Tuesday, January 27, 2009

NÝTT BLOGG

JÆJA búin að færa mig yfir á almabene.bloggar.is Endilega sendið mér póst á almadrofn@gmail.com eða fáið aðgangsorðið hjá mér á msn eða facebook.
Annar smá vísbending Ég, Ólöf og Elísa erum allar með þannig........ (eingungis þeir þekkja mig vel skilja þetta).
Sjáumst þar
XXX

Monday, January 26, 2009

Bóndagur & Lítill Ljónsungi

Takk fyrir allar kveðjurnar yndislega fólk!
Bóndagurinn var góður dagur, var reyndar heima smá lasin ekkert til að tala um samt. Gaf elskunni minn pakka í rúmið þegar við vökunuðum, sendi honum svo kort og við Signý fórum svo og keyptum handa honum blóm sem honum finnst reyndar ekki lykta vel! Hehe þetta voru hvítar RisaLiljur, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en jú það er dáldið sterk lykt af þeim. Eldaði svo góðan mat þannig að þetta var allt voða notalegt!
Annars var ég að lesa um stjörnumerkin og litla krílið okkar verður að öllum líkindum Ljón.
Það lítur út fyrir að það verði stuð hjá okkur miðað við lýsingarnar


Ljónið
23. júlí - 22. ágúst


Konungurinn í frumskóginum er mættur og vill einmitt vera meðhöndlaður í samræmi við tign sína. Litla ljónið þarfnast athygli (við erum að tala um að vera alltaf miðdepill athyglinnar!) og vill láta taka eftir sér og láta dást að sér. Það getur verið mikil vinna að eiga börn í ljónsmerkinu. Börnin eru oft hávaðasöm og mjög opin í tjáningu. Ef barnið er ánægt er það yndislegasta og fallegasta barn í heimi en ef það er óánægt öskrar það og lætur öllum illum látum. Heimilislífið kemur til með að snúast mikið í kringum kraftmikinn ljónsungann sem getur verið mjög stjórnsamur og frekur. Það þýðir ekki að segja ljóninu að læðast meðfram veggjum því slíkt er andstætt eðli þess og er ekki til annars en að brjóta það niður. Vingjarnleg ákveðni er það sem dugar best. Ljónið er merki stjórnunar og foreldrar þurfa að virða þörf þess fyrir persónulegt sjálfstæði og því er gott að fela því snemma ábyrgð. Mikilvægt er að kenna því að taka tillit til annarra. Það þarf að taka tillit til þess í uppeldi að ljónið er einstakt og veita því athygli, hvatningu og ekki síst að hrósa því þegar það hefur gert eitthvað jákvætt.
Er að undirbúa síðuna nýju.... almabene.bloggar.is
Læt ykkur vita þegar ég hef sett inn fyrstu færslu og þá hætti ég með þetta blogg.
XXX

Wednesday, January 21, 2009

Lítill bumbubúi!

Ég sagði frá því að ég hefði farið í myndatöku á mánudaginn og hérna er ein af myndunum:)
Litla krílið er væntanlegt í heiminn næsta sumar eða um mánaðarmótin júlí-ágúst.
Mér sýnist það vera alveg eins og ég heeh eða hvað finnst ykkur?
XXX

Tuesday, January 20, 2009

Rómantík í myrkrinu

jæja ég held að ég hafi ekki unnið í lottóinu að þessu sinni en vinningsmiðinn var samt keyptur í Firðinum þar sem ég keypti minn......
En það verður seinna alveg er ég viss um það :)
Ég átti yndislega helgi á Hellum hjá ömmu og afa um síðustu helgi. Það er hvergi betra að vera og hlaða rafhlöðurnar. Þar var mikið borðað eins og vanalega og lítið annað gert nema spjalla við heimilisfólkið. Las reyndar eina bók sem heitir "Eins manns kona" og er endurminningar Tove Engilberts og er hin skemmtilegasta bók, mæli alveg með henni. Svo er náttúlega alltaf 30 stiga hiti þarna inni þannig að maður er hálf meðvitundalaus á milli máltíða:)
Prinsessan hans Gumma kemur til okkar um helgina þannig að það er mikið tilhlökkunarefni, alltaf jafn gaman að hafa hana hún er svo yndisleg eins og pabbi sinn :)
Hildur mágkona mín átti afmæli á laugardaginn þannig að ég óska henni innilega til hamingju mað daginn! Missti því miður af veislunni kem bara og heimta köku í vikunni í skiptum fyrir pakka....
Bóndadagurinn er á föstudag og Þorrablót í sveitinni minni fögru sem ég missi af. Þetta er í annað skiptið síðan ég var 16 ára sem ég missi af þessum ótrúlega skemmtilega viðburði, í fyrra skiptið bjó ég í Englandi en í þetta skiptið höfum við bara ákveðið að fara ekki. Þetta á eftir að reynast mér mjög erfitt eins gott að Gummi sé búin að æfa eitthvað skemmtiatriði/leikrit til að bæta mér þetta upp:)
Annars langar mig svo að gera eitthvað skemmtileg í tilefni bóndagdagsin hann á það svo skilið, ég bara veit ekki hvað, einhverjar hugmyndir????
Ég fór í myndatöku í gær rosa flotta ég skal henda inn einhverjum myndum fyrir ykkur fljótlega..
Mér finnst vera svo rómantískur tími núna í vændum Bóndadagur, Konudagurinn og Valentínusardagurinn allir á einum mánuði.
Um að gera að gleðja hvort annað í myrkrinu...
XXX

Thursday, January 15, 2009

$$$$$$$$$$$$$$$$


Mig dreymdi fyrir peningum í nótt! jamm dreymdi mannaskít eins geðslegt og það er sem er eins og allir vita fyrir peningum. Á draumur.is segir: Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Vúhú

Þannig að nú er spurning hvort ég eigi að fara og kaupa fullt af happaþrennum, lottómiða og víkingalottó eða bara ekki neitt.....

Hvað segið þið um það?

En það er alveg spurning hvort ég sé nokkuð berdreyminn....

Mig dreymdi reyndar draum um daginn sem rættist, segi kannski frá honum síðar......
en nú reynir á það hvort ég sé draumspök manneskja :)
Ekkert annað að gera nema bara bíða eftir peningunum haha
XXX

Monday, January 12, 2009

lífið í dag

Jæja enn ein helgin að baki. Fórum í jóga hjónaleysin á Laugardagsmorgun og höfðum gaman af. Stóðum okkur bæði eins og hetjur. Held reyndar að Gummi ætli að láta þennan tíma duga í bili þar sem hann ætlar að skella sér í mánaðar CrossFit námsekið frá og með deginum í dag. Ég segi bara verði honum að góðu.......
Kannski verður hann farinn að spegla sig með Gilz og félögum fyrir páska........hver veit.
Ég ætla allavegna að fara aftur í jóga í kvöld þrátt fyrir mega strengi frá síðasta tíma.
Annars fékk ég leiðinlegar fréttir áðan. Sverrir Heiðar kennari í LBHI (Hvanneyri) lést í nótt. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli sumarið 2007. Hann var þá ný orðinn fertugur og lætur eftir sig konu og börn. Margir eiga um mjög sárt að binda núna.
Þetta er ótrúlega ósanngjarnt.......
Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér hamingju,
ég las það áðan einhverstaðar að hamingjan kemur ekki með fjár.
Við vitum öll að það er vissulega rétt en ég er t,.d hamingjusöm og ég er alveg viss um að ég hefði orðið pínulítið hamingjusamari ef ég hefði unnið í lottó um helgina:)
Bara pínulítið.....
En ég vinn nú ekki einu sinni fanta flösku í Bingó þannig að væntingarnar voru ekki miklar.
Ég er samt alltaf að vinna......
XXX

Friday, January 9, 2009

ANDLAUS

........þessa dagana eitthvað.
Fyrsta vinnuvikan á nýju ári senn á enda. Mikið verður gott að fara í helgarfrí, maður er alveg uppgefin eftir vikuna. Það ætti að vera bannað að skella á mann heilli vinnuviku eftir svona langt frí. Væri gott að vinna bara fyrst 2 daga svo 3 og svo framvegis.............
Ég get nú ekki sagt að við séum uppbókuð um helgina, ekkert sérstakt á dagskrá nema taka niður jólin og kveðja þau ooooo ekki gaman.
Framundan er mikið mirkur í margar vikur ekki það að ég sé eitthvað svartsýn langt því frá þetta er bara staðreynd. Það eina sem er gott við þessa mánuði tvo eða janúar og febrúar er hækkandi sól og þar að leiðandi styttist alltaf í sumarið. Ég er algjört sumarbarn eins og þeir vita sem mig þekkja. Ég elska sólina, birtuna og allt sem því fylgir. Fyrir mér mætti alltaf vera bjart og bara snjór í fjöllunum, veit að sumir eru alls ekki sammála mér sem byrjar á G haha
Þar sem það er skylda að taka alltaf upp eitthvað heilsusamlegt athæfi á nýju ári þá ætla ég að skella mér í jóga á morgun og draga kallin með. Hann er svo móttækilegur þessi elska og sagði bara strax já þegar ég spurði hann hvort hann kæmi ekki með. Það verður sjálfsagt smá fyndið en ég er örugglega ekkert sérstaklega góð lengur hef ekki farið í nokkur ár.
Á nýju ári ætla ég að vera dugleg í jóga, synda meira og jafnframt að mæta í Sporthúsið. Ég hef verið að ýta því á undan mér þar sem allir þeir sem æfa ekki hina 11 mánuði ársins eru þar í janúar og ég einhvernvegin sé það ekki í hyllingum.
Ég ætla einnig að halda áfram að eiga yndislegt líf árið 2009
og halda áfram að vera svona hrikalega heppin eins og ég tel mig vera ;)
Ég skrifa eitthvað þegar ég hef frá einhverju að segja, kannski lendi ég í mega partýi um helgina.......
..........aldrei að vita.
XXX

Thursday, January 1, 2009

2009

Gleðilegt nýtt ár elsku sykursnúðarnir mínir! Takk fyrir allt gamalt og gott.
Árið 2008 var mjög viðburðarríkt í mínu lífi og alveg frábært í alla staði, ég get ekki beðið eftir að upplifa 2009!
Það verður örugglega ennþá betra, alveg er ég viss um það........

Þessi áramótin voru í rólegri kanntinum hjá okkur, enda var lítil prinsessa hjá okkur
Þrátt fyrir rólegheitin skemmtum við okkur konunglega í góðum félagsskap.
Í partýinu var hattaþema og farið í ABBA singstar, sem ég sló ekki í gegn í :)
Það var borðuð humarsúpa og kalkúnn og svo allt hitt nammið á eftir.
Ég hef aldrei farið í gamlárspartý með lægri meðalaldri og vorum við sofnuð um 2....


Við hjónaleysin á miðnætti...

Ég er búin að vera hrikalega léleg að blogga enda held ég að ég sé alveg ákveðin í að færa mig yfir á bloggar.is og hafa síðuna læsta......

En allavegna búin að hafa það rosalega gott yfir jólin og verður átak að fara að vinna aftur, byrja aftur í ræktinni (ekki veitir af), hætta að borða nammi, hætta að drekka jólaöl, vakna snemma, fara snemma að sofa, taka niður jólskrautið...... og allt sem því fylgir.
Annars langar mig að óska Rósu og Ingólfi til hamingju með að vera orðin hjón,
Umskurum fyrir frábært kvöld þann 27. des,
og ykkur vinir mínir fyrir að vera til!
Nýárskveðjur
Alma XXX