Sunday, November 30, 2008

Fyrsti í aðventu !

Jæja það er ótrúlega gaman að vera til þessa dagana. Mikið að gera og allt eitthvað svo frábært. Ég er búin að vera að undirbúa jólin hérna heima ( við náttúrlega). Eins og ég sagði ykkur frá þá keypti ég hvítt jólatré og hlakka rosa til að skreyta það og sjá hvernig það kemur út. Tók saman allar jólakúlur á heimilinu og er húsmóðirin aðeins búin að missa sig í því þannig að hér fylgir mynd af herlegheitunum. Ég vildi setja upp jólátréð um helgina en minn heittelskaði tók það ekki í mál ! He he hann hélt að núna væri ég alvg búin að missa það. En samkomulagið var næsta helgi, sjáum til með það.......
Hérna er fína nýja rúmið okkar sem við fengum í vikunni. Þvílíkur munur sofum núna alveg eins og englar. Erum þar að leiðandi með 2 önnur rúm til sölu. Viljum gjarnar losna við þau sem fyrstþar sem ekki er hægt að koma fyrir tannstöngli í geymslunni núna......



Gott að eiga mann sem er smiður og reddar öllu sjálfur þarf aldrei að hafa áhyggur að hann sé að gera eitthvað vitlaust eins og sumir :)
(nefni engin nöfn)

Jólaskórnir!! Ég elska þá! Þetta eru glimmerskór aldarinar. Mér líður eins og öskubusku í þeim .....



Jólakransinn sem má kveikja á í dag. Enföld og góð leið:
Skál, kerti, jólakúlur
XXX





7 comments:

Rósa said...

Það er svo gaman að það eru til fleiri geggjaðir þarna úti í þessum jólaundirbúningi :)
Þú verður að setja inn mynd af jólatrénu þegar það er orðið fullbúið.
Geggjaðir skór - þú verður aðalpæjan! Rúmgaflinn er líka mjög flottur!

hilda said...

Vá...æði...oh þetta ..svona er svo gaman;) æðipæði skór...lýst vel á jólakúlurnar...og veistu...ég held ég föndri svipaðan krans á föstudaginn bara...ætla að kaupa í hann á morgun;)
sjáumst sæta mín

Elísa Dagmar said...

Já það vantar ekki magnið af jólakúlum Alma mín.. :D :D Og skórnir hrópa bara á mann ALMA... haha Ég er einmitt líka að bíða eftir því að kallinn komi og losi geymsluna svo að ég geti fengið jólatréð sem er í geymslunni og sett það upp... :D :D Get ekki beðið :D :D :D

Sólveig said...

Sannarlega eru þetta Ölmulegir skór..........örlítið glimmer hahahah og kúlurnar jamm þú ert flott Alma mín og glansandi:) knús mammukkar.

Britta said...

úúú nice skór :) ahh vildi að ég væri í svona jólastússi hehe ... knús til þín :)

Unknown said...

Þetta er allt svo flott hjá þér Alma mín :)

Knúsáðig...

Marta María said...

allt flott... allt voða jóló...vá flottir skór