Friday, November 21, 2008

Slappleiki & Partýgleraugu

Það er búin að vera alvarleg bloggleti í gangi enda flensa og óhressleiki búin að eiga hug minn allan síðustu daga. Mætti til vinnu í dag en hefði sjálfsagt haft meira gagn af því að liggja bara áfram heima. Helgin framundan verður tileinkuð rólegheitum. Þrátt fyrir allt þá er ég í mega jólaskapi og hlakka til að fara að nota helgina í að skreyta aðeins......
Annars er frekar lítið að frétta enda gerðist ekkert krassandi í veikindunum gæti samt rakið fyrir ykkur Greys anatomy 3 seríu, ég hef alltaf einn McDreamy við hendina ef hinn er upptekinn...
Síðasta helgi var tekin með trompi, hitti Elísu, Valdimar og Ásdísi heima hjá elísu og spiluðum Partý og co nýju útgáfuna sem er vægast sagt mun súrari en sú fyrri. Appelsínugul partýgleraugu og trélitur einkenndu það kvöld.
Annars var Mývetningapartýið á laugardagskvöld og var það að sjálfsögðu hin mesta skemmtun, eignaðist meir að segja fyrverandi kærasta sem ég kannast ekkert við að hafa átt......
já alveg furðulegt það og mjög svo fyndið:)
Heiða og Hörður uppháldin mín voru í bæjarferð og átti ég gott kvöld með þeim, Takk fyrir það elskurnar mínar.
Annars er mér efst í huga núna hvað hann Dabbi kóngur er nú helvíti mikið fífl .....afsakið mér bara finnst það. Er engin leið að láta hann segja af sér. Hvað var hann að grúska í fyrverandi ástarlífi hennar Dorritar vinkonu minnar? Ég held hann ætti að taka inn lyfin sín........
En allavegna........... later.
XXX

5 comments:

hilda said...

aha Alma...ég var einmitt að tala um hann Dabba og sagði að hann væri kóngurinn yfir íslandi...var brjáluð (ok smá ýkt en..) á kaffistofunni í Odda að rífa kjaft (líka smá ýkt en..) um hvað þyrfti að gerast til að maðurinn segði af sér...þurfa allir íslendingar að mæta og mótmæla á Austurvelli eða? ég held að maðurinn sé alvarlega veikur...eníveis...ég er líka enn lasin...held að það sé komin mánuður í veikindum...glatað en...jám...æh...ætlaði bara að kasta á þig kveðju...og hey...þú færð meil frá mér eða Betu soon...það er dæmi í gangi...heyrumst með það;)

Elísa Dagmar said...

já ég er sko alveg sammála þessu með Dabba... En já það var gaman hjá okkur um sl. helgi, verð að koma með gamla party og co spilið mitt að norðan um jólin, svo við getum spilað það í staðin og verið saman í liði :D :D :D Annars farðu vel með þig sæta mín... xoxo

Unknown said...

OKey BÍDDU BÍDDU þið þarna!!!
party 27.des og mér er ekki boðið og svo þú hilda og beta í einhverju missioni sem ég veit ekkert um?!! ha?! HVAAAÐ ER AÐ FRÉTTA!!

Rósa said...

Ofsalega sammála ykkur með Davíð. Hef reyndar aldrei þolað hann, ekki frekar en hina Sjálfstæðisdelana!!
Var búin að kommenta svo miklu og sniðugu á þig um daginn en það vildi ekki birtast.

hilda said...

ahaa Heiða...alveg kreisí hérna;) nei Heiða mín...þú ert sko alveg á póstlistanum og færð alveg eins meil og Alma...Elísa líka...en annars er ég nú búin að útskýra þetta fyrir þér...gerði það í gær...bla...sjáumst...Alma ætlaru að mæta?