Monday, November 24, 2008

Mánudagur til mæðu og Mánuður í Jólin

Jæja frábær helgi að baka og ný vinnuvika hafin. Helgin fór í jólaundirbúning að mestu og afslöppun. Náði að kaupa nokkrar jólagjafir, búa til aðventukransinn, skreyta smá og kaupa jólaspariskóna! (sem eru btw öskubusku glimmerskór, GEGGJAÐIR)
Hendi inn myndum af því seinna.
Allt mjög gott að frétta. Er alveg búin að jafna mig á veikindunm sem betur fer. Í kvöld er stefnan að fara út að borða með nokkrum vel völdum vinum. Hún Íríni er að fara heim til Grikklands fljótlega og viljum við vera með smá kveðjuhitting fyrir hana, vonandi kemur hún bara aftur sem allra fyrst.
Í dag er akkurat mánuður í Jólin sem þýðir að við förum norður eftir enn styttri tíma.
Það verður ótrúlega ljúft að komast í sveitina mína, er farin að sakna hennar mikið.
Frétti áðan að ein af mínum kæru vinkonum var að missa vinnuna. Æi þetta er eitthvað allt svo ömurleg. Það er lítið sem maður getur sagt nema vonandi færðu eitthvað að gera sem er náttúlega svo súrt þar sem allir vita að líkurnar eru frekar litlar á því. En það þýðir ekki neitt að gefast upp, bara fara þetta á hörkunni og ef einhver getur það þá er það hún!
Annars stefnir allt í það að það verður óbúanlegt hérna á þessu blessaði landi okkar bla bal var búin að skrifa margar línum um þetta þjóðfélagsástand en strokaðið það út, ætla að eyða minni orku í fallega hluti og það góða í lífinu (æl) !
Fékk sent frábæran póst um daginn um hvað ást er í hugum barna og læt hér fylgja með nokkur gullkorn í tilefni dagsins..........
  • "Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki lengur beygt sig niður til að lakka táneglurnar, svo að afi gerði það alltaf fyirir hana jafnvel eftir að hans hendur fengu liðagigt líka. það er Ást" (4. ára )
  • "Ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi" (7. ára)
  • #Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira. Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast" (8. ára)
  • Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar" (7.ára)
  • "Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður og litlar stjörnur koma út úr þér" (7.ára)

Og síðasta gullkornið að lokum

4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína. Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar. Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hefði sagt við gamla manninn svaraði hann "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"

Eigið góðan dag elskurnar mína

XXX

3 comments:

Elísa Dagmar said...

já hún á pottþétt eftir að plumma sig þessi vínkona þín.. trúi ekki öðru :D :D hahaha En þetta er ekkert smá sætt með ástina... :D :D Hlakka til að sjá þig í kvöld elskan... kisssss

Aldís said...

Fallegt Alma. Hlýjar manni um hjartarætur í erfiðu árferði. Vona að vinkonu þinni farnist vel. Hef fulla trú á því, hún er jú vinkona þín.

knús í kotið

Sesar bloggar !!!! said...

HAHAHAHA já hverjum hefði dottið það í hug að þið frænkurnar yrðu fyrstar til að láta ykkur hverfa :D Alltaf er einhvern tímann fyrst það er alveg öruggt :D :D