Thursday, September 25, 2008

Skrauti & rómantík með Mcdreamy

Þetta er Skrauti ala Stefán Pétur alveg hrikalega flottur. Ég er búin að ákveða að fá mér einn en get ekki ákveðið hvort hann á að vera rauður eða svartur......
Þeir sem hafa komið heim til okkar vita að það er ekki gífurleg litagleði í gangi þannig að ég held að rauði væri of mikið....
Hvað finnst ykkur?






Er að fara að ná í nýju tölvuna mína á eftir sem er reyndar eins og sú gamla. Ég er alveg að kafna yfir þeim þarna í Tölvulistanum það er eins og þeir haldi að þeir séu að gera með einhvern greiða með því að láta mig hafa aðra tölvu í staðin fyrir hina sem var by the way gölluð.
Smá skilaboð til Sigrúnar: Já ég veit ég var svo vitlaus en ég reyndi að fá hana endurgreidda en það var ekki í boði.

Erum að fara út úr bænum á Laugardag á alveg geggjaðan stað. Erum búin að eiga inni gistingu síðan í desember en ekki haft tíma til þess að nota hana.

Held að veðurguðirnir ætli að vera okkur hliðhollir og sleppa rigningunni um helgina það væri nú lovely........
.........Þannig að það er bara kósíheit framundan hjá mér og mínum Mcdreamy....
XXX


9 comments:

Heiða said...

Þessir kertastjakar eru æði. Ég var einmitt búin að koma auga á þá. Ég ætla líka að fá mér einn. Hahah.
Ef íbúðin er svart/hvít frekar en í litum er ekki upplagt að láta einn hlut stinga í stúf við restina. Svo hefur mér alltaf fundist rautt vera þinn litur ;-)

hilda said...

Svarti...ekki spurning...báðir mega flottir en ef ég fæ mér þá langar mig meira í svarta...mitt svar allavegna;)
Eigðu góða helgi Alma....og kallinn audda líka...við sjáumst svo á mánudaginn hressar;)

Ragna said...

Rautt!!!!

Rósa said...

Alma mín! Ef þú gúglar þér, kemur þessi síða strax upp. Kannski þú ættir að ...

Elísa Dagmar said...

Sko mér finnst þeir báðir geggjaðir....... það yrði samt ekki ljótt að hafa einn æpandi rauðann á borðstofuborðinu :D:D:D Og góða ferð elskurnar.. heyri samt í þér sko... bara svona til að segja það hér líka.... :D :D kisss xoxo

Unknown said...

Held klarlega að þessi svarti passi betur heim hja ykkur :) Annars finnst mér þeir baðir bara æði! :)

obbosi said...

Geggjað flottur, en með litinn mér finnst rauði svolítið spennandi, þótt svart sé alltaf klassískt þá myndi rauði skera sig flott út á svona flottum grip ;)

-Sigrún Haf-

Unknown said...

Heyrðu þú færð þér nottlega bæði rauðan og svartan! ...ef ég væri að fara að gefa þér svona kertastjaka þá held ég að ég mundi velja þann rauða ;) ...í stíl við regnkápuna!!! ...hahahaaa...

...góða helgi og hafði það gott og kósý...

Elísa Dagmar said...

Langaði bara að segja þér og ykkur að ég er farin að blogga á nýjum stað... kíkið á það kissss kissss elisadagmar.blogspot.com :D kisss