Monday, January 26, 2009

Bóndagur & Lítill Ljónsungi

Takk fyrir allar kveðjurnar yndislega fólk!
Bóndagurinn var góður dagur, var reyndar heima smá lasin ekkert til að tala um samt. Gaf elskunni minn pakka í rúmið þegar við vökunuðum, sendi honum svo kort og við Signý fórum svo og keyptum handa honum blóm sem honum finnst reyndar ekki lykta vel! Hehe þetta voru hvítar RisaLiljur, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér en jú það er dáldið sterk lykt af þeim. Eldaði svo góðan mat þannig að þetta var allt voða notalegt!
Annars var ég að lesa um stjörnumerkin og litla krílið okkar verður að öllum líkindum Ljón.
Það lítur út fyrir að það verði stuð hjá okkur miðað við lýsingarnar


Ljónið
23. júlí - 22. ágúst


Konungurinn í frumskóginum er mættur og vill einmitt vera meðhöndlaður í samræmi við tign sína. Litla ljónið þarfnast athygli (við erum að tala um að vera alltaf miðdepill athyglinnar!) og vill láta taka eftir sér og láta dást að sér. Það getur verið mikil vinna að eiga börn í ljónsmerkinu. Börnin eru oft hávaðasöm og mjög opin í tjáningu. Ef barnið er ánægt er það yndislegasta og fallegasta barn í heimi en ef það er óánægt öskrar það og lætur öllum illum látum. Heimilislífið kemur til með að snúast mikið í kringum kraftmikinn ljónsungann sem getur verið mjög stjórnsamur og frekur. Það þýðir ekki að segja ljóninu að læðast meðfram veggjum því slíkt er andstætt eðli þess og er ekki til annars en að brjóta það niður. Vingjarnleg ákveðni er það sem dugar best. Ljónið er merki stjórnunar og foreldrar þurfa að virða þörf þess fyrir persónulegt sjálfstæði og því er gott að fela því snemma ábyrgð. Mikilvægt er að kenna því að taka tillit til annarra. Það þarf að taka tillit til þess í uppeldi að ljónið er einstakt og veita því athygli, hvatningu og ekki síst að hrósa því þegar það hefur gert eitthvað jákvætt.
Er að undirbúa síðuna nýju.... almabene.bloggar.is
Læt ykkur vita þegar ég hef sett inn fyrstu færslu og þá hætti ég með þetta blogg.
XXX

2 comments:

Unknown said...

úú lítil sæt ljóna stelpa eða sætur ljóna strákur!! ekki amalegt það :)
hlakka til að koma á eftir í klippingu...ég er pínu stressuð um að þú eigir eftir að fá hjartaáfall við að sjá á mér hárið!
kiss kiss, ég kem með gular baunir, púrrulauk, smá papriku og sveppi! vantar eitthvað fleira?

Unknown said...

Jeij...ljón eru svo skemmtileg, áhugavert hvað það passar margt í svona stjörnumerkja persónulýsingum! Ég á svona stjörnukort og **sjitt** það er sko hellingur sem passar!

...duglega þú á bóndadaginn, hér var bara keyptur ,,runni" handa Sigganum ;)