Wednesday, November 12, 2008

Hvítt jólatré

Skjótt skipast......
Ég skrifaði hérna langan pistil um daginn um umhverfisvæn jólatré......
...ég er innilega sammála því öllu ennþá en....
því miður get ég ekki verið með lifandi tré í ár en langar samt sem áður að vera með tré heima sem ég get þá bara sett upp snemma og notið þess.
Ég ætla að kaupa hvítt plasttré!
Mig langar svo að prufa að skreyta hvítt tré, ég er alveg viss um að það verður mjög töff, samt kannski ekki eins og maður á að venjast. Ég hef alltaf verið hálf hneyksluð á því fólki sem er með hvít jólatré þannig að nú er komið að mér að hneyksla ykkur :)

Annars er allt gott að frétta af mér átti frábærlega skemmtilega helgi í Grímsnesinu um síðustu helgi. Veðrið var engu likt, á föstudagskvöldið vorum við McDreamy í pottinum það var 8* hiti og blankalogn, svo mikið að við vorum með kveikt á sprittkertum hjá okkur.
Á laugardaginn komu svo gestirnir og breyttist því stemningin ansi fljótt.
Var borðaður dýrindis matur, farið reglulega í pottinn og skemmtunin eftir því.....
Fréttir...
  • Stefán Pétur verður meira CELEB með hverjum deginum
  • Það eru 43 dagar í jólin
  • Pétur litli étur prótein eins og engin sé morgundagurinn
  • Stjórnvöldum gengur ekki neitt að rétta úr kútnum
  • Fólk er misgott í að senda tölvupóst
  • 27. des
Annars er eitthvað surprise í kvöld og ég er alveg að drepast úr forvitni
XXX

6 comments:

Elísa Dagmar said...

Hvað gerist 27. des????? Og verður að láta mig vita hvernig kvöldið gékk :D :D kisss kissss :D

hilda said...

jesú minn.....Alma...það er alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast í kringum þig....
Mér lýst vel á hvíta tréið....
Ummmm heitur pottur...kærasti...kertaljós og logn....mig langar í .þetta....
Stefán flottur í sjónvarpinu í gær;)
.....hvað er 27 des??? og óvænt í kvöld? ég er forvitin líka....;)

Unknown said...

Alma mín, gaman að sjá þig áðan sveitta og sæta í sporthúsinu!:)
mér lýst vel á hvíta jólatréið!! ég held að það verði bara svoldið kúl!;)
en hvað er svona óvænt í kvöld?! ég er svo forvitin hi hi!!
kossar og knús

Unknown said...

jáh.....hvítt jólatré, ég held að það verði töff ;)

...hei ég er annars óskaplega forvitin manneskja, hvað er að ske í kvöldinu hjá þér???? ...oooog 27. des. hvað gerist þá...ertu að fara að gifta þig þá!!??????

Elísa Dagmar said...

Jæja held þú verðir að leisa frá skjóðunni Allir að drepast úr forvitni hér... :D :D knússsss

Edda Soffía said...

Sæl Alma mín, langt síðan ég hef heyrt í þér. Ég hlakka ósköp mikið til 27 des. að sjá ykkur öll aftur. Hvíta tréð fékk mig til að hugsa um bleika tréð sem er í glugganum í Hagkaup ;) hummm það ætti vel við mig. Sakna ykkar svo mikið. Kv Edda