyrstþar sem ekki er hægt að koma fyrir tannstöngli í geymslunni núna......



Gott að eiga mann sem er smiður og reddar öllu sjálfur þarf aldrei að hafa áhyggur að hann sé að gera eitthvað vitlaust eins og sumir :)
(nefni engin nöfn)

Jólaskórnir!! Ég elska þá! Þetta eru glimmerskór aldarinar. Mér líður eins og öskubusku í þeim .....



Jólakransinn sem má kveikja á í dag. Enföld og góð leið:
Skál, kerti, jólakúlur
XXX





Friday, November 28, 2008

Flöskudagur ! Jóla hvað?


Smá spurning

Það eru nokkrir búina að hafa samband við mig af því að þeir geta ekki commentað á bloggið mitt. Veit einhver af hverju það er ? Þarf fólk að vera með gmail reikning? Þetta er eiginlega smá pirrandi! Endilega látið mig vita.......

Thursday, November 27, 2008

Gerumst umhverfisvæn í kreppunni

Nú er rétti tíminn til þess að skoða venjur sína og draga úr á eins mörgum stöðum og hægt er. Hér læt ég fylgja einfalda hluti sem hjálpa ykkur að lækka rafmagnsreikninginn um heilan helling svo verðið þið líka agalega umhverfisvæn sem er stór kostur......

Slökkvið ljósin
Ljós loga oft að óþörfu þar sem enginn hefst við. Þeir, sem gleyma að slökkva á eftir sér, eru nánast að kasta peningum út um gluggann.
Notið rétt ljós og réttar perur
Við val á ljósum er nauðsynlegt að hafa í huga hversu mikillar lýsingar er þörf. Veljið ljós sem gefa þá lýsingu sem þið þurfið og notið ekki sterkari perur en nauðsynlegt er því orkunotkunin eykst eftir því sem peran er sterkari. Notið flúrpípur þar sem þess er kostur, þær gefa mikla birtu án þess að eyða miklu rafmagni. Gætið þess að skermar og ljósakúplar dragi ekki úr birtunni

Uppþvottavélin
Fyllið uppþvottavélina. Hún notar jafnmikla orku hvort sem mikið eða lítið er þvegið í einu. Notið sparnaðarhnappinn (E) eins oft og kostur er. Pottar og önnur áhöld, sem taka mikið rými, er ekki hagkvæmt að þvo í uppþvottavélinni. Þvoið upp sem fyrst svo að matarleifar nái ekki að þorna. Þá nægir styttra þvottakerfi og lægra hitastig.

Þvottavélin
Fyllið vélina af þvotti. Það kostar álíka mikið að því lítinn og mikinn þvott. Veljið ekki of hátt hitastig. Vélin notar 30% minni orku ef hitinn er lækkaður um þriðjung. Sleppið forþvotti ef þvotturinn er lítið óhreinn. Það sparar 20 % orku. Skolun með köldu vatni fyrir þvott getur sparað orku.
Þurrkarinn
Vindið þvottinn sem best áður en hann er settur í þurrkarann og hreinsið ló úr síunni eftir hverja notkun. Setjið hæfilegt magn af þvotti í þurrkarann, hvorki of mikið né of lítið. Hvort tveggja veldur meiri orkunotkun en ef þurrkað er hæfilegt magn í einu. Notið sparnaðarstillingu þegar henni verður við komið.

Örbylgjuofninn
Tími og orka sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það tekur til dæmis 7 mínútur (0, 14 kWh) að matreiða 250 g af kartöflum í örbylgjuofni en 25 mínútur (O,22 kWh) á eldavél. Notið eldunaráhöld sem hentar örbylgjuofninum. Sjóðið eða hitið matinn í lokuðum ílátum, þannig helst hitinn betur á matnum og orkan sparast. Með því að nota lítið vatn þarf styttri suðutíma. Oft er hægt að sleppa vatninu aleg þegar matreitt er í örbylgjuofni.
Eldavélin
Gætið þess að potturinn sé hæfilega stór á helluna. Ef potturinn er 2 sentímetrum minni en hellan sem hann er á fara 20% orkunnar til spillis. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Notið þétt lok á pottinn og takið það ekki af meðan soðið er. Loklaus pottur þarf tvöfalt meiri orku en lokaður. Það þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku til að glóðarsteikja í ofninum en að steikja á hefðbundinn hátt.
Frystikistan
Æskilegt er að frystikistan sé á köldum stað. Hún notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishitinn er lægri. Gætið þess að kæliristin á bakhlið kistunnar sé hrein og að nóg loft geti leikið um hana. Innilokuð og rykug kælirist getur valdið 30% meira rafmagnsnotkun. Látið frystikistuna ekki ganga tóma. Tóm kista notar jafn mikið rafmagn og full.
Ísskápurinn
Hæfilegt hitastig í ísskápnum er 4-5° C. Rafmagnsnotkun eykst um 4 % fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Gætið þess að loftræsting sé nægileg bak við kæliskápinn. Léleg loftræsting getur valdið 5-10% meiri rafmagnsnotkun. Kæliskápa, sem ekki eru með sjálfvirka afhrímingu, þarf að þíða reglulega.
Kaffivélin
Það þarf um 30% minni orku ef kaffi er lagað í kaffivél í stað þess að nota hraðsuðuketil og hella uppá á gamla mátann. Notið hitakönnu til að halda kaffinu heitu en ekki hitaplötu kaffivélarinnar.
Gleymd notkun
Mörg heimilistæki nota rafmagn jafnvel þó að þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu og eru tilbúin að hlýða skipun frá henni, t.d. sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki o.fl. Öll þessi tæki auka orkunotkunina. Þó svo að þau taki lítið afl er oftast kveikt á þeim allan sólahringinn allan ársins hring. Sem dæmi má nefna að myndbandtæki, sem stjórnað er með fjarstýringu, notar um 100 kWh á
ári. Það er að slökkva alveg á myndbandstækinu hefur bæði8 kosti og galla. Ef slökkt er alveg á tækinu sparast þessi 100 kWh en á móti þarf oft að endurstilla klukku og dagsetningu þegar kveikt er næst.
Jæja þá vitið þið það
XXX

Monday, November 24, 2008

Mánudagur til mæðu og Mánuður í Jólin

Jæja frábær helgi að baka og ný vinnuvika hafin. Helgin fór í jólaundirbúning að mestu og afslöppun. Náði að kaupa nokkrar jólagjafir, búa til aðventukransinn, skreyta smá og kaupa jólaspariskóna! (sem eru btw öskubusku glimmerskór, GEGGJAÐIR)
Hendi inn myndum af því seinna.
Allt mjög gott að frétta. Er alveg búin að jafna mig á veikindunm sem betur fer. Í kvöld er stefnan að fara út að borða með nokkrum vel völdum vinum. Hún Íríni er að fara heim til Grikklands fljótlega og viljum við vera með smá kveðjuhitting fyrir hana, vonandi kemur hún bara aftur sem allra fyrst.
Í dag er akkurat mánuður í Jólin sem þýðir að við förum norður eftir enn styttri tíma.
Það verður ótrúlega ljúft að komast í sveitina mína, er farin að sakna hennar mikið.
Frétti áðan að ein af mínum kæru vinkonum var að missa vinnuna. Æi þetta er eitthvað allt svo ömurleg. Það er lítið sem maður getur sagt nema vonandi færðu eitthvað að gera sem er náttúlega svo súrt þar sem allir vita að líkurnar eru frekar litlar á því. En það þýðir ekki neitt að gefast upp, bara fara þetta á hörkunni og ef einhver getur það þá er það hún!
Annars stefnir allt í það að það verður óbúanlegt hérna á þessu blessaði landi okkar bla bal var búin að skrifa margar línum um þetta þjóðfélagsástand en strokaðið það út, ætla að eyða minni orku í fallega hluti og það góða í lífinu (æl) !
Fékk sent frábæran póst um daginn um hvað ást er í hugum barna og læt hér fylgja með nokkur gullkorn í tilefni dagsins..........
  • "Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki lengur beygt sig niður til að lakka táneglurnar, svo að afi gerði það alltaf fyirir hana jafnvel eftir að hans hendur fengu liðagigt líka. það er Ást" (4. ára )
  • "Ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi" (7. ára)
  • #Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira. Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast" (8. ára)
  • Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar" (7.ára)
  • "Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður og litlar stjörnur koma út úr þér" (7.ára)

Og síðasta gullkornið að lokum

4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína. Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar. Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hefði sagt við gamla manninn svaraði hann "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"

Eigið góðan dag elskurnar mína

XXX

Friday, November 21, 2008

Slappleiki & Partýgleraugu

Það er búin að vera alvarleg bloggleti í gangi enda flensa og óhressleiki búin að eiga hug minn allan síðustu daga. Mætti til vinnu í dag en hefði sjálfsagt haft meira gagn af því að liggja bara áfram heima. Helgin framundan verður tileinkuð rólegheitum. Þrátt fyrir allt þá er ég í mega jólaskapi og hlakka til að fara að nota helgina í að skreyta aðeins......
Annars er frekar lítið að frétta enda gerðist ekkert krassandi í veikindunum gæti samt rakið fyrir ykkur Greys anatomy 3 seríu, ég hef alltaf einn McDreamy við hendina ef hinn er upptekinn...
Síðasta helgi var tekin með trompi, hitti Elísu, Valdimar og Ásdísi heima hjá elísu og spiluðum Partý og co nýju útgáfuna sem er vægast sagt mun súrari en sú fyrri. Appelsínugul partýgleraugu og trélitur einkenndu það kvöld.
Annars var Mývetningapartýið á laugardagskvöld og var það að sjálfsögðu hin mesta skemmtun, eignaðist meir að segja fyrverandi kærasta sem ég kannast ekkert við að hafa átt......
já alveg furðulegt það og mjög svo fyndið:)
Heiða og Hörður uppháldin mín voru í bæjarferð og átti ég gott kvöld með þeim, Takk fyrir það elskurnar mínar.
Annars er mér efst í huga núna hvað hann Dabbi kóngur er nú helvíti mikið fífl .....afsakið mér bara finnst það. Er engin leið að láta hann segja af sér. Hvað var hann að grúska í fyrverandi ástarlífi hennar Dorritar vinkonu minnar? Ég held hann ætti að taka inn lyfin sín........
En allavegna........... later.
XXX

Monday, November 17, 2008

Ágætis hugleiðing inn í nýja viku

Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti. Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum. Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn. Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð. Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt. Það leit út fyrir að vera að svelta í hel.
Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni. En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig. Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti. Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.' Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.
Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.
Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn. Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja. Þetta er einfald, sagði Guð. En þetta krefst eins hæfileika. Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.

Thursday, November 13, 2008

Forvitnin að drepa alla...og þá sérstaklega Elísu

Jæja ég skal leysa frá skjóðunni. Ég vissi nú vel að einhverjir yrðu að fá að vita hvað væri eignlega að gerast en 27 des.... það er ekki brúðkaupið mitt!
Það verður partý og ykkur er ekki boðið! Ha ha
Þeim sem verður boðið hafa þegar fengið boðsmail um það
Nú verða einhverjir fúlir....
(gaman að halda ykkur forvitnum)
Annars var gærkvöldið aldeilis frábært.
Minn yndislegi maður var búin að kaupa miða fyrir okkur á tónleika í Háskólabíó...
Þar voru meðal annar að spila, Ragnheiður Gröndal, Páll Rósinkrans, Hera Björk, Buff, Laddi og Sálin svo eitthvað sé nefnt...
Hann kann þetta þessi elska...
XXX

Wednesday, November 12, 2008

Hvítt jólatré

Skjótt skipast......
Ég skrifaði hérna langan pistil um daginn um umhverfisvæn jólatré......
...ég er innilega sammála því öllu ennþá en....
því miður get ég ekki verið með lifandi tré í ár en langar samt sem áður að vera með tré heima sem ég get þá bara sett upp snemma og notið þess.
Ég ætla að kaupa hvítt plasttré!
Mig langar svo að prufa að skreyta hvítt tré, ég er alveg viss um að það verður mjög töff, samt kannski ekki eins og maður á að venjast. Ég hef alltaf verið hálf hneyksluð á því fólki sem er með hvít jólatré þannig að nú er komið að mér að hneyksla ykkur :)

Annars er allt gott að frétta af mér átti frábærlega skemmtilega helgi í Grímsnesinu um síðustu helgi. Veðrið var engu likt, á föstudagskvöldið vorum við McDreamy í pottinum það var 8* hiti og blankalogn, svo mikið að við vorum með kveikt á sprittkertum hjá okkur.
Á laugardaginn komu svo gestirnir og breyttist því stemningin ansi fljótt.
Var borðaður dýrindis matur, farið reglulega í pottinn og skemmtunin eftir því.....
Fréttir...
  • Stefán Pétur verður meira CELEB með hverjum deginum
  • Það eru 43 dagar í jólin
  • Pétur litli étur prótein eins og engin sé morgundagurinn
  • Stjórnvöldum gengur ekki neitt að rétta úr kútnum
  • Fólk er misgott í að senda tölvupóst
  • 27. des
Annars er eitthvað surprise í kvöld og ég er alveg að drepast úr forvitni
XXX

Friday, November 7, 2008

Hús og híbýli....

Viðtal við Stefán Pétur í Hús og híbýli.......

Thursday, November 6, 2008

smá blogg fyrir helgina

Jæja best að blogga aðeins. Er eitthvað ekki að nenna að blogga þessa dagana. Er reyndar að undirbúa aðra síðu sem ég kem til með að færa mig yfir á sem verður læst. Ástæðan er sú að ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hverjir eru að lesa hérna inni og það eru alveg til manneskur sem ég kæri mig ekkert um að viti hvað ég er að gera. Spurning að þið kvittið bara fyrir innlitið þá veit ég hverjir lesa :)
En meira um það síðar....
Helgin nálgast og ætlum við að bregða okkur úr fyrir höfuðborgina í sæluna í Grímsnesinu. Vonadi getum við bara slökkt á símunum og haft það notalegt. Bræður mínir tveir ætla að kikja á Laugardaginn og mín sæta mágkona, hlakka ég mikið til því ég veit að það verður gaman.
Góður matur, svladrykkir og heitur pottur er alveg toppurinn á tilverunni......

Stal þessari mynd á netinu
Annars er ekki rætt annað en krepputal þessa dagana sama hvert maður fer.
Þetta er nú meira bananalýðveldið sem við búum í, ég segi ekki annað.
Það væri réttast að flytja bara úr landi og gerast erlendur ríkisborgari. Þessir grísakóngar eru búnir að eyðilegga orðspor okkar hvort eð er. Það er nú bara þannig því miður að sú tíð er liðin að maður sé eitthvað sérstaklega stoltur af því að vera Íslendingur.
Ég vona svo innilega að mínir kæru vinir sem harka í mastersnámi erlendis nái nú að klóra í bakkann því ekkert er fyrir þau heim að sækja núna, enga vinnu að fá.
Nóg af þessu röfli í bili...
Lenti annars í ansi skemmtilegu atviki í Sporthúsinu um daginn. Ég og Mc Dreamy vorum búin að fara inn í klefa, klæða okkur í íþróttafötin og vorum að fylla vatn á brúsana okkar, þá litum við á hvort annað og hvað haldið þið...... Við vorum í eins bolum!
Frekar leim hefði kannski fundist það töff ef við hefðum verið í eins krumpugöllum:)
Annars er það náttúrlega oft brandari fyrir sig að vera þarna. Maður verður vitni af fáránlegustu atvikum. Um daginn var ein að hlaupa alveg á fullu og hrundi af brettinu frekar skondið. Svo eru nátturlega þeir sem eru að hnykkla vöðvana í speglunum og halda að engin sjái...
En vonadi hafið þið það rosa gott um helgina
XXX

Saturday, November 1, 2008

Góður dagur í dag

Búin að taka allt í gegn hérna heima, ætla að drullast í ræktina, og stefnan síðan sett á Partý á Selfossi.......það er víst málið í dag.
Fór í rosa skemmtilegt hvítvínspartý í gær með Mörtu og Írisi, þær í Danmörku, ég í Kópavogi. Skypið er alveg meika það...
XXX