Thursday, November 6, 2008

smá blogg fyrir helgina

Jæja best að blogga aðeins. Er eitthvað ekki að nenna að blogga þessa dagana. Er reyndar að undirbúa aðra síðu sem ég kem til með að færa mig yfir á sem verður læst. Ástæðan er sú að ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hverjir eru að lesa hérna inni og það eru alveg til manneskur sem ég kæri mig ekkert um að viti hvað ég er að gera. Spurning að þið kvittið bara fyrir innlitið þá veit ég hverjir lesa :)
En meira um það síðar....
Helgin nálgast og ætlum við að bregða okkur úr fyrir höfuðborgina í sæluna í Grímsnesinu. Vonadi getum við bara slökkt á símunum og haft það notalegt. Bræður mínir tveir ætla að kikja á Laugardaginn og mín sæta mágkona, hlakka ég mikið til því ég veit að það verður gaman.
Góður matur, svladrykkir og heitur pottur er alveg toppurinn á tilverunni......

Stal þessari mynd á netinu
Annars er ekki rætt annað en krepputal þessa dagana sama hvert maður fer.
Þetta er nú meira bananalýðveldið sem við búum í, ég segi ekki annað.
Það væri réttast að flytja bara úr landi og gerast erlendur ríkisborgari. Þessir grísakóngar eru búnir að eyðilegga orðspor okkar hvort eð er. Það er nú bara þannig því miður að sú tíð er liðin að maður sé eitthvað sérstaklega stoltur af því að vera Íslendingur.
Ég vona svo innilega að mínir kæru vinir sem harka í mastersnámi erlendis nái nú að klóra í bakkann því ekkert er fyrir þau heim að sækja núna, enga vinnu að fá.
Nóg af þessu röfli í bili...
Lenti annars í ansi skemmtilegu atviki í Sporthúsinu um daginn. Ég og Mc Dreamy vorum búin að fara inn í klefa, klæða okkur í íþróttafötin og vorum að fylla vatn á brúsana okkar, þá litum við á hvort annað og hvað haldið þið...... Við vorum í eins bolum!
Frekar leim hefði kannski fundist það töff ef við hefðum verið í eins krumpugöllum:)
Annars er það náttúrlega oft brandari fyrir sig að vera þarna. Maður verður vitni af fáránlegustu atvikum. Um daginn var ein að hlaupa alveg á fullu og hrundi af brettinu frekar skondið. Svo eru nátturlega þeir sem eru að hnykkla vöðvana í speglunum og halda að engin sjái...
En vonadi hafið þið það rosa gott um helgina
XXX

7 comments:

hilda said...

Nei Alma mín....ég er sko ekki hætt að lesa hjá þér...aldrei sko;) bara mikið að gera og svo veikindi og allt það.
En VÁ hvað ég öfunda ykkur af helgarferð í Grímsnesið...oh vild ég væri að fara með mínum heittelskaða...en það verður vonandi soon....
Ég pannta allavegna að fá lykilorð á nýju síðuna þegar hún kemur;)
Góða helgi....og p.s. það er bara töff að vera í alveg eins...hehe..ég stríði stefáni oft á því að þegar við erum orðin hjón þá ætla ég að prjóna alveg eins peysur á okkur....muwhahah....sjámust sæta;)

Britta said...

haha... eru þeir ekki að hnykkla einmitt svo að e-r taki eftir þeim haha... kjána bjánar...

Hvernig var það... ert þú ekki að plana geðsjúkt jólabekkjapartý ;)

knús til þín sæta :)

Marta María said...

Já ég væri svo til í helgaferð í Grímsnesið sakan þess að anda að mér íslenska loftinu ekki...hafi þið það sem allra best um helgina...en með stera boltana þeir eru náttúrulega bara athyglissjúkir vilja bara láta horfa á sig he he...ástar kveðja frá köben sakna því óendarlega mikið

Sólveig said...

Held ég fari bara til tuska og versli krumpugallana á ykkur skötuhjúin svo þið sláið í gegn í Sporthúsinu gef ukkur þá nottlega bara í jólagjöf.
Hvaða lit viljið þið heillin?
Þín elskandi móðir :)

Heiða said...

Ég les'etta blogg alltaf. Mikill aðdáandi þess og held áfram að lesa þó því verði læst :)

Rósa said...

Hér með kvitta ég því ég les líka alltaf bloggið þitt!

Unknown said...

hahah Mc. Dreamy! þið eruð nú meiri krúttin! hefði viljað sjá ykkur tvö í eins galla, annars væri eg til í að fá lykilorðið, því að ég er orðin fastagestur hér inná...því að ég nenni sko alls ekki að læra!!
vonandi var gaman í bústaðnum, takk fyrir afmælishringinguna!
knús og kossar
heiða