Thursday, January 1, 2009

2009

Gleðilegt nýtt ár elsku sykursnúðarnir mínir! Takk fyrir allt gamalt og gott.
Árið 2008 var mjög viðburðarríkt í mínu lífi og alveg frábært í alla staði, ég get ekki beðið eftir að upplifa 2009!
Það verður örugglega ennþá betra, alveg er ég viss um það........

Þessi áramótin voru í rólegri kanntinum hjá okkur, enda var lítil prinsessa hjá okkur
Þrátt fyrir rólegheitin skemmtum við okkur konunglega í góðum félagsskap.
Í partýinu var hattaþema og farið í ABBA singstar, sem ég sló ekki í gegn í :)
Það var borðuð humarsúpa og kalkúnn og svo allt hitt nammið á eftir.
Ég hef aldrei farið í gamlárspartý með lægri meðalaldri og vorum við sofnuð um 2....


Við hjónaleysin á miðnætti...

Ég er búin að vera hrikalega léleg að blogga enda held ég að ég sé alveg ákveðin í að færa mig yfir á bloggar.is og hafa síðuna læsta......

En allavegna búin að hafa það rosalega gott yfir jólin og verður átak að fara að vinna aftur, byrja aftur í ræktinni (ekki veitir af), hætta að borða nammi, hætta að drekka jólaöl, vakna snemma, fara snemma að sofa, taka niður jólskrautið...... og allt sem því fylgir.
Annars langar mig að óska Rósu og Ingólfi til hamingju með að vera orðin hjón,
Umskurum fyrir frábært kvöld þann 27. des,
og ykkur vinir mínir fyrir að vera til!
Nýárskveðjur
Alma XXX

6 comments:

hilda said...

æh gaman að lesa Alma mín;) æðisleg mynd af þér...eitthvað svo ævintýraleg..minnti mig á Kalla og sælgætisgerðina haha...bara sætust. En hey ég pannta lykilorð þegar nyja síðan kemur...ok...hlakka til að sjá þig sem fyrst...bestu kveðjur!

Heiða said...

Takk sömuleiðis fyrir 27 des þetta var æðislega gaman. P.s. veit að það er steikt að skrifa komment á bloggsíðu kl. 2 um nótt, en ég er að læra. Haha. Knús til ykkar og gleðilegt nýtt ár.

Unknown said...

Ótrúlega sæt mynd af þér elsku alma mín, ég held að þú fáir núna titilinn : ,,BJÚTÍFÚL LÆK A FLÁVER!"
verðum í bandi sem fyrst

Elísa Dagmar said...

Gleðilegt ár til ykkar líka elskan og ég verð líka að segja hvað þetta er flott mynd af þér :=) En já bara kasta á þig kveðju, og ég nenni ekki að blogga en fer að gera það soooonnnn :=) lovja xoxo

Unknown said...

jáh ég er bara sammála öllum hér fyrir ofan...krúttlega myndin af þér :)
Ég missti af ykkur í sveitinni, gengur kannski betur næst...hvenær sem það nú verður!

Annars;
gleðilegt ár sömuleiðis **knús**

Rósa said...

Takk fyrir :)
Og gleðilegt ár!
Vertu endilega dugleg að blogga, sama á hvaða síðu. Það er gaman að fá að fylgjast með þér!