Tuesday, September 30, 2008

Helgin liðin

Krónan er í frjálsu falli og virðist ekkert ætla að stoppa hana og Glitnir er farin á hausinn, ég ætla framvegis að geyma mína peninga í koddanum...
Þrátt fyrir allt þetta þá áttum við frábær helgi sem er að baki. Hér á myndini er hægt að sjá hvar við eyddum helginni og get ég tvímælalasut mælt með því fyrir alla að fara þarna og slappa af. Við vorum svo heppin að vera boðið í mat hjá uppáhaldsfólkinu mínu í Hveragerði og fengum "hátíðarveislu" hjá þeim, ekki við öðru að búast þar sem húsmóðirin er til mikillar fyrirmyndar.
Takk fyrir okkur XX
Annars fórum við 9 saman stelpurnar í sund í gærkvöldi í Kópavogslaugina nýju. Þetta er frábær hópur þar sem allar eru á einn eða annan hátt eitthvað tengdar Mývatnssveitinni fögru.
Ég mætti að sjálfsögðu tímanlega og tók kílómeterinn á þetta. Síðan fórum við í rennibrautirnar og skemmtum okkur konunglega. Held við höfum verið ansi skrautlegar sem gerir ekkert til. Ætlum að halda áfram að hittasta alltaf á mándagskvöldum og verðum ennþá fleiri þar sem nokkrar vantaði uppá.... Hlakka mikið til
Elísa mín er byrjðu að blogga aftur á nýjum og betri stað og getið þið skoðað það hér !
Þessi tölvumál ætla engan enda að taka ég er búin að fá nýja tölvu sem ég neita að taka við þar sem hún er eitthvað sýningareintak úr búðinni come on! Held þeim finnist ég vera ótrúlega frek að heimta tölvu úr kassanum .... þeir eru búnir að samþykkja að láta mig hafa aðra sem er bara ekki til.......
Fæ að vita í dag hvernig þetta fer ef ég fæ ekki aðra nýja upp úr kassanum í dag þá held ég að þeir geti ekki neitað mér um að fá bara peninginn og versla við einhverja aðra....
XXX

Thursday, September 25, 2008

Skrauti & rómantík með Mcdreamy

Þetta er Skrauti ala Stefán Pétur alveg hrikalega flottur. Ég er búin að ákveða að fá mér einn en get ekki ákveðið hvort hann á að vera rauður eða svartur......
Þeir sem hafa komið heim til okkar vita að það er ekki gífurleg litagleði í gangi þannig að ég held að rauði væri of mikið....
Hvað finnst ykkur?






Er að fara að ná í nýju tölvuna mína á eftir sem er reyndar eins og sú gamla. Ég er alveg að kafna yfir þeim þarna í Tölvulistanum það er eins og þeir haldi að þeir séu að gera með einhvern greiða með því að láta mig hafa aðra tölvu í staðin fyrir hina sem var by the way gölluð.
Smá skilaboð til Sigrúnar: Já ég veit ég var svo vitlaus en ég reyndi að fá hana endurgreidda en það var ekki í boði.

Erum að fara út úr bænum á Laugardag á alveg geggjaðan stað. Erum búin að eiga inni gistingu síðan í desember en ekki haft tíma til þess að nota hana.

Held að veðurguðirnir ætli að vera okkur hliðhollir og sleppa rigningunni um helgina það væri nú lovely........
.........Þannig að það er bara kósíheit framundan hjá mér og mínum Mcdreamy....
XXX


Wednesday, September 24, 2008

Eitthvað lítið að gerast.....

Það eru rosa lægðir yfir landinu þessa dagana og virðist ekki sjá fyrir endann á því. Það er alveg ótrúlegt hvað þessar lægðir hafa mikil áhrif á okkur líka. Ég finn roslega mikið fyrir því er alveg að drepast úr leti og nenni alls ekki að gera neitt og ekki heldur að blogga. Enda gerist ekki neitt hjá mér þannig að það er frá litlu að segja. Held að öllum sé nákvæmlega sama um hvað er að gerast í vinnunni minni.
Talvan mín er í viðgerð í 3 sinn og ég er ekki búin að eiga hana í ár þannig að ég er að vonast til að fá nýja í dag eða á morgun. Er orðin frekar pirruð á þessu bún að vera sérlega óheppin með tölvur þessi yrði þá númer 3 á 3 árum. Allt er þegar 3 er, er það ekki?

Fótbrotni maðurinn sem er búin að vera heima hjá okkur í dáldin tíma núna er farinn. Ég veit ekki hvert....... mamma hanns tók hann.....

XXX

Friday, September 19, 2008

Rauðhetta og svifryk

Þar sem það rignir eldi og brennisteini þessa dagana þá fór ég í gær og keypti mér killer regnkápu ..........
Hún er eins og þessi, nema

Svona á litinn...

Hrikalega töff

Annars er ég í hálfgerður áfalli eftir gærkvöldið. Fór á málþing í Iðnó sem var með yfirskriftinni "Hreint loft fyrir alla" Málefnið er mjög áhugavert og þarft. Þar var verið að ræða svifryk og áhrif þess á heilsu manna. Einnig hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessari þróun sem er að verða. Eins og við öll vitum þá er hreina loftið ímynd okkar á alþjóðvettvangi. Það er ekki eitthvað sem er sjálfgefið og því mikilvægt að við leggjum okkar að mörkum til þess að viðhalda því. En það var ekki þetta sem ég er svo undrandi á heldur hvað það var fjölmennt á málþinginu eða...... 15 manns. Jamm ekki grín 15 manns sem sýndu málefninu áhuga og 5 fyrirlesarar, margir þeirra þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu. Samt var þetta auglýst nokkuð vel í 3 sveitafélögum.

Alveg glatað.

Er kannski bara öllum alveg sama ég bara spyr?

Við ætlum okkur kannski bara í framtýðinni að vera þekkt fyrir álver en ekki hreint loft !

XXX


Wednesday, September 17, 2008

Hjóladagur & fótboltaandinn


Eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá hafðist samgönguvikan i dag. Þannig að núna ættu allir að huga að því að nota aðra ferðamáta heldur en bílinn næstu vikuna, ekki það að ég ætla ekki að gera það, enda hef ég engan áhuga á að stofna lífi mínu í hættu með að hjóla Reykjanesbratina snemma morguns.
Á laugaraginn er svo hjóladagurinn og verður hjólað frá úthverfum höfðuborgarinnar t.d Hafnarfirði, Mosfellsbæ og f.l. og niður að tjörn þar sem tjarnarspretturinn fer fram. Við ætlum að leggja af stað héðan úr Hafnarfirðinum kl 11:30 og veit ég að allir mínir vinir ætla að sameinsast og hjóla þessa leið með mér alveg er ég viss um það...
Lét líka fylgja með veðurspána sem bregst okkur að sjálfsögðu ekki, ekkert frekar en síðustu daga.
Rigning og rok svoooo hressandi........
Ég er alveg búin að vera að svíkja liðið mitt í fótbolta síðustu vikurnar og þyki frekar lélegur liðsmaður. Fótboltaandinn hefur bara eitthvað lítið látið sjá sig enda er hann mjög fátíður gestur hjá mér. Hann poppar alltaf upp á svipuðum tíma ár hvert í tilefni að þjóðhátíðardeginum okkar, þá hefst einnig leiktíðin sem stendur reyndar ekki lengi yfir.
Nú er svo komið eftir öll þessi ár að það er farin að færast mikill keppnisandi yfir liðið og stelpurnar ákveðnar í að standa uppi sem sigurvegarar að ári. Ég verð því að fara að standa mig betur og æfa sendingar og annað sem ég hef heyrt að sé gott að kunna fyrir svona leiki.....
Langaði annars að a.t.h hvort fleiri horfðu á þáttin í gær NUNNAN ?
Mér fannst þetta svo hræðilegt hlutverk sem greyið stelpan telur að hún hafi fengið í þessu lífi.
Ennþá verra hvað foreldurum hennar þótti hún vera að gera frábæra hluti.
Hún var 18 ára þegar hún tók þá ákvörðun að eyða öllu sínu lífi í klaustri þar sem þögn ríkir alla daga nema 2 tíma á dag, hún fær að hitta fjölskylduna sína 7 sinnum á ári og þá með rimla á milli, og hún má aldrei yfirgefa klaustrið.
Ég veit það ekki ég er bara fegin að hafa ekki þurft að taka ákvarðanir fyrir lífstíð þegar ég var 18 ára því ég held ég hafi ekki haft þroska til þess og ég held að hún hafi ekki haft hann heldur. Enda var hún frekar sorgmædd greyið reyndi nú samt að minnast á hversu heppin hún væri að fá að verja lífinu þarna come on!!!
xxx

Friday, September 12, 2008

solson.is

Mig langaði að benda ykkur á nýju síðuna hjá Stefáni bróðir sem er hér. Þar er hægt að skoða hvað hann hefur verið að gera og ég mæli með að þið skoðið Skrauta mér finnst hann alveg geggjaður (óska hér með eftir honum í gjöf seinna) hehe.
XXX

Thursday, September 11, 2008

Alma fræga

Jæja þá er ég orðin fræg haha
http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2008-34-skjar.pdf
xxx

Krabbinn ég




Fann þetta á stjörnuspeki.is

Það er svo marg sem á mjög vel við mig en annað alveg langt frá því. Ég er kannski ekki rétta manneskjan til að meta það enda segi ég bara að það slæma sé vitlaust en það góða allt rétt...

Dæmi hver fyrir sig....


Krabbinn
Krabbinn er varkár og íhaldssamur tilfinningamaður. Hann fæðist í byrjun sumars og því ríkt í eðli hans að hlúa að nýgræðingi, rækta, hjálpa og ala upp. Aðhlynning er því lykilorð fyrir Krabbann. Þessi eiginleiki getur birst á margvíslegan hátt eftir aðstæðum. Krabbinn í viðskiptalífinu tekur að sér yngri skjólstæðinga og hjálpar þeim áfram og leikstjórinn í Krabbanum velur ungt fólk í lykilhlutverk.

Seigla og útsjónarsemi
Krabbinn er varkár og frekar hlédrægur um eigin hagi, en eigi að síður fastur fyrir og ákveðinn þegar á þarf að halda. Hann býr yfir hæglátri seiglu og er séður og útsjónarsamur. Varkárni Krabbans birtist þegar hann er að skoða ný mál. Hann opnar dyrnar til hálfs og tekur eitt skref fram á við til að kynna sér aðstæður. Síðan tekur hann tvö skref afturábak, dregur sig í hlé og skoðar málið í rólegheitunum. Hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig og þreifa sig áfram. Það getur því tekið langan tíma að kynnast honum og þótt hann sýni áhuga bítur hann ekki endilega strax á agnið. Þegar hann hefur hins vegar tekið endanlega ákvörðun um að ganga í ákveðið verk berst hann með kjafti og klóm og gefst ekki auðveldlega upp.

Ábyrgðarkennd
Krabbinn hefur sterka ábyrgðarkennd og er yfirleitt traustur og samviskusamur. Hann vill leysa þau verk sem hann tekur að sér. Fyrir vikið er honum oft treyst fyrir ábyrgðarstörfum. Hann er einnig frumkvæður sem birtist í því að Krabbar taka oft að sér forystu á þeim sviðum sem þeir velja sér.

Íhaldssemi
Íhaldssemi Krabbans birtist m.a. í því að hann er fastheldinn á þær skoðanir sem hann temur sér eða á þá hluti sem honum eru kærir. Hann vill oft búa í gömlu húsi með sál, andrúmslofti og grónum garði. Það nýja og sálarlausa lítur hann hornauga. Íhaldssemin birtist einnig í sterkri öryggisþörf og því að hann safnar að sér hlutum, á erfitt með að henda því gamla og hugsar til þess að eiga varasjóð. Honum finnst óþægilegt að skulda eða búa við óvissu í sambandi við heimili, vinnu og fjármál. Oftast nær er Krabbinn mikill heimilismaður og fjölskylda, börn og nánir vinir skipta hann meira máli en gengur og gerist. Yngri Krabbar fela oft þessa eiginleika, enda ekki svalt að vera íhaldssamur heimilismaður á unglingsárum. Þá er hin fræga Krabbaskel sett upp, og svalt yfirborð látið hylja innri viðkvæmni.

Tunglsveiflur
Krabbinn er oft misjafn í skapi og framkomu. Karlmenn í merkinu eiga stundum til að vera hranalegir og fráhrindandi í framkomu, ekki vegna slæms upplags, heldur til að fela feimni. Tilfinningaríkum og næmum manni finnst oft að hann þurfi að verja sig og geti ekki hleypt hverjum sem er nálægt sér. Hann býr því til töff skel til að verja sig. Til að skilja skapgerð Krabbans er ágætt að líta á flóð og fjöru og kvartilaskipti Tunglsins. Tunglið er dimmt og ósýnilegt þegar það er nýtt en bjart og áberandi þegar það er í fyllingu. Skapgerð Krabbans er svipuð, stundum vill hann draga sig í hlé og vera einn með sjálfum sér, stundum er hann opinskár, hlýr og gefandi, jafnvel allra manna hressastur. Það getur því verið erfitt að reikna hann út. Eina stundina vill hann vera heima hjá sér, en þá næstu er hann reiðubúinn að fara út á lífið og rabba við fólk um daginn og veginn.

Náttúrubarn
Krabbinn er náttúrumaður, nýtur sín nálægt hafi eða vatni og þarf að hafa tré og gróður í umhverfi sínu. Sund og göngutúrar niður í fjöru eða út í sveit eru meðal þeirra íþróttagreina sem Krabbinn ætti helst að leggja stund á. Vatn og útivera hreinsa og endurnæra orku hans.
Þegar talað er um 'Krabbann' og 'Krabba', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Krabbamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.

XXX





Wednesday, September 10, 2008

SUMAR, HAUST OG SVO VETUR....

RIGNING, RIGNING, RIGNING
Þá fer að koma að því að sumarið tekur enda, haustið kemur og svo veturinn. Alveg eins á hverju ári, það rignir og rignir og alltaf finnst mér það jafn leiðinlegt. Ég er algjör sumar manneskja, ég elska sumarið, birtuna, veðurfarið, fríið og allt sem að því kemur. Einhverra hluta vegna væri mér alveg sama þótt það kæmi ekki snór nema á jólunum. Reyndar hefur mér verið nokkuð sama þau jól sem hann hefur ekki komið. Snjórinn á bara að vera í fjöllunum fyrir þá sem vilja leika sér í honum. Sumarið í ár var alveg frábært. Við fórum í svo margar skemmtilegar útilegur og ferðalög að ég er strax farin að hlakka til að fara aftur næsta sumar. Draumurinn er að kaupa fellihýsi í vetur og eyða öllum frídögum sem við fáum í að ferðast um landið okkar.
Ég er búin að fara niður í geymslu og ná í dúnúlpuna mína, það er eitthvað svo hrikalega kalt að fara út á morgnanna, og maður finnur alveg hvað maður verður eitthvað þreyttari þegar það er farið að dimma svona.
Ætla nú samt ekkert að vera neitt neikvæð enda ekki líkt mér að láta veðrið hafa einhver ofur áhrif á mig. Setti bara inn nokkrar myndir frá sumrinu sem ég vildi óska að væri allt árið.......


Fagra Mývatn


Gummi minn

Við og regnbogi við Dettifoss

Jökulsárlón...


Og við Gullfoss

Ein sem strax farin að sakna sumarsins...

XXX



Monday, September 8, 2008

EXTREME MAKEOVER

Okkur leiddis aðeins í kvöld og ákváðum að það væri komin tími til að breyta aðeins til. Fórum þess vegna i aðeins makeover og var þetta útkoman........














XXX

Saturday, September 6, 2008

Hornið & Partýkeila....


Átti alveg frábært kvöld í gær. Fórum fyrst út að borða á Horninu sem var alveg æði eins og alltaf og svo í Keiluhöllina á eftir og hittum nokkra Mývetninga í partýkeilu. Það var að sjálfsögðu hrikalega mikið stuð enda ekki annað hægt þegar þessi hópur kemur saman. ÉG er nú ekki alveg viss um stig kvöldsins en eitt er víst að ég vann ekki......

Gummi og Garðar



Keilusnillingar!



Skvísurnar Hilda og Beta




Ógeðslega mikið stuð á okkur;)


Ásgeir bortna löpp kom og fylgdist með töktunum


Garðar með sveifluna á hreinu..


Er með engin plön í dag kanski fara í berjamó og bíða bara eftir ofvirka kallinum mínum sem er alltaf að vinna, svooo duglegur. Ég er samt svo sjálfselsk að ég vill bara hafa hann heima hjá mér ...


XXX

Thursday, September 4, 2008

Helgin nálgast.....



Ég sé fyrir mér erfiðan dag á morgun af völdum strengja í lærum og rassi:)

Hjólaði heim úr vinnunni í dag, fór meðfram strandlengjunni í Hafnarfirði og gegnum Arnarnesið og Garðabæ, hjólaði svo frá íþróttahúsinu í Kopavogi og framhjá Smáralind. Þaðan heim upp í Kórahverfi sem var laaaang erfiðasti hlutinn, allt upp í móti. Ég þakka nú samt fyrir að ég hef verið dugleg að hlaupa og synda svo þetta hafðist. Erum að undirbúa hjóladag 20. sept frá Hafnarfirði og niður í bæ. Ég skora á alla að taka þátt því leiðin er rosalega falleg og mestur hluti leiðarinnar er á göngustígum laus við umferð. Það eru ekki margar brekkur á leiðinni og því getur öll fjöskyldan tekið þátt í þessu. Það verða gerð stutt stopp bæði í Garðabæ og Kópvaogi þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Marta vinkona mín er flutt til Köben í mastersnám í landslagsarkitekt reyndar ásamt fleiri vinkonum mínum úr skólanum. Allavegna ég var að spjalla við hana í dag á msn og hún var að segja mér aðeins frá skólanum og f.l. Hún er svo mikil hetja að fara út með strákana sína og skella sér í þetta ég eigininlega hálf öfunda hana og finnst hálfpartinn að við ættum að vera í þessu saman því við hjálpuðumst svo mikið að í Bs náminu. Ekki það að ég vildi skipta því ég hef aldrei verið hamingjusamari heldur en ég er akkurat núna. Bara gangi þér vel Marta mín og ég kem og heimsæki þig í vetur:)´

Mér skilst að á morgun sé Mývetninga-hittingur og ætlum við að skella okkur í keilu. Hlakka ekkert smá til því ég veit að það verður ótrúlega gaman. Hef reyndar heyrt að nokkrir hafi afboðað sig enda aldrei hægt að ná öllum saman.

Helst í fréttum er kannski að ég ætla að fara æfa fótbolta ;) byrja næsta mánudag. Er það ekki stelpur? Stefnum að sjálfsögðu á að vinna leikinn næsta sumar enda eru strákarnir ekkert að gera. Við getum verið vissar um það að Ásger á ekki eftir að brillera þannig að þeir þurfa kanski að fara að fjölga........

Er farin að hlakka til helgarinnar. Vikurnar líða rosalega hratt þessa dagana þar sem það er brjálað að gera í vinnunni sem mér líkar orðið mjög vel við.

Reyndar verð ég örugglega frekar einmanna um helgina þannig að ef ykkur leiðist...............

XXX

Tuesday, September 2, 2008

Upp í sveit

Um síðustu helgi fórum við "upp í sveit" til ömmu og afa og áttum þar frábæra helgi með fjölskyldunni minni. Þar var margt um manninn þar sem Þóra frænka var þrítug og bauð í tilefni af því til heljarinnar veislu á Laugardagskvöldið. Ágeir brotna löpp kom með og kvartaði yfir lélegu aðgengi fyrir fatlaða í sveitinni en skrölti samt á milli húsa á hækjunum í mölinni.
Á leiðinni í sveitina komum við við hjá Rósu vinkonu í Borgarnesi að skoða nýja fína húsið hennar og Ingólfs sem er ekkert smá flott. Spurning um að flytja í Borgarnes eða eitthvað annað út á land og fá hellings pláss fyrir mun minni pening, hvað segið þið um það?
Meðan við biðum eftir veislunni fórum við í göngutúr um hlaðið og kiktum meðal annars í gróðurhúsið sem er einn af uppáhalds stöðunum mínum enda ekki annað hægt þar sem allt er fullt af vínberjum, tómötum og fleira góðgæti sem við gæddum okkur á. Skelltum síðan nokkrum egó myndum af okkur í leiðinni sem fylgja hér með. Var reyndar búin að setja inn fullt af fleiri myndum í gær sem duttu svo allar út aftur, nenni ekki að setja nema nokkrar þar sem það tekur svo langan tíma. Spurning um að vera bara með myndasíðu og sleppa þessari........


Egó mynd af sæta parinu :)
Sæti minn í ótrúlega töff umhverfi...
Og ég með vínberjunum


Annars var ég í gær að kíkja í æðislega bók sem ég fékk í afmælisgjöf í sumar og heitir Ástar spor. Ég opna hana oft áður en ég fer að sofa því í henni eru alskonar málshættir og frasar sem tengjast ástinni á einn eða annan hátt, margir ótrúlega fallegir en því miður margir frekar furðulegir.
Hvað með t.d ..........
Ef ástin fer illa er það eins og
að horfa upp á Mjallhvít umbreytast í vondu stjúpuna
eða....
Ást kvenna er mun
fágætari en karla,
því konan
elskar mikið og
sjaldan en karlinn
elskar lítið og oft.
............er þetta ekki smá ósanngjarnt?
Svo er hérna einn sem er sjálfsagt nokkuð mikið til í .......
Ástin er allt það sem hún er lofuð fyrir.
Þess vegna er fólk svo vantrúað á hana.
og einn frekar fyndin.....
Óendurgoldnust er sjálfsástin.
Ég verð reyndar að segja að ég held að þessi fyrsti málsháttur um Mjallhvíti er eitthvað sem á sér mjög gjarnan stað í raunveruleikanum....
Hvað finnst ykkur annars?
Góða nótt XXX