Monday, January 12, 2009

lífið í dag

Jæja enn ein helgin að baki. Fórum í jóga hjónaleysin á Laugardagsmorgun og höfðum gaman af. Stóðum okkur bæði eins og hetjur. Held reyndar að Gummi ætli að láta þennan tíma duga í bili þar sem hann ætlar að skella sér í mánaðar CrossFit námsekið frá og með deginum í dag. Ég segi bara verði honum að góðu.......
Kannski verður hann farinn að spegla sig með Gilz og félögum fyrir páska........hver veit.
Ég ætla allavegna að fara aftur í jóga í kvöld þrátt fyrir mega strengi frá síðasta tíma.
Annars fékk ég leiðinlegar fréttir áðan. Sverrir Heiðar kennari í LBHI (Hvanneyri) lést í nótt. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli sumarið 2007. Hann var þá ný orðinn fertugur og lætur eftir sig konu og börn. Margir eiga um mjög sárt að binda núna.
Þetta er ótrúlega ósanngjarnt.......
Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér hamingju,
ég las það áðan einhverstaðar að hamingjan kemur ekki með fjár.
Við vitum öll að það er vissulega rétt en ég er t,.d hamingjusöm og ég er alveg viss um að ég hefði orðið pínulítið hamingjusamari ef ég hefði unnið í lottó um helgina:)
Bara pínulítið.....
En ég vinn nú ekki einu sinni fanta flösku í Bingó þannig að væntingarnar voru ekki miklar.
Ég er samt alltaf að vinna......
XXX

3 comments:

Elísa Dagmar said...

Æjæj leiðinlega fréttir...
En já Alma mín, það er alveg satt, þú ert alltaf að vinna sæta mín :=)
XOXO

Unknown said...

Flott blogg alma mín!
ég tók þátt í lottóinu sem var seinustu helgi og ég var svo viss um að ég myndi vinna...en viti menn ég fékk alveg heilar 2 tölur réttar!

kannski að ég fái þrjár næst!
verðum í bandi sæta mín
knús og kossar

Sólveig said...

Jamm Alman mín þó að þú vinnir ekki fantaflösku ertu samt endalaust heppin :)
Allt það sem fyrir mann kemur á lífsleiðinni er að einhverju leiti perla á lífsfestina okkar og eitthvað sem gerir mann tilbúin að takast á við lífið.
Svo er það okkar að vinna úr reynslunni og láta það verða okkur og öðrum til góðs.
Vóóóó mikil speki hjá mömmu gömlu núna en knús á þig stelpa mín þú ert best .......og flottust XXXX