Tuesday, December 16, 2008

ALLT UPPÁVIÐ ......EÐA HVAÐ?

Jú ég held það. Allir eru að verða hressari. Gummi er farin að vinna aftur eftir lugnabólguna endalausu sem engan endi ætlaði að taka. Móðir mín yndisleg er reyndar enn á sjúkrahúsinu. Var að vonast til að hún fengi að fara heim í dag en það er víst ekki.
Ég vildi gjarnar gefa henni lifrina mína.....já eða allavgna hluta af henni, ef ég gæti.
En vonandi kemur hún heim fyrir helgi hressari sem aldrei fyrr!
Svo er það náttúrlega Ásgeir brotna löpp. Hann er núna búin að vera á hækjum í ca 5 mánuði og er nú orðin nett eða eignlega mega pirraður á því! Hann er nú samt allur að koma til og löppin jafnvel farin að hlíða fyrirmælum, Þökk sé sjúkraþjálfaranum sem er á lausu:)
Ég var að flétta í gengum myndir á facebook og fann þessa af okkur vinkonunum, hef reyndar sett hana áður, langaði bara að setja hana með í tilefni dagsins og...... af því að við erum svo sætar!

Glittering skvísur!!!

Það styttist óðum í brottför norður í fögru Mývatnssveit. Þar verða batteríin hlaðin. Gummi ætlar að taka með sér sleðann svo honum leiðist ekki sem er vel til fundið hjá honum. Hann kannski býður mér mér með sér í fyrsta skiptið :)
En ég á náttúrlega engan sleða eins og ég hef stundum fengið að heyra (meira í gríni en alvöru) og mér skilst að það sé ekki skemmtilegast að hafa taugaveiklaðan farþega með...... Kannski fæ ég sleða í skóinn aldrei að vita.
Ég ætla að skella mér í smá fegrunarðagerð á eftir eða þar að segja klippingu og er að spá í að lita það ljóst. Gerði það reyndar einu sinni og var þá eins og litli ljóti andarunginn en ég er viss um að það verður betra núna því síðast var það stutt!
XXX

4 comments:

Elísa Dagmar said...

Guð hvað við erum sætar :D :D En já guð minn góður ALMA DRÖFN, þú ert EKKI að fara að lita þig ljóshærða... Guð man hvernig þú vast síðast... Og mannstu hvernig ég var... hahahahah nei nei held nú síður.. ert svo falleg eins og þú ert :D knús og kossss

Britta said...

hvaða hvaða... smá tilbreyting hehe alltaf hægt að lita það aftur ;) verður spennandi að sjá 27.des :D

Unknown said...

æjæj...er mamma þín á sjúkrahúsi??! ekki finnst mér nú gott að heyra...vona að hún fái bót meina sinna......

knúsáðig ****

Marta María said...

Það er nú ekki gott að heyra að mamma þín er á sjúkrahúsi og ég vona að hún jafni sig sem fyrst...svo þetta með ljóst hár þá líst mér ekkert á það því þú ert svo sæt eins og þú ert...en hafðu það gott í sveitinni og ég öfunda þig bara geta bara farið á sleða og verið í sveitinni...það er ekki mjög jólalegt hér í köben