Tuesday, November 10, 2009

Sá síðasti slekkur í Leifstöð!

Ég held svei mér þá að þetta endi svona! Án gríns. Ætli það sé einhver til í að taka á móti 370.000 blönkum Íslendingum???
Getum við kannski bara flutt öll til Vestmannaeyja og stofnað nýtt ríki?
Allavega er ég alveg komin með nóg og miklu meira en það af öllu þessu bulli.
Og afsakið að ég segi það þá er Steingrímur Joð óvinsælasti maður lansins um þessar mundir.
En hvað ég er nú fegin að hafa ekki kosið hann......
McDreamy fór að heiman í nokkra dag til Danaveldis og var ég því grasekkja á meðan. Mamma og var með okkur á meðan og áttum við mjög svo notalegan tíma saman.
ÉG og blómálfurinn minn fengum fullt af fínum pökkum frá útlandinu og brosum bara allann hringinn núna. Ekki samt yfir pökkunum heldur að vera búin að fá heimilisfaðirnn heim aftur:)
Það er sem betur fer eitthvað eftir til að brosa yfir og alveg nóg af því :)
ÉG vona að þið hafið það líka
Jólin nálgast hratt og hlakka ég mikið til þeirra. Fengum góðar fréttir varðandi þau sem gerir eftirvæntinguna ennþá meiri.
Ég er samt að spá hvort það sé einhver yfir höfuð að lesa þetta blogg?
Ef svo er þá endilega kvitta því annars held ég að ég hætti þessu bara í bili.
Er hvort eð er frekar ódugleg þessa dagana.
Knús á ykkur
XXX

Monday, November 2, 2009

svín eða ekki svín?

Báðir strákarnir mínir eru veikir:(
Hundfúlt!
Þurftum þar að leiðandi að sleppa sundæfingu í dag......
Við mæðgin ein heima næstu helgi.....
....heimilisfaðirinn ætlar að hitta prinsessuna sína í Danaveldi.
Amma Solla verður hjá okkur á meðan....
....vonandi stoppar flensan stutt hjá okkur, henni var ekki boðið og er mjög svo óvelkomin.
Erfitt að sjá litla blómálfinn hálfómögulegan með hor í nös...:(
52 dagar í jólin!
XXX