Monday, October 20, 2008

Vetrarblogg

Hverfjall í vetarbúningi, já fjall ekki fell....;)


Jæja þá er enn ein rólegheita helgin að baki, Vetur konungur er svo sannalega mættur og skilst mér að við eigum eftir að finna betur fyrir honum þegar líður á vikuna. Ég er svo heppin að hafa yndislegan mann sem hugsar um mig og er ég því komin á vetardekkin og tilbúin að mæta honum.

Grunar að það séu margir ekki tilbúnir og komi til með að þurfa að skafa með debet kortinu sínu næstu daga.

Trúið mér ég þekki það vel.....

Gerðum ýmislegt um helgina og þar á meðal tókum við slátur í sveitinni og í fjölskylduboð á laugardag.... semsagt góð helgi.

Litla prinsessan fór heim snemma á sunnudagsmorgun sem öllum þótti mjög leiðinlegt, hefðum viljað hafa hana lengur. Það koma sjálfsagt betri tíma í þeim efnum sem í öðrum málum, vonandi bara með hækkandi sól.

Ég setti hérna inn um daginn spá völvu vikunnar fyrir árið og heyrði ég í morgun að hún hafi verið fengin til þess að gera aðra fyrir næstu mánuði. Mér skilst að sú spá sé ekkert til þess að hlakka til, ætla mér að kaupa blaðið á eftir og lesa hana betur svo ég sé ekki að setja einhverja vitleysu hérna inn. Hef fulla trú á henni, hef samt ekki ennþá komist að því hvaða spákona þetta er.

Ég veit það bara að ég hef farið sjálf til Sigríðar Klingenberg tvisvar mér til gaman en það hefur undantekningarlaust allt ræst sem hún hefur sagt við mig. Held að það sé einmitt komin tími til þess að kikja á hana aftur, svo er hún líka bara svo hrikalega skemmtileg.


  • Erum komin í átakið Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN............

Við fórum og keyptum okkur kort í Sporthúsinu og er stefnan að mæta kl 06:00 :(

Það á örugglega eftir að ganga mjög vel.......

-Annars er ég alveg orðin viðþolslaus því mig langar svo norður hef ekki farið síðan í ágúst.

Er einhver á leiðinni í nóvember ?


Eitt að lokum, veit einhver hvort það er hægt að setja teljara inn á þessi bloggsvæði ?



XXX

3 comments:

hilda said...

Hæ veit ekki með teljarann...hef sjálf verið að pæla í því. En hérna Stefán fer norður fyrstu helgina í nóv...sennilega keyrandi svo þú getur verið í bandi við hann og fengið far ef þú vilt....veit sjálf ekki hvort ég fari með...reikna síður með því.
Já ég væri sko til í að kíkja til þessarar spákonu sem þú talar um...fróðlegt.
Annars gaman að lesa...greinilega góð helgi hjá ykkur;)
sjáumst!

Rósa said...

Frábært hjá þér með ræktina!

Þetta með teljarana er ekkert mál, bara gúgla counter.. þá kemur ýmislegt upp, t.d. www.free-counters.co.uk

Ragna said...

Bíð spennt eftir að þú lesir blaðið með Völvunni og segir frá því hérna á blogginu þínu....en krúttið mitt....jól!!!! Þau eru í það heila, afar óumhvefisvæn. Aukin umferð, jólapappír, -póstur og -skreyingar, rafmagnseyðsla og hvað og hvað. Þú ert að verða orðin svo umhverfisvæn að ég vona að þú hættir samt ekki að halda jól því þau eru svo askoti skemmtilegur tími......