Thursday, October 9, 2008

Creeeepy

Þetta sagði völva Vikunnar m.a. um síðustu áramót:

„Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.“
Shit... þetta er náttúlega rosalegt. En hver er völva vikunnar veit einhver það?
Er það ekki Sigríður Klingenberg ?
XXX

1 comment:

Elísa Dagmar said...

Hún var allavegana alltaf, veit ekki meir... En já hvernig væri að fara að hlusta á Völvuspánna, það er alltaf eitthvað rétt í henni... :D