Tuesday, October 14, 2008

Særð jörð








Ég er undanfarna daga búin að vera að undirbúa mig aðeins fyrir fyrirlseturinn sem ég verð með á Hvanneyri núna á fimmtudaginn. Þurfti þar að leiðandi að fara yfir myndirnar úr gömlu tölvunni minni sem eru inn á flakkaranum. Rakst þar á þetta skemmtilega verkefni sem ég gerði í sjónmenntum hjá henni Helllu ég held alveg örugglega á 2. ári. Verkefnið hét særð jörð og var hugsunin á bakvið það að ef jörðinni myndi blæða vegna ágangi okkar manna á hana þá myndi henni kannski blæa svona.......?
Marta "smarta" kom og hjálpaði mér að keyra um Borgarfjörðinn í jökulkulda í leit að
heppilegri á/sprænu sem við gætum hellt nokkrum brúsum af matarlit í til þess að fá þessa skemmtilegu samlíkingu. Verkefnið hét Særð jörð.
Þetta var nú bara eitt af fáu sem við þurftum að bralla í sambandi við skólann á þessum 3 árum okkar þar en mikið var þetta nú skemmtilegt.

Margi af bekkjarfélögunum eru farnir erlendis í áframhaldandi nám og eiga nú ekkert sérstaklega auðvellt þessa dagana, ég vona bara innilega að þetta bjargist allt saman hjá þeim og þau þurfi nú ekki að snúa heim út af þessu leiðindar ástandi í þjóðfélaginu.

Annars er allt gott að frétta, eins og ég sagði um daginn þá er lítil prinsessa hjá okkur þessa dagana og er það bara rosa gaman, frábært tilbreyting frá hversdagsleikanum.
Settum í gær upp heljarinnar prinsessuhöll eða eitthvað í þá áttina er ekki alveg viss um hvor hafði meira gaman af því ég eða hún ;)

Næst á dagskrá er að klára af fyrirlesturinn á fimmtudaginn og verður það mikill léttir þegar það er búið. Er svo búin að taka mér frí á föstudaginn til að gera eitthvað skemmtilegt og fara svo upp að Hellum og taka slátur um helgina.
Ýmislegt fleira skemmtilegt er á planinu um helgina þannig að okkur á ekki eftir að leiðast, vonandi ykkur ekki heldur .........
Veitir ekki af að dreifa huganaum og gera eitthvað skemmtilegt þessa dagana, ekki gleyma því.


Helsta pæling dagsins er ...............

.....af hverju verðum við að borga fyrir mistök annarra?

...................Það er alveg víst að ég borga alltaf fyrir mín eigin, engin hefur gert það fyrir mig...


Þetta er ósanngjarnt


XXX

4 comments:

hilda said...

VÁ flott verkefni...æðislegar myndir!!!
Kannast við svona æsing í sambandi við prinsessudót...ég á 2 gellur...nostalgía...já eða mamman að upplifa drauma í gegnum barnið...ekki átti ég neitt svona flott dót þegar ég var lítil.
Sjáumst!

Unknown said...

ohhhh það er svo gaman að prinsessast smá ;)

Geggjaðar myndir...var alveg lengi, lengi að átta mig á þeim...geta alveg eins verið myndir af einhverju allt öðru en matarlit í lækjarsprænu!

Góð pæling...say no more ;)

Hafðu það gott gella...

Sólveig said...

Knús inn í daginn Alma mín :)
mamma hælis....... matur?

Marta María said...

Þetta var svo flott verkefni hjá þér og þessar myndir lísa vel ástandinu á íslandi í dag og við erum sko alveg að blæða út að vera nemar í útlöndum í dag...
gaman að heyra að prinessan er hjá ykkur kv Marta co.