Tuesday, January 20, 2009

Rómantík í myrkrinu

jæja ég held að ég hafi ekki unnið í lottóinu að þessu sinni en vinningsmiðinn var samt keyptur í Firðinum þar sem ég keypti minn......
En það verður seinna alveg er ég viss um það :)
Ég átti yndislega helgi á Hellum hjá ömmu og afa um síðustu helgi. Það er hvergi betra að vera og hlaða rafhlöðurnar. Þar var mikið borðað eins og vanalega og lítið annað gert nema spjalla við heimilisfólkið. Las reyndar eina bók sem heitir "Eins manns kona" og er endurminningar Tove Engilberts og er hin skemmtilegasta bók, mæli alveg með henni. Svo er náttúlega alltaf 30 stiga hiti þarna inni þannig að maður er hálf meðvitundalaus á milli máltíða:)
Prinsessan hans Gumma kemur til okkar um helgina þannig að það er mikið tilhlökkunarefni, alltaf jafn gaman að hafa hana hún er svo yndisleg eins og pabbi sinn :)
Hildur mágkona mín átti afmæli á laugardaginn þannig að ég óska henni innilega til hamingju mað daginn! Missti því miður af veislunni kem bara og heimta köku í vikunni í skiptum fyrir pakka....
Bóndadagurinn er á föstudag og Þorrablót í sveitinni minni fögru sem ég missi af. Þetta er í annað skiptið síðan ég var 16 ára sem ég missi af þessum ótrúlega skemmtilega viðburði, í fyrra skiptið bjó ég í Englandi en í þetta skiptið höfum við bara ákveðið að fara ekki. Þetta á eftir að reynast mér mjög erfitt eins gott að Gummi sé búin að æfa eitthvað skemmtiatriði/leikrit til að bæta mér þetta upp:)
Annars langar mig svo að gera eitthvað skemmtileg í tilefni bóndagdagsin hann á það svo skilið, ég bara veit ekki hvað, einhverjar hugmyndir????
Ég fór í myndatöku í gær rosa flotta ég skal henda inn einhverjum myndum fyrir ykkur fljótlega..
Mér finnst vera svo rómantískur tími núna í vændum Bóndadagur, Konudagurinn og Valentínusardagurinn allir á einum mánuði.
Um að gera að gleðja hvort annað í myrkrinu...
XXX

2 comments:

Aldís said...

Þú ert svo yndislega ástfangin Alma mín og það fer þér einstaklega vel. Enda er lífið til þess að njóta þess og mér heyrist þú alveg vera með það á hreinu ;-)

Marta María said...

Gefðu Gumma bara sviðasultu, ullasokka og koss á kinnina...he he