Friday, January 9, 2009

ANDLAUS

........þessa dagana eitthvað.
Fyrsta vinnuvikan á nýju ári senn á enda. Mikið verður gott að fara í helgarfrí, maður er alveg uppgefin eftir vikuna. Það ætti að vera bannað að skella á mann heilli vinnuviku eftir svona langt frí. Væri gott að vinna bara fyrst 2 daga svo 3 og svo framvegis.............
Ég get nú ekki sagt að við séum uppbókuð um helgina, ekkert sérstakt á dagskrá nema taka niður jólin og kveðja þau ooooo ekki gaman.
Framundan er mikið mirkur í margar vikur ekki það að ég sé eitthvað svartsýn langt því frá þetta er bara staðreynd. Það eina sem er gott við þessa mánuði tvo eða janúar og febrúar er hækkandi sól og þar að leiðandi styttist alltaf í sumarið. Ég er algjört sumarbarn eins og þeir vita sem mig þekkja. Ég elska sólina, birtuna og allt sem því fylgir. Fyrir mér mætti alltaf vera bjart og bara snjór í fjöllunum, veit að sumir eru alls ekki sammála mér sem byrjar á G haha
Þar sem það er skylda að taka alltaf upp eitthvað heilsusamlegt athæfi á nýju ári þá ætla ég að skella mér í jóga á morgun og draga kallin með. Hann er svo móttækilegur þessi elska og sagði bara strax já þegar ég spurði hann hvort hann kæmi ekki með. Það verður sjálfsagt smá fyndið en ég er örugglega ekkert sérstaklega góð lengur hef ekki farið í nokkur ár.
Á nýju ári ætla ég að vera dugleg í jóga, synda meira og jafnframt að mæta í Sporthúsið. Ég hef verið að ýta því á undan mér þar sem allir þeir sem æfa ekki hina 11 mánuði ársins eru þar í janúar og ég einhvernvegin sé það ekki í hyllingum.
Ég ætla einnig að halda áfram að eiga yndislegt líf árið 2009
og halda áfram að vera svona hrikalega heppin eins og ég tel mig vera ;)
Ég skrifa eitthvað þegar ég hef frá einhverju að segja, kannski lendi ég í mega partýi um helgina.......
..........aldrei að vita.
XXX

2 comments:

Elísa Dagmar said...

já Alma mín það vita það ballir að þú ert SUMARBARN sem nennir ekki í ræktina hahhaha ... Ættir kannski bara að koma með mér og Ásgeiri Ben og tínast einhverstaðar þá þarf einhver annar en þú að koma og finna okkur.. jei gaman... :=) En já mér líst vel á það að þið farið saman í Jóga krútti :=) En já ég er bara held ég aftur farin að bulla og held ég að þegar það er að fara að gerast sé best að ég hætti og það strax.......
XOXO

Rósa said...

Þú hafðir nú bara frá helling að segja :)
Hér er það svo skrýtið, að það eru jafnvel færri í ræktinni nú en fyrir áramót. Fólk er kannski bara ennþá á meltunni.
En þú hefur nú alltaf verið svo kröftug í hreyfingu, tekur þetta eflaust með trompi núna! En vá hvað ég övunda þig á að komast í jóga, vildi að ég kæmist með þér!