Friday, September 19, 2008

Rauðhetta og svifryk

Þar sem það rignir eldi og brennisteini þessa dagana þá fór ég í gær og keypti mér killer regnkápu ..........
Hún er eins og þessi, nema

Svona á litinn...

Hrikalega töff

Annars er ég í hálfgerður áfalli eftir gærkvöldið. Fór á málþing í Iðnó sem var með yfirskriftinni "Hreint loft fyrir alla" Málefnið er mjög áhugavert og þarft. Þar var verið að ræða svifryk og áhrif þess á heilsu manna. Einnig hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessari þróun sem er að verða. Eins og við öll vitum þá er hreina loftið ímynd okkar á alþjóðvettvangi. Það er ekki eitthvað sem er sjálfgefið og því mikilvægt að við leggjum okkar að mörkum til þess að viðhalda því. En það var ekki þetta sem ég er svo undrandi á heldur hvað það var fjölmennt á málþinginu eða...... 15 manns. Jamm ekki grín 15 manns sem sýndu málefninu áhuga og 5 fyrirlesarar, margir þeirra þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu. Samt var þetta auglýst nokkuð vel í 3 sveitafélögum.

Alveg glatað.

Er kannski bara öllum alveg sama ég bara spyr?

Við ætlum okkur kannski bara í framtýðinni að vera þekkt fyrir álver en ekki hreint loft !

XXX


3 comments:

Rósa said...

Sammála þér Alma!
Best að búa bara í sveitinni!

hilda said...

heyr heyr...oh vildi að ég hefði vitað af þessu málþingi þá hefði ég reynt að mæta...sá þetta hvergi auglýst en ég er nú reyndar lítið inn í öðru en skólanum svo ég fylgist svo lítið með....allavegna.. ógeðslega flott kápa...je held mig langi í svona líka...alveg klárlega þörf í þessari tíð sko...
En athyglisvert þetta með ímynd þjóðarinnar...er mikið að ræða þetta í náminu mínu...reyndar ímynd hennar í gegnum kvikmyndir og svona....en það væri alveg hrikaleg þróun ef svo færi að við töpuðum endanlega sérstöðu okkar...náttúrunni og hreina loftinu í einhverja vitleysu eins og álver....ojbara! sammála þér þar Alma.

Elísa Dagmar said...

Já ég er alveg sammála þessu öllu saman bara hehehehehehehehe ekki það að ég er það alveg sko, en já segi ekki meir um það.... GEÐVEIKUR regnjakki mega cool... ein alveg að tapa sér hérna... ein heima og leiðist og nenni ekki að gera neitt... he heh eh e heyi í þér á morgun eftir uknow... lovja xoxo