Thursday, October 30, 2008

Helgin nálgast....


Jæja þá er enn ein vikan senn á enda og aftur að koma helgi. Þessi helgi átti að fara í rólegheit og rómantík hjá okkur skötuhjúum en ....... nei .... síðusta daga hefur ringt inn tilkynningum um afmæli, innflutningspartý, hjálparsveitarstarf og verkefni í vinnunni sem þarf að klára. Þetta er allt að sjálfsögðu á vegum míns yndislega upptekna kærasta.
Við sjáum bara til hvað tíminn leyfir okkur en í forgangi hjá mér er að mæta í ræktina enda búin að standa mig með endæmum vel þessa vikuna og á þar að leiðandi sérstaklega erfitt með allar hreyfingar í dag:)

Helst að frétta þessa dagana...

...er frekar lítið þar sem ekki mikið annað er gert en vinna og mæta í ræktina.

Næstu helgi ætlum við út úr bænum sem verður bara yndislegt.......
-Það eru 55 dagar til jóla
-Ég er búin að kaupa slatta af jólaskrauti....
-Á alveg eftir nánast allar jólagjafir :(
-Marta og Elísa er ótrúlega lélegir bloggarar :)
-Hilda er hætt að blogga...
...og ég er áfram rosa heppin!

XXX

3 comments:

Elísa Dagmar said...

Ha.... Getur verið að það sé mikið að gera hjá honum Gumma þínum, hef aldrei heyrt það hehehe :D :D EN já vonandi verður helgina góða hjá ykkur... Við heyrumst kannski???? hmmmm kiss kiss

hilda said...

ahaha....hljómar pínu eins og:
Hilda er hætt að blogga og.....ég er rosa heppin....að e´g sé hætt að blogga? ;) djók...ég skildi þetta alveg...fannst bara fyndið.
Flott mynd af þér Alma...;) góða helgi!

Alma said...

Ha ha nei þetta átti ekki að vera í neinu samhengi Hilda mín.